24 stundir - 19.06.2008, Síða 34
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@24stundir.is
Það er kominn miður júní og enn
bólar lítið á hinum týpísku sum-
arslögurum sem einkenndu ís-
lenskt tónlistarlíf hérna fyrir örfá-
um árum síðan. Gömlu
sveitaballaböndin eru fæst með ný
lög þetta árið, og aðeins ein ný
sveit komin á sjónarsviðið, með
liðsmönnum undir þrítugu, er
gæti talist í sama flokki. Hvar er
næsta kynslóð af Birgittu, Hreim
og Jónsa? Og hvar eru þau sjálf?
Svona er sumarið 2008
Óli Palli á Rás 2 nefnir Dísu,
Múgsefjun, Veðurguðina og Buff
þegar hann er spurður út í hverjir
eigi séns á sumarslagara í ár.
„Íslendingar nota tónlist mis-
mikið. Við notum hana í útvarp-
inu, þegar einhver giftir sig og þeg-
ar einhver deyr. Svo notum við líka
tónlist þegar við höldum árshátíðir
og böll. Það vantar sveitir í þennan
geira,“ segir Óli Palli á Rás 2. „Ný-
dönsk hefur verið að sinna þessu
svolítið. Sálin stundum, þegar þeir
eru starfandi. Í svörtum fötum er
ekki starfandi, ekki Írafár heldur.
Paparnir eru hættir og það fer lítið
fyrir Stuðmönnum. Það er voða-
lega lítið að gerast í þessari deild.
Það er ekki um auðugan garð að
gresja. Þessi deild er svolítið eins
og tannlaust tígrisdýr eins og er.“
Hvað er að gerast?
Þegar leitað er að ástæðum fyrir
hnignun hins týpíska íslenska
poppslagara er aðeins hægt að
velta vöngum.
„Indí-tónlist hefur verið allsráð-
andi upp á síðkastið og það er í
rauninni komið í meginstrauminn.
Kannski sér ungt fólk ekki eins
mikla framtíð í því að vera í ís-
lenskri hljómsveit að syngja á ís-
lensku fyrir Íslendinga. Sveitaballið
er dautt meira og minna og það
þykir kannski ekki eins heillandi
og áður? Ég átta mig ekki alveg á
þessu.“
Það er greinilega gat á mark-
aðnum því Óli Palli segir að íslensk
tónlist, sungin á íslensku fyrir Ís-
lendinga muni alltaf eiga greiðustu
leiðina í dagsspilun á Rás 2.
„Ef við skoðum boxið 100 bestu
lög lýðveldisins er gaman að telja
hversu mörg þar eru sungin á
ensku? Þau eru ekki mörg, því það
sem lifir hjá þjóðinni eru lögin á
íslensku sem við tengjum við.“
Er íslenski sumarpoppslagarinn í útrýmingarhættu?
Og hvar er svo
draumurinn?
Aldrei hefur farið minna
fyrir hinum týpíska ís-
lenska sumarpoppslag-
ara en í ár. Sveitaballa-
böndin eru hætt og fáir
nýir popparar að ryðjast
út. Hvað veldur?
Óli Palli Segir fæsta syngja á íslensku.
Veðurguðirnir Ba-
hama? Eini týpíski
sumarsmellurinn í ár?
Fjörið heldur áfram!
Tvær glænýjar bækur um krakkana í East High skólanum sem
tilvaldar eru fyrir sumarfríið. Skólasöngleikurinn 2 byggir á
sjónvarpsmyndinni vinsælu og tómstundabókin Klappað og
klárt er stútfull af fróðleik, persónuleikaprófum og þrautum
tengdum East High stjörnunum.
Síðumúla 28 • 108 Reykjavík • Sími 522 2000
Glænýjar
kiljur!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
38 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 24stundir
„Já, þetta er firring. Við drottn-
um yfir alheiminum. Misnotum
náttúruna og mengum að vild. En
síðan verður allt brjálað útaf einu
bjarndýri sem ráfar á land og
minna en engar líkur á að það lifi
landgönguna af. Þetta er hræsni
og ekkert annað og tvískinn-
ungur mikill.“
Grímur Atlason
eyjan.is/grimuratlason
„Íslendingar standa í þeirri trú að
matur sem er matreiddur utan-
dyra sé grillmatur. Staðreyndin er
sú að matur lagaður á gaseldavél
er ekki grillmatur. Alvöru grill-
matur fær sitt góða grillbragð
vegna grillkola eða trjákurls.
Annað er plat.“
Jens Guðmundsson
jensgud.blog.is
„Í textavarpinu stóð: "Hvíta-
björninn á Skaga hefur verið
felldur. Björninn var aldraður og
kvenkyns." Einmitt: Aldraður og
kvenkyns. Tvær góðar og gildar
ástæður fyrir því að skjóta hann.
Mér finnst að við eigum að taka
vel á móti öldruðum dösuðum ís-
björnum.“
Sverrir Stormsker
stormsker.blog.is
BLOGGARINN
HEYRST HEFUR …
Barði Jóhannsson er á leiðinni út til Berlínar um
næstu helgi til þess að klára væntanlega plötu
Merzedes Club. Platan á að koma út í byrjun næsta
mánaðar og verður hljóðblönduð í þekktu dauða-
rokkshljóðveri í höfuðborg Þýskalands. Það er eins
gott að Barði hafi vöðvabúntin með sér í hljóð-
verinu ef pirraðir metalhausarnir fara að láta tónlist
sveitarinnar fara í taugarnar á sér. bös
Athygli vakti að Kjartan Sveinsson, liðsmaður Sig-
ur Rósar, hlaut riddarakrossinn á þjóðhátíðardag
fyrir nýsköpun í tónlist. Hann átti það vissulega
skilið en af hverju voru aðrir liðsmenn sveitarinnar
ekki verðlaunaðir? Allir liðsmenn sveitarinnar
koma jafnt að lagasmíðum sem og útsetningum.
Skrifstofa forseta Íslands gaf enga skýringu þegar
leitað var til hennar í gær. bös
Dr. Gunni hneykslast á Megasi á bloggi sínu fyrir
að hafa selt lag sitt í Toyota-auglýsingu. Þar segist
hann hafa heyrt að Megas hafi fengið eina og hálfa
milljón fyrir erfiðið. Hann heldur því fram að Meg-
as hafi oft verið beðinn um að selja lög sín en aldrei
þegið, fyrr en nú. Fyrir vikið kallar Dr. Gunni hann
„sell-át“ og veltir því fyrir sér hvort síðasta arðan sé
komin í kjaft kapítalistanna. bös
„Sól, lýstu mína leið,
svo logi sundin blá
og leiði mig til þín.“
Svona hefst þjóðhátíðarlag
Vestmanneyja í ár sem heitir Brim
og boðaföll, samið af Hreimi
Heimissyni, söngvara í Landi og
sonum. Er þetta fjórða þjóðhátíð-
arlag Hreims, sem ætti orðið að
vita hvað hann syngur (eða sem-
ur) í þeim efnum.
Öllum frjálst að senda lag
Hreimur hefur þó samtals kom-
ið að fimm þjóðhátíðarlögum, en
hann flutti lag Helga Jónssonar, Í
dalnum, ásamt hljómsveit sinni,
árið 1999. Hann segist þó ekki
vera einráður í þessu, enda ekki
einu sinni frá Vestmannaeyjum.
„Ég kem nú úr Landeyjunum, en
það er ekki erfitt að semja óð til
Vestmannaeyja, enda góður staður
og fallegur. Annars er öllum frjálst
að senda inn lag og þjóðhátíð-
arnefnd hlustar á öll þeirra. En
samstarf okkar hefur óneitanlega
verið mjög lipurt og ljúft í alla
staði. Það er mikill heiður að fá að
taka þátt í þessari hefð,“ segir
Hreimur sem þarf að klóra sér að-
eins í hausnum þegar hann er
inntur eftir sínu uppáhalds-
þjóðhátíðarlagi. Hann var þó klár
á því hvaða frumsamda þjóðhá-
tíðarlag væri í uppáhaldi. „Lífið er
yndislegt hefur lifað vel og er eitt
besta lag sem ég hef samið,“ sagði
Hreimur stoltur.
Nýja lagið, Brim og boðaföll,
mun fyrst heyrast í dag í þætt-
inum Zúuber á FM957 klukkan
8.45.
traustis@24stundir.is
Hreimur semur eitt þjóðhátíðarlagið enn
Veit hvað hann
syngur, og semur
Lífið er yndislegt … Hreimur mundar
míkrófóninn.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
1 2 8 7 4 9 3 6 5
9 3 5 1 2 6 8 4 7
7 4 6 5 3 8 1 9 2
2 9 7 8 5 1 4 3 6
3 5 1 2 6 4 9 7 8
6 8 4 9 7 3 2 5 1
5 7 9 3 8 2 6 1 4
8 6 3 4 1 7 5 2 9
4 1 2 6 9 5 7 8 3
„Er fóturinn á þér ennþá stífur"
Valtýr, ertu grænn af öfund ú́t í Einar Bolla?
Íþróttafréttamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson er lands-
þekktur Los Angeles Lakers-aðdáandi en þeir Einar
Bollason, Boston-aðdáandi nr. 1, lýstu NBA lengi vel í
„gamla daga“. Boston varð NBA-meistari í fyrrakvöld,
þegar liðið lagði Lakers.
FÓLK
24@24stundir.is a
Já, auðvitað. Þeir eru svo sem
ekki með neina grænjaxla í
þessu Boston liði.
fréttir