Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Side 11

Sunnudagsblaðið - 06.02.1966, Side 11
Einu sinni var lítill silfurgrár fiskur. Hann átti heima langt úti í sjónum. Honum þótti fjarska gaman að lifa. Sjórinn var stund'um grænn og stundum blár. I sjónum voru alla-vega fiskar og mikið af fallegum blómum. Litli silfurgrái fiskurinn synti og synti 'allan daginn og honum leið vel. Einn daginn sagði mamma hans: „Nú verðrun við að fara varlega. Gamli, græni fiskurinn með rauðu áugun segist hafa séð marga báta á sveimi hér fyrir ofan okkur. Á þessum bátum eru menn. Þeir eiga alls konar tæki, til að veiða okkur, fiskana. Svo éta þeir okkur.“ Litli fiskurinn horfði stórum augum á mömmu sína. „Ég vil ekki láta ná mér. Ég dilla sporðinum svo hratt, að mennimir geta aldrei náð mér. Svo syndi ég líka svo djúpt, alveg þangað, sem sjórinn er svartur. Þangað geta menn ekki komizt, er það nokkuð?“ „Þeir geta sent tækin sín um allan sjó, bæði á dýpi og grynni. Ég ætla að biðja þig að muna eftir hættunni, þegar þú ert að leika þér. i

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.