Morgunblaðið - 29.10.2003, Síða 19

Morgunblaðið - 29.10.2003, Síða 19
eldhús Fyrir rétt um ári hannaði Svala eldhúsinn- réttingu og skipulagði eldhús í nýbyggðu húsi með mikla möguleika. Úr eldhúsinu er ein- staklega fallegt útsýni og þaðan er gengið út á góða verönd. Gluggar ná niður í gólf og er rennihurð út í garð. Hugmyndir Svölu um að möguleikar eld- hússins myndu nýtast sem best byggðust á tveimur grundvallaratriðum. Annars vegar að í stað þess að hafa eyju í miðju rýminu að setja upp n.k. skaga eða tengja eyju við vegg. Með staðsetningu skagans var hægt að hafa hann stærri og njóta útsýnis beggja vegna hans, hvort sem er þegar verið er að elda eða borða. Hins vegar að hafa alla eldhússkápa á einum vegg, frá gólfi og upp í loft og láta skápana ganga alla leið á sama veggnum niður í þvottahús sem er tengt eldhúsinu. Hjá Poggenpohl eru grunneiningar eldhússins þær sömu hvort sem um er að ræða dýrara eða ódýrara eldhús, en valið stendur á milli ólíks útlits og áferðar á hurðum og öllum aukahlutum svo sem ál, viður, sprautulakkað o.s.frv. og eru í boði 8 verðflokkar. Í þetta eld- hús valdi Svala hvíta, sprautulakkaða innrétt- ingu en þess má geta að innréttingarnar eru lakkaðar 8 sinnum til að tryggja gæðin. Þegar keyptar eru Poggenpohl-innréttingar er úrval aukahluta í skúffur og skápa mjög mikið og mikið lagt í þá. Þar er einnig hægt að fá sér- pantaða háfa, borðplötur, krana og vaska svo eitthvað sé nefnt og skemmtilegur möguleiki, sem Svala nýtir, er að kaupa harðplastplötur frá Poggenpohl í sama lit og innréttingin og setja á vegginn sem skaginn er tengdur við. Þar er sérstök braut sniðin í klæðninguna þar sem hengja má króka, hillur og hvað eina fyrir ýmsa aukahluti. Í þessu eldhúsi ákvað Svala að kaupa borð- plötu úr Corean frá ORGUS en hún notar hana á skagann og tengir hana frá vegg og í vinkil niður í gólf. Innréttingin kemur síðan þar undir en vaskur er í skaganum og helluborð sem er frá SMEG. Háfurinn er sérpantaður frá Poggenpohl og sniðinn yfir skagann. Hann er ótrúlega öflugur, tengdur út, mótorinn er í bíl- skúrnum svo ekkert heyrist í honum og skynjari er í stað takka. Hönnun eldhússins hefur reynst vel og þau atriði sem lagt var af stað með í upphafi hafa náðst fram á skipulegan hátt. lifun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.