Morgunblaðið - 29.10.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 29.10.2003, Síða 25
Eldhúsið býður upp á mikla möguleika. Það er tengt borðstofu og síðan stofu án þess þó að teljast opið rými og þegar gengið er inn í húsið blasir það við úr and- dyrinu inn af breiðum gangi. Þess vegna var það mikil áskorun að gera það þannig úr garði að það tengdist þessum herbergjum í útliti og stíl. Eigendur höfðu gert nokkrar lagfæringar á gamla eldhúsinu þegar þeir fluttu inn fyrir nokkrum árum en ekki ráðist í meiri breytingar þar sem þeir vissu ekki hvernig þeir vildu hafa það. Nú var hins vegar kominn tími til verulegra breytinga og þá sérstaklega að endurnýja öll tæki í eldhúsið. Það þýddi bara eitt … að ráðast í framkvæmdir. Það höfðu komið upp ýmsar hugmyndir um skipulag og útlit eldhússins í gegnum tíðina og draumurinn lengi verið sá að fá þar 90 cm eldavél. Slíkur gripur tekur meira pláss en venjulega er gert ráð fyrir í eldhúsi og þarna var það alltaf ljóst að eldavélin yrði að vera á endavegg og þar í kring áhöld og vinnuaðstaða. Skipulag eldhússins býður upp á þann möguleika að hafa innréttingu á einum löngum vegg og var ákveðið að hafa skúffur ráðandi í innréttingunni og eingöngu neðri skápa. Sú hugmynd að setja efri hluta af skenk á vegginn þar fyrir ofan hafði lengi komið til greina en leitin að skenknum hins vegar tekið tíma. Nútímalegt en gamaldags yfirbragð, hvítt, svart og stál – einföld, hvít innrétting frá IKEA sem öruggt er að segja að allt passi við. Krani og vaskur eru sömuleiðis frá IKEA. Höldur eru frá HTH. Skenkurinn er úr Tekk-Company og er neðri hluti hans í stofunni og kallast þannig á við eldhúsið. Lítið eldhúsborð úr eik og svartir leðurstólar fást einnig í Tekk en eikin er á parketi í stofu og borðstofu og var tekin á eldhúsbekkinn. Stólarnir eiga vel við svartan skápinn og eru einnig í borðstofu. Gardínan er úr má mí mó og hagkvæm að því leyti að það kemst mikil birta í geg- num hana og hægt að sjá út um gluggann án þess að sjáist mikið inn og þurfi alltaf að færa hana til. Loftljós er úr Habitat. Öll tæki í eldhúsið eru úr Eirvík. Eldavélin er 90 cm SMEG, háfurinn og stálplatan sömuleiðis, ísskápur er Liebherr með klakavél og uppþvottavél Miele með hurð í stíl við innréttingu. eldhús lifun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.