24 stundir - 03.07.2008, Side 2
Eftir Ásu Baldursdóttur
asab@24stundir.is
„Ef ekki tekst að komast til móts
við okkar óskir munum við und-
irbúa verkfallsaðgerðir með haust-
inu,“ segir Birna Jónsdóttir, for-
maður Læknafélags Íslands og
bætir við að boðið þýði 8% raunkj-
araskerðingu sem sé ekki ásættan-
legt að mati félagsmanna.
„Seinast var áherslan á að bæta
taxtakjör yngstu læknanna en núna
horfum við á að bæta kjör þeirra
sem eru eldri og reyndari,“ segir
Birna.
Hún telur að flöt krónutölu-
hækkun á launum bitni mest á
þeim sem eru með lengstu starfs-
reynsluna og mesta ábyrgð innan
stéttarinnar. „Þetta er óviðunandi
en við munum reyna að gera allt til
þess að forðast verkfall,“ segir hún.
Birna segir að Læknafélag Ís-
lands og Skurðlæknafélagið séu að-
skilin félög. „Ef skurðlæknar telja
boðið ásættanlegt höfum við ekk-
ert við það að athuga,“ segir hún og
bætir við að Læknafélag Íslands
fundi með samninganefnd í dag.
Skurðlæknar sömdu
„Við tókum boði um krónutölu-
hækkun, 20.300.- kr á laun, 3,3%
hækkun á yfirvinnu og hækkun á
sjúkrasjóði,“ segir Tryggvi Stefáns-
son formaður samninganefndar
skurðlækna um undirritun samn-
inga á þriðjudag.
„Í sjálfu sér tengjumst við ekki
Læknafélagi Íslands því Skurð-
læknafélagið var stofnað til að verja
hagsmuni skurðlækna,“ segir
Tryggvi og bætir við að félagið
styðji Læknafélag Íslands.
Félag skurðlækna er ungt að ár-
um en félagsmenn munu greiða at-
kvæði um hvort samningurinn taki
gildi í netkosningu.
„Félagsmenn hafa tvær vikur til
að hafna samningnum en að öðr-
um kosti tekur hann gildi,“ segir
hann. Félagsmenn í Skurðlækna-
félaginu eru á bilinu 70-80 manns
en allir skurðlæknar munu þiggja
laun samkvæmt samningnum.
Hjúkrunarfræðingar funda
„Við erum um þessar mundir að
funda með félagsmönnum úti á
landi um stöðu okkar í kjaravið-
ræðunum og boðað yfirvinnubann
þann 10. júlí,“ segir Elsa Friðfinns-
dóttir, formaður Hjúkrunarfræð-
ingafélagsins. „Við sættum okkur
engan veginn við boð ríkisins,“
segir hún og bætir við að ákveðin
vonbrigði séu meðal félagsmanna
að ríkið ætli ekki að koma til móts
við hjúkrunarfræðinga. „Stofnanir
reka sig á okkar yfirvinnu“.
Ljósmæður hætta störfum
Um helmingur ljósmæðra hafa
sagt upp störfum á landinu öllu.
„Við krefjumst launaleiðrétting-
ar miðað við menntun okkar og
hæfniskröfur,“ segir Guðlaug Ein-
arsdóttir, formaður Ljósmæðra-
félags Íslands. Ljósmæður skrifuðu
ekki undir samning sem félög inn-
an BHM samþykktu um helgina.
„Við sættum okkur
ekki við boð ríkis“
Læknafélagið hafnaði boði um krónutöluhækkun og vilja meira fyrir starfandi yfirlækna
Skurðlæknar tóku boði ríkis og bíða samþykkis félagsmanna með netkosningu þeirra
Kjaradeilur Læknar,
hjúkrunarfræðingar og
ljósmæður ósátt.➤ Félagar í Læknafélagi Íslandseru hátt í þúsund manns.
➤ Það eru 3742 skráðir fé-lagsmenn í Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga, en um
2062 þeirra taka þátt í boð-
uðu yfirvinnubanni. Um 2729
taka laun samkvæmt kjara-
samningi.
➤ Félagsmenn í Ljósmæðra-félagi Íslands eru um 220 tals-
ins.
HEILBRIGÐISSTÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 24stundir
Grill-leikur
me› s‡r›um rjóma!
Taktu þátt í grillleik MS og þú gætir
unnið glæsilegt Weber-grill eða
vandað grillsett. Kauptu dós af sýrðum
rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu
inn lukkunúmerið sem er í lokinu og þú
færð strax að vita
hvort þú hefur
unnið.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
8
-1
0
2
0
VÍÐA UM HEIM
Algarve 30
Amsterdam 22
Alicante 30
Barcelona 29
Berlín 30
Las Palmas 27
Dublin 17
Frankfurt 31
Glasgow 16
Brussel 21
Hamborg 29
Helsinki 21
Kaupmannahöfn 21
London 18
Madrid 30
Mílanó 28
Montreal 20
Lúxemborg 31
New York 22
Nuuk 5
Orlando 23
Osló 22
Genf 29
París 20
Mallorca 29
Stokkhólmur 20
Þórshöfn 12
Austan og norðaustan 5-10 m/s, en hvassari
á stöku stað á annesjum. Rigning eða súld
fram á kvöld, en þurrt að kalla SV-til. Víða
heldur hvassari um tíma í nótt, en lægir þegar
líður á morgundaginn.
VEÐRIÐ Í DAG
13
13
13
14
13
Hlýtt en votviðri víða
Austan- og norðaustanátt, yfirleitt 3-8 m/s.
Víða þurrt fyrripart dags, en dálítil væta aust-
antil á landinu síðdegis. Hiti 10 til 18 stig,
hlýjast vestantil. Sól skín part úr degi á Suð-
ur- og Vesturlandi.
VEÐRIÐ Á MORGUN
13
16
13
11
14
Hlýjast á Suður- og Vesturlandi
Rannsókn Kauphallar Íslands á umfangi við-
skipta Landsbanka Íslands með íbúðabréf dag-
inn sem ríkisstjórnin kynnti aðgerðir á fast-
eigna- og fjármálamarkaði hefur verið vísað til
Fjármálaeftirlitsins.
„Okkar gögn benda til þess að ekki sé úti-
lokað að um ójafnfræði meðal fjárfesta á mark-
aðnum þennan dag hafi verið að ræða,“ segir
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar.
Hann tekur þó fram að í vísun málsins til
Fjármálaeftirlitins felist ekki sakbending eða
fullvissa um að brot hafi verið að ræða.
„En á grundvelli okkar gagna er ekki hægt að
útiloka að þarna hafi fjárfestar haft mismunandi
upplýsingar. Við teljum því mikilvægt að kanna
málið til hlítar. En það kunna hins vegar að vera
skýringar á því, sem frekari rannsókn af hálfu
Fjármálaeftirlitsins mun leiða í ljós.“
Þann 19. júní sl. eftir lokun markaða tilkynnti
ríkisstjórnin umfangsmiklar aðgerðir á fjár-
mála- og fasteignamarkaði. Póstur frá Halldóri
J. Kristjánssyni, bankastjóra Landsbankans og
formanni Samtaka fjármálafyrirtækja, til fram-
kvæmdastjóra samtakanna, sýnir að honum var
kunnugt um aðgerðirnar áður en þær voru
kynntar almenningi.
Þennan sama dag seldi Landsbankinn talsvert
mikið af íbúðabréfum umfram það sem hann
keypti, sem sést best ef viðskiptin eru borin
saman við viðskipti annarra banka sama dag.
Landsbankinn seldi þennan dag íbúðabréf
fyrir tæpa 4,2 milljarða umfram það sem hann
keypti en Kaupþing fyrir 105 milljónir umfram
það sem það keypti. Glitnir keypti hins vegar
íbúðabréf fyrir um 200 milljónir umfram það
sem bankinn seldi.
Í tilkynningu frá Landsbankanum vegna
málsins segir að almennir starfsmenn bankans
hafi ekki vitað um aðgerðir ríkisstjórnarinnar
fyrr en þær voru kynntar almenningi.
hlynur@24stundir.is
Mál Landsbankans vegna viðskipta með íbúðabréf vísað til Fjármálaeftirlitsins
Landsbankinn liggur enn undir grun
STUTT
● Lundaveiði Bæjarstjórn Vest-
mannaeyja hefur samþykkt nýj-
ar reglur um lundaveiði til þess
að bregðast við slæmum varp-
árangri stofnsins á und-
anförnum árum. Eru veiðar í
Heimaey nú bannaðar nema í
gegnum veiðifélög.
● Hvítabirnir Byggðaráð
Sveitarfélags Skagafjarðar vill
funda með umhverfisráðherra
um stofnun viðbragðshóps
vegna bjarndýra á landsvísu.
Á aðstaða fyrir búnað hópsins
að vera á Sauðárkróki.
● Vatnsskortur Forsvarsmenn
Vatnsveitu Flóahrepps hafa
beðið íbúa í Flóahreppi að stilla
vatnsnotkun í hóf. Er um að
ræða fyrirbyggjandi aðgerðir
því ekki hefur rignt nóg til við-
halds og endurnýjunar á vatns-
birgðum. þkþ
Laust fyrir klukkan átta í gær-
morgun varð banaslys við
Hafnarfjarðarhöfn. Lést mað-
ur á fimmtugsaldri sem var
við lestun á skipinu Selfoss
þegar hann klemmdist á milli
vörugáms og lunningar. Engar
frekari upplýsingar liggja fyrir
um slysið, að sögn Óskars Sig-
urðssonar, lögreglufulltrúa á
höfuðborgarsvæðinu. þkþ
Banaslys í Hafnarfirði
Á milli gáms
og lunningar
Lögreglan á höfuðborg-
arsvæðinu fann um 200
grömm af fíkniefnum, að-
allega am-
fetamíni, í
húsleit í
Grafarvogi
á þriðju-
dagskvöld.
Húsleitin
var fram-
kvæmd
með að-
stoð sérsveitar ríkislög-
reglustjóra og fíkniefnaleit-
arhunds frá tollgæslunni.
Karlmaður um fimmtugt var
handtekinn vegna rannsóknar
málsins. hj
Húsleit í Grafarvoginum
Með fíkniefni
á heimilinu
Breska verslanakeðjan Wool-
worths spáir því að Rúbíks-
kubburinn og Star Wars og In-
diana Jones leikföng muni vera
meðal vinsælustu jólagjafanna
í ár.
Gary Grant, talsmaður keðj-
unnar, segir hluti tengda for-
tíðarþrá ávallt seljast vel. „For-
eldrar vilja alltaf kaupa gjafir
sem minna þá á eigin æsku.“ aí
Gamli Rúbíkskubburinn
Jólagjöfin í ár
SKONDIÐ