24 stundir - 03.07.2008, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 24stundir
Ferðaskrifstofa
Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Nánari upplýsingar og bókanir
á www.plusferdir.is
9., 16 og 23 júlí.
Verðfrá:
39.900kr.
Krít
Netverð á mann í viku
miðað við 2, 3 eða 4 í s
túdíó, íbúð eða hótelh
erbergi.
Enginn barnaafsláttur.
Innifalið er flug, gisting
í 7 nætur, flugvallaskat
tar
og íslensk fararstjórn.
Sjóðheitt
sólarlottó!
Spilaðu með og láttu sólina leika við þig.
Þú velur áfangastaðinn og brottfarardaginn. Viku
fyrir brottför staðfestum við á hvaða gististað þú
dvelur í sumarfríinu. Gildir fyrir júlí, ein vika eða tvær.
Eftir Atla Ísleifsson
atlii@24stundir.is
Hermönnum Bandaríkjahers í Gu-
antanamo fangabúðunum á Kúbu
var árið 2002 kennt að beita fanga
viðurstyggilegum yfirheyrslu- og
pyntingaraðferðum sem Kínaher
beitti bandaríska stríðsfanga á tím-
um Kóreustríðsins til að knýja
fram játningar.
Í frétt New York Times segir að
leiðbeiningarnar hafi að stórum
hluta verið teknar orðrétt upp úr
skýrslu frá árinu 1957 um hvernig
Kínverjar héldu bandarískum
stríðsföngum lengi vakandi og létu
þá standa upprétta í langan tíma
við óþægilegar aðstæður, oft í
miklum kulda. Tilgangurinn var að
ná fram játningum, þó falskar
væru.
Báðar aðferðirnar hafa verið
notaðar í Guantanamo-búðunum
þar sem Bandaríkjaher er nú með
grunaða hryðjuverkamenn í haldi.
George Bush Bandaríkjaforseti
hefur varið yfirheyrsluaðferðir
Bandaríkjahers og segir þær hafa
komið í veg fyrir frekari hryðju-
verkaárásir. Þannig beitti forsetinn
neitunarvaldi í mars síðastliðnum
gegn lagatillögu sem gerði ráð fyrir
að ákveðnar pyntingaraðferðir
yrðu bannaðar, þar á meðal sú að-
ferð að neyða vatn ofan í lungu
fangans til að sannfæra hann um
að hann sé að drukkna.
Í haldi Fangabúð-
irnar opnuðu á vor-
mánuðum 2002.
Lærðu kínverskar
pyntingaraðferðir
Fangar látnir vaka í langan tíma og standa uppréttir í miklum
kulda Aðferðir notaðar á bandarískum föngum í Kóreustríðinu
➤ Um 270 manns er nú haldiðföngnum í Guantanamo-
búðunum.
➤ Áætlað er að 185 séu í ein-angrunarklefum allt að 22
tíma á sólarhring.
GUANTANAMO
Bandaríska kaffihúsakeðjan Star-
bucks hefur tilkynnt að til standi
að loka 500 stöðum í Bandaríkj-
unum til viðbótar við þá hundrað
sem þegar var ljóst að yrði lokað.
Áætlað er að um 12 þúsund
manns missi vinnu sína.
Um 70 prósent þeirra staða sem á
að loka voru opnaðir eftir 2006
en keðjan opnaði fjölda staða á
svæðum þar sem staðan á fast-
eignamarkaði hefur verið sér-
staklega erfið að undanförnu. aí
Starbucks lokar
500 stöðum
Þýski stjórnmálamaðurinn Ro-
ger Kusch hefur vakið mikla
hneykslan og reiði í heimalandinu
eftir að hann aðstoðaði aldraða
konu að deyja og birti svo mynd-
band sem sýndi samtal þeirra í
millum sem fram fór skömmu fyrir
lát konunnar. Margir þrýsta nú á
stjórnvöld að herða reglur og við-
urlög við að aðstoða fólk að fremja
sjálfsvíg.
Kusch segist hafa ráðlagt hinni
79 ára Bettinu Schardt hvernig ætti
að blanda saman banvænni lyfja-
blöndu róandi lyfja og malaríu-
lyfja. Þá hafi hann yfirgefið íbúð
hennar skömmu áður en hún tók
inn blönduna og lést.
Schardt var ógift og barnlaus og
almennt við góða heilsu. Hún
sagðist þó óttast mikið að verða
flutt á hjúkrunarheimili og hafi
viljað binda endi á líf sitt.
Kusch, sem hefur verið áberandi
talsmaður fyrir líknardrápi, birti
nýlega myndband þar sem hann
sést ræða við Schardt.
Lögregla hefur nú myndbandið
til rannsóknar. Í Þýskalandi er
bannað með lögum að aðstoða fólk
að fremja sjálfsvíg, en Kusch vonast
til að sleppa við ákæru þar sem
hann lét Schardt lyfin ekki per-
sónulega í té.
Árið 2002 varð Holland fyrsta
landið til að heimila líknardráp, en
það er nú einnig leyft í Belgíu og
Lúxemborg.
Líknardráp hefur verið sérstak-
lega viðkvæmt málefni í Þýskalandi
þar sem áætlað er að nasistar hafi
drepið um 100 þúsund fatlaða ein-
staklinga og einstaklinga með
ólæknandi sjúkdóma á tímum
seinna stríðs.
atlii@24stundir.is
Látin Schardt var
ekki með ólækn-
andi sjúkdóm.
Stjórnmálamaður aðstoðaði konu að deyja
Sjálfsvígsmyndband
vekur mikla reiði
Breska lögreglan hefur hand-
tekið 1.214 manns í Lund-
únum síðustu sex vikurnar í
aðgerðum til að bregðast við
tíðum hnífstunguárásum í
höfuðborginni. Á vef Reuters
segir að rúmlega 500 hnífar
hafi fundist á um 27 þúsund
manns sem leitað var á.
Boris Johnson, borgarstjóri
Lundúna, hafði áður lofað að
bregðast við tíðum árásum og
lét það verða eitt sitt fyrsta
verk eftir að hann var kjörinn
borgarstjóri að láta skipu-
leggja aðgerðirnar.
Hinn sextán ára Ben Kinsella
er síðasta fórnarlamb slíkra
árása, en hann fannst myrtur
um helgina og er sautjándi
unglingurinn til að láta lífið í
borginni eftir árás á árinu. aí
Handtökur í Lundúnum
Brugðist við
hnífstungum
Danski stjórnmálamaðurinn
og lögfræðingurinn Mogens
Glistrup lést á þriðjudags-
kvöldið, 82 ára að aldri. Glist-
rup var stofnandi Framfara-
flokksins og var mjög
áberandi í dönsku þjóðlífi frá
1971 til 2005.
Glistrup stóð að stofnun
Framfaraflokksins sem var
þjóðernisflokkur, en Þjóð-
arflokkurinn er byggður á
grunni hans. Flokkurinn náðu
góðri kosningu 1979 og kom
Glistrup í kjölfarið með marg-
ar umdeildar yfirlýsingar um
innflytjendur. Glistrup hlaut
marga dóma vegna ummæla
sinna, þar á meðal 20 daga
fangelsisdóm árið 2005. mbl.is
Dönsk stjórnmál
Mogens Glist-
rup er látinn
Milli þrjú og fjög-
ur þúsund manns
hafa smitast af
salmonellu í
Danmörku síð-
ustu vikurnar.
Ekki hafa fleiri
smitast á svo
skömmum tíma í
landinu í rúm fimmtán ár.
Á vef Politiken segir að margir
séu svo alvarlega veikir að þeir
hafi neyðst til að leggjast inn á
sjúkrahús. Fjöldi hinna smituðu
eru börn og aldraðir sem eru sér-
staklega viðkvæm fyrir smiti. aí
Salmonella í
Danmörku
Forseti Mongólíu hefur lýst
yfir neyðarástandi og komið á
útgöngubanni í hluta höf-
uðborgarinnar Ulan Bator eft-
ir að fimm létust og um þrjú
hundruð særðust í mótmæla-
aðgerðum á þriðjudagskvöld.
Þúsundir manna komu saman
í miðborg Ulan Bator til að
mótmæla ríkisstjórninni sem
er sökuð um kosningasvindl í
þingkosningunum sem fóru
fram á sunnudaginn.
Fyrstu tölur bentu til þess að
stjórnarflokkurinn hafi tryggt
sér hreinan meirihluta á
mongólska þinginu.
Að sögn var kveikt í höf-
uðstöðvum stjórnarflokksins
og brotist inn í opinberar
byggingar í aðgerðunum. aí
Mótmæli í Mongólíu
Neyðarástand