Sunnudagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 2
LÁTTU EKKILÍFID BlDA
Eitt sinn leitaði til okkar
kaupsýsluniaður nokkur, sem
vegnaði vel í starfi sínu, en
hann var mjög eigingjarn og
átti ógerlegt með að taka til-
lit til samborgara sinna. Við
ráðlögðum honum að snúa sér
til sérstakrar sálíræðistofnun-
ar í New York og reyna að
fá bót þar. Við ætluðum
naumast að geta talið hann á
að prófa þetta, en loks braut
Iiann odd af oflæti sínu.
Fátæk kona frá sveitaþorpi
einu hafði komið til New York
til að hitta dóttur sína. Hún
hafði týnt miðanum, þar sem
heimilisfang dótturinnar var
skrifað á, og sat ráðvillt og
gráti næst úti í horni. Kaup-
sýslumaðurinn, sem áður get-
ur, var staddur þarna og kom
til hjáipar, og honum tókst að
hafa upp á heimilisfanginu í
símaskrá, og því næst ók hann
með konuna og farangur henn-
ar í leigubíl til ákvörðunar-
staðarins. Á leiðinni keypti
hann handa hcnni nokkrar
rósir.
Konan grét af einskærri
gleði við öxl hans, cr hann
fylgdi henni inn í húsið. Eftir
það flýtti hann sér til að
liringja til okkar og sagði:
„Almáttugur, læknir. Loks
hefur komið að því, að ég
finn, að ég er mannlcgur!”
Það átti fyrir manni þessum
að liggja, að verða stofnandi
að drengjafélagi i einu af fá-
tækrahverfum ‘New York og
vera félagi í ýmsum mannúð-
arféiögum.
Hvað er hamingja? Það er
árangur heilbrigðs lífs. Ham-
ingjusömu mennina cr ekki
Iielzt að finna á skemmtistöð-
unum, heldur við störf þeirra
og tómstundaiðju; einn gæti
verið að smíða bát, annar að
semja sönglag, sá þriðji að
hjálpa syni sinum við nám, og
sá fjórði að vinna í garðinum
sínum. Sá, sem er sannham-
ingjusamur, þarf ekki að Ieita
hamingjunnar, hann hefur
hana hjá sér sí og æ.
En til að ná í hamingjuna
þurfum við að leita hennar út
fyrir okkur sjálf. Ef þú lifir
einvörðungu fyrir sjálfan þig,
ertu í þeirri hættu, að þú verð-
ir dauðleiður á þínum eigin
hugðarefnum og sjónarmiðum.
Það skiptir litlu frá sálfræði
legu sjónarmiði, hvort þú bein-
ir huga þínum að því að bæta
útlit borgarinnar þinnar, út-
rýma eiturlyfjasölu ellegar
starfar í mannúðarfélögum.
AðaTatriðið er, að starfað sé
að málum, sem bætir hag sam-
borgaranna og komi manni í
snertingu við mannlega gleði
og hamingju. Enginn hefur
lært að lifa, fyrr en hann hef-
ur breytt eigingirni sinni í
þjónustu við meðbræður sína.
í hverjum manni er fólgið
visst magn af skapandi afii,
sem daglegt amstur nær ekki
tiL Þetta er það jákvæða í
manneskjunni, en cnginn get-
ur verið fyllilega sæll eða
sjálfum sér samkvæmur nema
hann veiti þessu afli útrás á
eðlilegan hátt. Skynsamur
maður leysu- þcnnan vanda
með því að leggja stund á
tómstundaiðkanir, livort sem
er utandyra cða innanhúss. —
Enginn, sem á sér gott tóm-
stundagaman, þarf að finna
íyrir leiðindum eða einmana-
kennd svo nokkru ncmi.
Láttu ekki lífið bíða eftir
þér! Athugaðu möguleika þína
— á stundinni. Keyptu þér
nýja raynd i hcrbergiö þitt.
Breyttu út af vananum í ýmsu
tilliti. Spurðu sjálfan þig: Þarf
þetta — eða hitt — endilega
að vera cinmitt svona? Of
mikii gætni og öryggi getur
leitt af sér skaðiegt tiibreyt-
ingarleysi og lífsleiða. Flestir
sérstaklega karlmennirnir,
eiga til að bera meiri
eða minni æfintýralöngun, og
þessa þrá cr sjaldan hægt
að kæfa alveg niðúr, ef
vel á að vera. Smáævintýri
eða tilbreyting cndrum og'
eins, jafnvel þótt mistök eigi
sér stundum stað, getur haft ó-
trúlcga hressandi áhrif og
víkkað sjóndeildarhringinn.
Algert öryggi í lífinu er ckki
til — og kannske ekki æskí-
legt. Mátuleg áhætta og ó-
vissa verkar örvandi á marga.
Tímans tönn vinnur miklu
fyrr á líkamanum en þvi, sem
tilheyrir andlegu hliðinni. —
Mörgum liður bezt á síðustu
áratugum ævinnar, því þá gcfst
tími og tækifæri til að vinna
úr lífsreynslu fyrri ára. Það
cr viturlegt að byrja snemma
að búa í haginn fyrir efri ár-
in, ekki fyrst og fremst í fjár-
haglegu tilliti, heldur miklu
fremur á andlega og félagslega
sviðinu. Roskinn maður, sem
stendur á sama andlega stiginu
og hann var um tvíiugt, er ekki
öfundsverður. Það er nauðsyn-
Iegt að vera sífellt að læra af
lifinu, ekkert skólanám getur
komið í staðinn fyrir skóla
llfsins.
Liflð hefur aldrei haft upp
á cins mikið að bjóða og nú.
Almcnn mcnntun hefur
vikkað sjóndeiidarhringinn,
lestrarkuniiáttan eia veitir
okkur aðgang að mikilli
fræðslu og skemmtan, sam-
bandi við umheiminn í formi
bóka og blaða. Og ýmis konar
félög og samvinnuhópar hjóða
einstaklingum að vera reeð í
jákvæðu starfi. Sá, sem veit,
hvað hann vill og er stefnu-
fastur, þarf yfirleitt ekki að
láta Iiamingjuna bcýgja hjá
gai-ði sinurtn
434 SUNWDAOSBLAÐ - ALÞÍÐUBþAPiP ,