Sunnudagsblaðið - 07.06.1964, Blaðsíða 15
a*lirnar er lagður herðaklútur,
Sotn oftast er ísaumaður. í Mora
sni þeir fomeskjulegir með uppi
sta&dandi, ísaumuðum kraga. Á
böfði bera þœr hettur eða húfur,
°n hórinu er haldið föstu með
ööndum, sem ekki eru látin sjást.
^okkar eru venjulega rauðir eða
hVltír. Spayiföt karlmanna við
^ttvfkurkirkiu sá ég að voru
wí4$§r Gfular stuttbuxur, og lafa
skúfar úr skálraunupi nið*
4 Ifggtoq utonfótar, stutt
tíeyja og blá yfirhöfn raeð rauð-
Vht bryddingum, sokkar bláir,
?vactur. hattur.
^ið norðvesturhorn Siljunnar
hinn frægi sögustaður Mora,
•^h.gdur nainningum frá Gústafi
, ‘fikssyni Vas§ og því herrans
ar* 1520, er sá atb.urður gerðist,
sem er einn hinn hryllilegasti í
sámb,úð nprrænna þjóða. Danir
öfðy þá töglin og hagldirnar í
víþjóð, og konungurinn Kristján
h bom til Stokkhólms, til þess
l.áta krýna sig til konungs.
’ossi danski konungur hafði
°kkað til sín sænska aðalínn með
agurmælum, en lét því næst loka
argarhliðunum og hálshöggva á
atórtorginu yfir 80 aðalsmenn, þá,
®°m hann óleit að mest táp væri
°g helzt mundu sýna sér mót-
Pfóa. Með þessu hugðist hann
íjóta á bak aftur allt óstýrilætl
°8 mótþróa Svíanna. Þá var það,
08 túmlega tvítugur maður af
aett sturanna, félaus, vinafár og
einmana, lagði leið sína til Dal-^
anna, en þar höfðu frelsishetjurn-
ar forðum, Engilbrekt og Stur-
arnir, fengið sína ágætustu lið-
veizlu. Þetta var Gústaf Vasa,
og í Mora stendur líkneski lians,
þar sem hann hvetur Dalakarl-
ana til þess að veita Dönum við-
nám. En það djarfræði fyrir
nokkra bændur að hefja styrjöld
gegn hinum volduga þjóðhöfð-
ingja með óreyndan mann að for-
ipgja gekk óviti næst. Gústaf
fékk enga áheyrn. Hann flýði þá
áleiðis til Noregs. En Kristján
II. hafði misreiknað sig. Þegar
fregnin um blóðbaðið í Stokkhólmi
náði Dölunum, sendu Dalamenn
þegar í stað færustu skíðamenn
sína á eftir Gústafi Vasa, og náðu
þeir honum skammt frá landa-
mærum Noregs. Fluttu þeir hon-
um kveðju Dalamanna og það
með, að þeir vildu hlíta forystu
hans. Síðan 1932 er skíðamót háð
í Dölunum á hverjum vetri til
minningar um þennan atburð, —
Vasahlaupið. Skíðamenn þreyta
kapp þessa vegalengd, sem er
90 km. Með tilstyrk Dalamanna
og síðan allra Svía endurheimti
þjóðin frelsi sitt, og Gústaf Vasa
settist á veldisstól Svía. Sagt er
að Gústaf hafi komizt í mörg
ævintýri, meðan hann fór huldu
höfði í Dölunum og Danir sátu
um líf hans. Presturinn í Mora
kvað hafa komið honum fyrir hjá
bónda einum í Utmeland, sunnan
við Mora. Þetta'var um miðjgn
desember, og bóndakonan var að
brugga jólaölið. Þá var það, að
lienni varð litið út um gluggann,
og sá liún, hvar Danir komu
flengríðandi. „Flýttu þér niður í
kjallara,” á hún að1 hafa sagt við
Gústaf. Hann gjörði sem hún
sagði, en hún lokaði hleranum og
setti kerið, sem hún var að
brugga í, yfir hlerann. Njósna-
mennirnir komu og leituðu, en
hugkvæmdist ekki að hreyfa kerið
og sáu því ekki kjallarahlerann.
Gústaf Vasa slapp því úr höndum
þeirra.
Anders Olson, ríkisþingmaður
í Mora, hefur sagt mér, að áður-
greindur prestur væri forfaðir
sinn í 9. lið og hafi hann inn-
heimt síðar fyrir Gústaf Vasa
þann skatt, sem nefndur var ,Álvs-
borgs lösen.” Frú sína kvað ríkis-
þingmaðurinn vera afkomanda
konunnar, sem bjargaði Gústafi
í kjallaranum.
Svíar hafa nú reist lítið, veg-
legt hús yfir þennan kjallara, og
eru ýmiss fræg listaverk þar inni
— og þar meðal annarra eitt,
sem sýnir þennan atburð. Þegar
ég var í Dölunum, kom ég niður
í þessa kjallaraholu, dimma og
óvistlega, þar sem tæplega var
hægt að standa uppréttur, og
kvað kjallarinn vera í engu
breyttur frá því á dögum Gústafs
Vasa, nema hv,að kjallaraopið
Frh. af bls. 448.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 447