24 stundir - 03.07.2008, Side 24

24 stundir - 03.07.2008, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 24stundir vissi þá ekki mjög margt um hann en svo lærði ég smám saman meira um þennan stórmerkilega mann,“ segir hann. Myndin hefur verið í vinnslu með hléum undanfarin tvö ár og hefur að geyma samtöl við vini og samferðafólk Sveinbjörns. „Hún fjallar ekki sérstaklega um hann sem allsherjargoða heldur miklu frekar um hann sem manneskju. Fólkið sem ég fékk til þess að tala um hann kemur úr ýmsum áttum og ég passaði mig að vera ekki að mata neinn af spurningum. Frekar vildi ég leyfa hverjum og einum að tala um kynni sín af Sveinbirni og hvað stæði upp úr.“ Á undan sinni samtíð Egill segir Sveinbjörn hafa verið mjög á undan sinni samtíð. „Hon- um var mjög umhugað um að leggja rækt við gamla íslenska siði og vernda náttúruna. Þegar hann var ásamt fleirum að stofna Ása- trúarfélagið á sínum tíma og talaði um mikilvægi þess að leggja rækt við alíslenska siði þótti mörgum hann vera hálfgerður sérvitringur. En í dag hefur orðið mikil vakning í náttúruverndarmálum auk þess sem meðlimum í Ásatrúarfélaginu hefur fjölgað til muna á undan- förnum árum.“ Ásatrúarfélagið er þó ekki bein- línis trúfélag í hefðbundnum skiln- ingi þess orðs að sögn Egils. „Í raun snýst þetta fyrst og fremst um að virkja þessa fornu siði og menn- ingu sem eru í nánum tengslum við náttúruna. Það er ekki verið að stunda átroðning eða predikanir. Síst af öllu hefði Sveinbjörn farið að taka upp á slíku. Hann var mjög fróður maður og reiðubúinn að spjalla við hvern sem hafði áhuga á því en var jafnframt mikill rólynd- ismaður með báða fætur á jörðinni og lét sér aldrei detta í hug að troða sínum boðskap upp á aðra.“ Ný mynd eftir Egil Örn Egilsson um Sveinbjörn Beinteinsson Sveinbjörn var á undan sinni samtíð Ný heimildarmynd um Sveinbjörn Beinteinsson verður frumsýnd í Lista- safni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi, í kvöld. Myndin er eftir Egil Örn Egilsson og kemur út á DVD-diski á morgun, 4. júlí, fæðing- ardegi Sveinbjörns. Egill Örn Egilsson „Sveinbjörn var stór- merkilegur maður.“ ➤ Meðal viðmælenda í mynd-inni eru Steindór Andersen, Hilmar Örn Hilmarsson og Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra. MYNDIN 24stundir/Ómar Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Heimildarmynd um Sveinbjörn Beinteinsson, kvæðamann og alls- herjargoða, verður sýnd í Hafnar- húsinu í kvöld klukkan 20. Myndin kemur svo út á DVD-diski á morg- un, 4. júlí, sem var afmælisdagur Sveinbjarnar sem fæddist árið 1924 og lést árið 1993. Heimildarmyndin er eftir Egil Örn Egilsson sem þekkti til Svein- bjarnar síðustu árin sem hann lifði. „Sveinbjörn var góður vinur fjöl- skyldunnar og var mikið í heim- sókn hjá foreldrum mínum. Ég var mjög ungur þegar hann féll frá og Tónlistarhátíðin Sumartónleikar í Skálholti hefst næstkomandi laugardag, þann 5. júlí og stendur til 9. ágúst. Á hátíðinni verða 27 tónleikar, sex fyrirlestrar og fjórar listasmiðjur. Listrænn stjórnandi í ár er Sig- urður Halldórsson og að þessu sinni verður barokktónlistinni gerð sérstök skil. Saga bassafiðlunnar verður rakin, hvernig hún þróaðist meðfram gömbufjölskyldunni og gat með henni á 16. og 17. öld hin misstóru og misstrengjamörgu af- kvæmi sem nefnd voru viola bast- arda. Þetta er í 34. sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún aldrei verið viðameiri. Fjölmargir erlendir gest- ir koma fram að vanda, bæði með sínar eigin efnisskrár og sem þátt- takendur í samleik og söng með ís- lenskum flytjendum. Meðal þeirra sem koma fram eru Voces Thules, sönghópurinn Hljómeyki, Kol- beinn Bjarnason, Njúton og Is- htum-kvartettinn frá Þýskalandi. Nánari upplýsingar um sögu há- tíðarinnar og dagskrá má sjá á vef- síðunni sumartonleikar.is. Sumartónleikar í Skálholti hefjast á laugardaginn 27 tónleikar á sex vikum LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is menning Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Fimmtudagur 3. júlí 2008  Ekki lengur óhætt að skilja guðshúsin eftir opin » Meira í Morgunblaðinu Kirkjurnar læstar Margir útlendingar eru að búast til heimferðar » Meira í Morgunblaðinu 30% kauplækkun Hún Sigga Friðriks í Eyjum hefur lifað tímana tvenna » Meira í Morgunblaðinu Tíræð og eldhress  Mikil stemmning og nú leikur veðrið við gestina » Meira í Morgunblaðinu Hróarskelduhátíð  Hann þolir næstum því allt og slær ekki feilpúst » Meira í Morgunblaðinu Sterkasti síminn

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.