Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 2
I Handrit ÞJÓÐARGERSEMAR Ís- Iendinga, handritin fomu, konia nú senn heim, eftir alda- Janga útivist í öðru landi, hjá þjóð, sem hvorki skilur né talar þá tungu, sem á þeim stendur. Vist þeirra í dönsku safni hlýtur alltaf að minna oss á döprustu og dimmustu aldirnar í sögu lands vors, tímabil erlendrar áþjánar og einokunar, þegar Ijós íslenzkr- ar þjóðmenningar fölskvaðist, sökum ömurlegra þrenginga og umkomuleysis. En hér eiga þau hcima og hvcrgi annars staðar. Nú hcfur skipt um hag ís- lands. Hér stendur nú sjálf- stætt menningarríki, sem er þess fullkomlega umkomið að varðveita þessar gersemar og ávaxta þær og hagnýta, sjálfu sér og öðrum þjóðum til gagns og blessunar. Ríkisstjórnin hefur þcgar skipað forstöðumann og nokkra starfsmenn væntanlegrar hand- ritastofnunar. Hefur sú skipun tckizt vcl, og drjúgum betur en útncfning í byggingarnefnd sömu stofnunar. Að forstöðumanni þurfti ekki lengi að Ieita. í það starf mátti heita sjálfsagður dr. Einar Ólafur Sveinsson pró- fessor. Einar Ólafur er há- menntaður og fjölmenntaður vísindamaður, og stcndur fremst íslenzkra bókmcnnta- fræðinga, þeirra, sem enn cru á starfsaldri. Siguröur Nor- dal og Einar eru norrænufræð- ihgar á heimsmælikvarða. Einari til aðstoðar hafa ver- ið settir ungir fræðimenn, að vísu órcyndari en hann, en efnilegir menn og vel færir til ábyrgðarmikils starfs. Auk þess má búast við, að fleiri fræðimenn, eldri og yngri, lcggi hönd á plóginn, cnda þótt ckki verði þeir allir fastráðnir og handritahús starfsmenn handritastofnunar. Þótt handritin séu enn ó- komin heim og handritahús ekki risið af grunni, fer því fjarri, að umræddir starfsmenn hafi legið í leti. Það varð ljóst af greinargerð, sem forstöðu- maðurinn birti nýlega á opin- berum vettvangi. Hafinn er undirbúningur að útgáfum margra fornrita, og er sumra þeirra að vænta áður en langt um líður. Alimikið hefur verið rætt um væntanlegt handritahús, og hefur sumum fundizt scm það væri hokkur ofrausn að reisa stórhýsi yfir þcssi handrit, sem ekki munu vera ýkja fyrirfcrð- armikil og hafa fram til þessa vcrið geymd í næsta þröngum húsakynnum þar úti í Dana- veldi. En nú hafa forráðamenn tekið þá glcðilcgu ákvöröun, að ætla hið stóra, fyrirhugaða iiús ekki cingöngu til geymslu handritanna, lcstrarsala og rannsóknarstofa í sambandi við þau. Hcldur mun fyrirætl- unin sú, að búa norrænudeild- inni hér sæmilegt húsrými. Sú háskóladeild flutti þá þangað mcð alla starfsemi sína. Þetta er vel og búmannlega hugsað. Vel fer á því, að scm mest af vísindastarfscmi í íslenzk- um fræðum, bæði rannsóknir og hin æðsta fræðsla, fari fram undir sama þaki. Auk þess er húsrými Há- skólans orðið mikils til of þröngt. Vcg nor rænudeildar- innar þyrftum vér að gera sem mestan og virðuleg- astan. — Háskóli íslands á að vera óumdeilanleg mið- stöð norrænna fræða í öil- um heimi, og íslenzkudeildin á að bera höfuð og herðar yfir alla slíka kennslustóla —• hvar sem er. Reisn hennar mætti gjarnan vera meiri en nú er. Vandfyllt eru skörð eftir menn eins og Sigurð Nordal, Einar Ólaf, Þorkel Jóhannesson og Jón Jóhannes- son, enda þótt mætir menn hafi tekið við Norrænudeild Háfekölans og Handritastofn- unin eiga að lyfta kyndli kon- ungshugsjónarinnar í íslcnzk- um menntaanda, svo hátt, að af lýsi um lönd og álfur. Megi hollvættir ljá þjóð vorri það lán, að sameiginlegt hús þess- ara tveggja stofnana megi verða verðugt heimkynni slíkr- ar starfsemi um aldur og ævi. •—0—— Ekki varð afhending liandrita voiTa mótspyrnulaus í Dan- mörku, því miður. Fyrir henni beittu sér margir danskir for- ystumenn, víðsýnir nútíma- menn í hugsunarhætti. En nokkrir Stór-Danir reyna að spyrna á móti og setja hend- ur og fætur í dyrastaíi, eins og sagt var um Gvend góða, en vonandi fer þeim líka svip- að og honum — að þeir verða dregnir þcun mun liarðar scm þeir spyrna meir á móti. Hclzti forsvarsmaður þcss- ara öfugugga cr Nielsen nokk- ur frá Bröndum, prófcssor að nafnbót. Telur hann íslenzk fornhandrit ekki eiga heima í íslenzkum höfuðstað, heldur í dönskum menningarbæ eins og Kaupinhafn (og miðar þá væntanlega við Nýhöfuina Og Istedgötu!). Nielsen þessi liefur verið talinn sómamaður á ýmsan hátt, cu ergist uú meö elli og B18 SUNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.