Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 3
gerist glámskyggn. Gamli Brandur setur mjög traust sitt á kerlingu nokkra, sem ég man aldrei, hvort heitir Bódíl eða Birgitta (nema hvorugt sé!), sem byrjaði á því í fyrra eða hitteðfyrra að verka gömul skinn. Fullyrðir Gamli-Brand- ur, að enginn kvenmaður á allri heimsbyggðinni kunni bctur að handtéra lasin memb- rana en seiðkvinna þessi. Bruggar hún lút nokkurn af mikilli konst og gelur yfir gáldraþulur. Er blanda þessi leyndarmál kellu og ann hún engum að njóta góðs af, og hælist Gamli-Brandur um yfir því. En sulli þessu fylgir sá kynngikraftur, að gamlir skinn handritaræflar verða sem spán. nýir skinnsokkar i augum þeirra Bröndunga. Bækling nokkurn hafa Brönd- ungar látið á þrykk út ganga, og múndi fáum þykja þrifnað- ur að því að geyma það frum- handrit í safni sínu. í kvcri þessu er margt staðlausra stafa ©g álygar á Landsbókasafn ís- lands, sem landsbókavörður hefur nú raunar rekið niður í þá aftur. Þelr halda því hart fram, að á íslandi séu öll skilyrði lak- ari til handritarannsókna og útgáfu cn í Kóngsgarði. Hefi ég rckizt á Iaglegt svar gegn þeirri viðbáru, í einu dagblað- anna hér — Þjóðviljanum — að mig minnir. Segir þar, að cf maður hafi ckki ráð á að bcra nægilcga mikinn áburð á garðinn sinn, hafi nágranni hans fullan rétt til þess að sölsa undir sig garðinn. Slikar séu röksemdir andstæðinga vorra í handritamálinu. Nei, auðvitað koma handrit- in, þrátt fyrir einhverja mót- spyrnu. Yfir þau vcrður reist veglcgt bús, þar sem færir menn starfa við góð skilyrðL Og vcl trúi ég Einari Ólafi til að magna upp sér við blið ein- bvcrn kvcumann, sem standi fyllilcga á sporði hinni dönsku seiðkvinnu í því að þvo og bæta membrana. íslenzku þjóðinni er það lífs- nauðsyn og sómi að búa sem bezt að þcim fræðum, sem cru sércign hennar, tungu og bók- menntum. Þess vegna býður hún, af öllu hjarta, liandrit sín velkomiii heini. — rjóh. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAD gjg

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.