Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 14

Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 14
afl sjálfsagt hafa gófl pfrrt rumrifl til þeirra, þegar er þessi frænd- semisráðahagur tókst; auBugir menn á báða bóga. Og hér stöndum við fyrir fram- an kommóðuna hennar maddömu Þórunnar. Þetta er hinn fríðasti gripur, og hefur vafalaust þótt kjörgripur á sinni tíð. Kommóðan er ómáluð, og má þvi glöggt sjá á myndinni, sem fylgir hér með, hvernig í viðnum ligg- ur. Koparhöldur fagrar eru á skúffunum. Frú Þórunn fluttist að Heynesi eftir lát manns síns. Þar var upp- boð haldið á eignum hennar og munum eftir dauða hennar 1876. Var kommóðan einn þeirra muna, er þar voru seldir. Menn furðar á því, hversu vel þessi hirzla er varðveitt. Það er varla liægt að segja, að neitt sjái á henni, og eru þá liðin hart nær 80 ár, síðan hún fór úr eigu próí- astsekkjunnar. Ef til viJl er það því að þakka, að kommóðan var lengi í eigu sömu ættar í Borgar- firði. ★ Bænarskrá vegna túngarða- bleðslu. Ýmislegt má finna I þessu safni fleira en safnmuni. Hér eru ýms- ar mipnisgreinar á blöðum, sem lúta á einhvern hátt að sögu og menningu kaupstaðarins og nær- liggjandi sveita, bæði fyrr og síð- ar. Hér getur t. d. að líta afrit, sem séra Jón hefur gert af allskringi- legu plaggi frá því fyrir aldamót- in 1800. Oss nútímamönnum kann að þykja það dálitið spaugilegt, en það er öldungis víst, að þeim sem undir það rituðu, hefur hreint ekki verið hlátur í hug. Greinilegt er, að stjórnarvöld- in hafa lagt svo fyrir, að bændur skyldu-girða um tún sín„ vafalaust í góðu skyni, til að efla búnað ís- lendinga. Einhver viðurlög hafa verið lögð við, ef menn vanræktu að hlýðnast boði þessu. En framfarir höfðu ekki greiðan aðgang að hugum alþýðu manna á íslandi. Alliir fjöldinn þrjózk- aðist gegn flestum nýjungum — skildi ekki tilgang þeirr^. Þetta var ekki óeðlilegt. Kúgun »g hörmungar margra álda höfðu dregið kjark úr þjóðinni og skap. að þröngsýni og sljólcika. Bændurnir á Strþndinni hafa staðið sig heldur en ekki slælega við hleðslu hinna „uppáboðnu tún- garða,” hafa trúlega ekki skilið til- ganginn, og eins má vera, að þeir segi satt um vanmátt sinn til slíkra framkvæmda, eins og þeir leiða rök að í bænarskránni. En nú eru þeir hvínandi hræddir við afleiðingarnar, og er sá ótti á- stæðan fyrir því að þeir senda frá sér þetta „allerunderdanigste” plagg. En greinilegt er, að þeir hafa farið í smiðju til einhvers „lærðs” manns um samnihgu þess. Það sýnir hið þaulflókna og dan- ósa orðalag og kansellístíll. — Ef bændurnir á Hvalfjarðarströnd- inni hefðu samið þetta skjal á hversdagsmáli sínu, er vafalaust, að það hefði verið stórum stíl- fegurra og óíslenzkulegra en þessi ósköp. Eg hefi ekki hirt tim að leita heimilda um forsögu eða eftirmál þessa skjals, en læt það tala sínu máli: Við, innbúendur Strandar- hrepps, dirfumst í tmdirgefni að innflýja hans háeðla velborinbeit med vort allerunderdanigst skrif, angaaende hans Majestatis allra- náðugst uppáboðna túngarða, hvar við sérhvör eirn af oss hefur að játa og meðkenna sinn ófull- komleika, aungvan veginn af for- agti, heldur af aðskiljanlegum margföldum hindrunum, heilsu- bresti, einstæðingsskap, lífsnær- ingarútvegun, margháttuðu nauð- synjaannríki, sem torveldur því, að menn fái ei framkvæmt það, sem uppáboðið er, og líka það, sem dagleg nauðþurft útkrefur .. Því verður ekki neitað, að svo langur tími sem liðinn er, síðan það túngarðar skyldu gjörðir vera, þyngra straff og álögur sýn- ist það eftir sig leiða. ., Því tók- um vér sameiginlega það ráð sam- eiginlega að innflýja hans háeðla velbaarenheit með þessar vorar afbatanir og í auðmýkt umbiðj- andi, að þær mættu fyrir hans Majestatis allranáðugasta hátrón koma, og við allir sámeiginléga, 5vo sem haos Majestatis Mand- ats yfirtroðslumenn, biðjum f auð mýkt um vægð og uppgjöf á for- 830 SUNNUDAGSBI.AO m ALPÝBUULAÖX8 Þuríður sundafyllir Svo segir í Landnámu: „Þuríður sundafyllir og Völu-Steinn, sonur hennar, fór af Hálogalandi til ís" lands og nam Bolungarvík og bjuggu í Vatnsnesi“. Nú er landnámsbær Þuríðar ekki lengur til sem byggt. ból, en munnmæli segja, að hann hafi verið við nyrðri enda Syðradals- vatns. þar sem enn er í Vatnsnesi kallað. Yzt ó Óslilíð heitir Ós- hyrna. Austan i henni, efst í skrið- unum, er geysihár standklettur frá laus aðalberginu og aðeins neðat. Heitir kletturinn Þuríður, og telja munnmælin það Imríði sundafylln er þar hafi breytzt í stein. Enn fremur herma þau, að við belti Þuríðar hangi lyklar hennar, og sé einhver svo vel að sér ger, að hann fái klifið dranginn og náð lyklunum, myni þeir ganga að dýr- gripakistu vijlvunnar, er fólgin á að vera í rústum landnámsbæjar- ins í Vatnanesi. Hvorki er kunn- ugt, að neinn hafi til þess hætt að klífa eftir lyklunum, né nokkr- um hafi tekizt það. Mun því gull landnámskonunn- ar og gripir enn liggja óhreyft í rústunum. Á seinni árum hefur nokkuð hrunið úr dranginum, svo að Þuríður er nú lægri en áður. þéntu straffi og hans Majestet í náð að álita vort aumkunarlegt á- stand. .. En vér, svo framt mögu- legt, lofum að sýna hlýðni og þa® sama eftir megni í verki ásann- ast láta. Við forblifum í undirgefni hans háeðla velborinheita auðmjúkir þénarar. Sauríjæ, 5. ágúst 1792. Undirskrift átjén bænda í Hvalfjarðarstrandar- hreþpl.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.