Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 9
Hún sagðist ætla a5 eignast dreng... meö Ijósgræna húð __ AliÞÝSUBLAMÐ - SUlBÍUWaSBfcAJP J£5 hún las honum 1JÓ8 «g spilaBi fyr >r hann hljómlist, sem var engu lík, sem; ég lief heyrt áður, og þó öllu lík,* Hann hefur lesið mér ljóðin og spilað fyrir mig hljómlistina og ég þekki tregann, sem felst í Ijóð unum og hljómlistinni og veit að það er hans tregi. Og minn. Fyrst var það vegna einmana- leikans, sem hann tók hana, en svo fóru þau að búa saman. Hon- um fannst ekki lengur ljótt að sjá hvíta húð og græna hvíla hlið við hlið. Hann fór að elska hana. Ég hef alltaf hlustað þegjandi á hann, þegar hann talar um hana, því ég veit, að hann þarf að tala um hana. Annars vcrður hún alltaf í huga hans. Hann elskaði hana innilega og heitt eins og ég elska hann. Því skil ég hann og þjáningu lians. En hann gat ekki sótt hana. Þeir sendu hann lieim, áður en hún átti barnið. Tími hans var liðinn og hann fær aldrei að fara þangað aftur. Þcir vilja ekki kyn blendinga. Hann hefur gcngið af skrifstofu á skrifstofu, frá ráðamanni til ráðamanns, og hann fær cngin svör. Þeir liafa engar skýrslur um þá innfæddu. Hann þjáist af því, að hann lof aði hcnni að sækja liana. Hann lofaði henni að koma aftur, áður en barnið fæddist. Hann sór það bæöi við okkar guð og hcnnar. Hann segir mér, að hún hafi bara litið á sig og sagt ógn ró- lega: — Eí þú keinur ekki, þá dey ég. Ekkcrt annaö. En liann má ckki fara aftur. Ég má það, cn ckki hanu. Og bréfin hans komu aftur öll i cinu og það var stimplað yfir nafnið hennar: UÁIN. Hann veit ekkert um örlög lienn ar, livers vegna liún dó eða hvað varð um barnið þcirra. Hún sagöisl ætla að eignast dreng, sem yrði honum líkur, með ljósgræna húð. Hvorki dökkgræna né hvíta heldur sambland tveggja heima — þeirra beggja. Ég ætla að segja honum að ég skuli fara til Jarðarinnar og sækja barnið þeirra og færa hon uro það. . Ég ætla að lofa honum því, að barnið hans skuli ekki veröa nefnt kynblendingur þar, eilt og móðurlaust. Ég verð móðir þess, og. haun faðir þess, og það veröur Marsbúi eins og við. Og ég vcit, að þá brosir liann við mér og kyssir mig, og þá gct ég afborið að vera aðeins sú næst bezta, — næst á eftir konunni á Jörðinni.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.