Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 21

Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 21
Ég verð alSt- af með þér — ÞETTA tekur langan tíma/’ sagði dvergurinn við Mort. — Já, svaraði Mort, sex hundr- u? og sextíu og sex pund. — Það er satt,” samslnnti dvergurinn. — Það er erfitt að hugsa sér, að það verði lítið af feita manninum .. eftir. —■ Jamm, sagði Mort, — þú getur ekki kosið á allt. Hann hafði líka eitthvað svipað að orðtaki. Litli maðurinn kinkaði kolli, hann mundi þetta. Hann leit aft- Ur á grátandi marmaraengilinn og velti fyrir sér, hvað lengi þeir Þyrftu að bíða. —■ Þetta verður strembið fyrir Þ'S, nú, þegar hann er farinn,” sagði Mort með samúð. „Þið vor- uð svo góðir vinir, og nú leikur Þd ekki með honum lengur. Héfurðu nokkuð hugsað um framtíðina? Dvergurinn lirissti höfuðið ön- Ugur. — Eg skal segja þér eitt, hélt Mort áfram. — Mér hefur dottið gott ráð í liug. Við gætum leik- ið saman. Eg get tekið þig með í pappírsbrúðuna og þú gætir — við gætum ef til vill unnið sam- an. — Eg veit ekki, svaraði dverg- urinn áhugalaus. — Eg held mig skorti getu til þess. Eg er ekki á því sviði. Þú ert ofurhuginn, sem býður hættunum byrginn.Við getum ekki átt samleið. — Jú, vafalaust á það eftir að verða erfítt, samsinnti Mort. — Hvað voruð þið búnir að vera lengi 6aman? — í fimmtán Sr, svaraði JitH maðurinn dapurlega. Já, þeir höfðu starfað saman langan tíma, ferðazt saman víðs vegar um landið með hverjum sirkusnum eftir annan, og hvar sem þeir voru staddir, hafði hann tekið tillit til óska feita manns- ins. — Það var eins og feiti maður- inn væri ævinlega að reyna aS brjótast úr einhverjum fjötntm. Fölin lians voru aldrei mátuleg af því að klæðskerarnir í hinum ýmsu borgum fóru ekki eftir þcim málum, sem dvergurinn gaf þcim. Þeir hristu höfuðið van- trúaðir, þegar hann gaf þeim skýringu: „En vinur minn er mjög stór maður,” og þeir saumuðu föt- in alltaf of þröng. — Hvernig fer þetta á mér, vinur? spurði feiti maðurinn oft sinni háu og mjóu röddu, og dvergurinn horfði á hnappana og vissi, að hann mundi þurfa að sauma þá fljótlega á aftur, en hann svaraði jafnan: — Þetta fer þér ágætlega. Feiti maðurinn gat aldrei fund- ið neitt eða tekið það upp, sem hann missti á gólfið. Og dverg- urinn varð að sjá um, að feiti maðurinn gleymdi sér ekki og settist í sæti annarra eða fengi áhyggjur af einhverju. Hann létt- ist ævinlega, ef eitthvað íþyngdi honum, eins og hafði komið fyrir í Kansas City. Það hafði verið mjög slæmt f Kansas City, þegar feiti maður- inn tók að léttast. Dvergurinn hafði fyllzt örvæntingu og reynt að grípa til einhverra ráða, en skjólstæðingur hans léttist smátt og smátt. Loks varð eigandi sirk- ussins mjög gramur. — Heyrðu mig, æpti hann að Smásaga eftir lennifer Stevens ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ g37

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.