Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 12
Ragnar Jóhannesson cand. mag:: Spilaborð síra Hannesar Stephensen. - Kommóða frú Þórunnar Stephensen. - Bænarskrá af Hvalfjarðar- strönd. ★ Spilaborð' síra Hannesar Stephensen. UM MITT SUMAR 1851 var mikið um að vera í Reykjavík. Mikil spenna lá í loftinu, það var eins og þessi litli kaupstaður stæði á öndinni. Uppi í Latínuskóla stendur yfir mannfundur, sem beztu menn ís- lendinga gerðu, sér miklar vonir um að valda mundi straumhvörf- um í frelsisbaráttu þeirra. úað vár Þjóðfundurinn svonefndi 1851. Þar kveður mest að þremur mönnum. Mest sópar að hvíthærð- um manni, glæsilegum útlits, frán- eygum — sá maður virðist hafa flest það til að bera, sem for- ingja má prýða, enda víkja menu til hans um alla forystu. Annar er grannur, hvass á brún, einarðlegur, hann stingur við í gangi, er haltur. Þriðji er feitlaginn mjög, en þó hinn fyrirmannlegasti og er einn málsnjallasti maður þessa þings. Allir standa þessir vasklegu og baráttuglöðu menn fast saman 828 SUNNUDAGSBLAÖ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ um málstað íslands, gegn harðri, og að lokum 'ósvífinni andstöðu danska valdsins, undir stjórn stift- amtmannsins, Trampe grcifa. En það cru ckki aðeins atburðir fundarins, sem valda æsingi í bænum þessa daga. Á höfninni liggur danskt herskip, og um ryk- ugar moldargötur þramma dansk- ir soldátar, gráir fyrir járnum og byssum búnir. Þeir halda uppi heræfingum, og ibúum þcssa norðurhjaraþorps finnst þeir licld- ur en ekki ófriðlegir. Og þctta cru svo danskir licrmenn sem cru sendir til aö sýna íslendingum í tvo heimana. Um miðja sextándu öld scndi vor arfakóngur hingað herskip til að lægja rostann í Jóni biskupi Arasyni og sonum hans. En sá leiðangur greip í tómt: Kristján skrifari hafði látið taka þá feðga af, og Norðlendingar ÖNNUR GREIN drepið Kristján í hefndarskyni. Og hérna suður í Kópavogi hafði danskur herflokkur uin- kringt íslenzka fulltrúa, 1662, og Henrik Bjelke hafði bent þeim á liermennina og spurt með þjósti: „Sjáið þið þá þessa?” Nei, það gat ekki vitað á gott, að sjá dönsku soldátana hér i Reykjavík nú — 1851. Og sögur gengu um það, að dönsku hermennirnir hefðu fyrh'- mæli um það, að ef til átaka kænii hér um þjóðfundinn — cða jafn- vel uppreisnar, þá skyldu þi'ír menn skotnir fyrstir: „Den hvide, den halte og den tykke,” — sa hvíti, sá halti og sá feiti. Það eru mennirnir, sem við sáum áðan a l'undinum uppi í Latínuskólanuin: Jón Sigurðsson forseti, Jón Guð- mundsson ritstjóri og síra Hannes Stephcnsen, prófastur á Ytra- Hólmi. Síra Hannes var einn mestur þjóðskörungur um sina daga, og tvímælalaust með mcrkustu mönn- um, sem búið hafa í Borgarfh'ði sunuan heiðar, íyrr og síðar.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.