Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 17

Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 17
ÞaS er horft á þig úr skugganum. sem sé til, að þau voru ávörpuð manni og konu, sem sátu við sama borð og þau í salnum, og Þau skáluðu hvert öðru til. En vegna þess arna stóðu þau hjón miklu lengur við í veitinga- húsinu en þau höfðu ætlað sér. var því orðið talsvert fram- °rðið, þegar þau komu aftur til ieiguherbergja sinna. Þau sáu íi.iótlega á ýmsum ummerkjum, að gerð hafði verið rækileg hús- rannsókn hjá þeim. IJeyndar hafði verið gengið eins vel um og hægt Var» svo engin verksummerki sæj- Us<;» en þau hjónin höfðu gert ráð fyrir slíkri heimsókn og því sett nákvæmlega á sig stöðu ýmissa hluta í herbergjunum og sáu því undir eins, ef hreyft var hið minnsta við þessum hlutum. Þau brostu kankvíslega hvort til ann- ars. .. Nokkrum kvöldum síðar, þegar karl-leynilögreglumaðurinn var að borga bjórinn sinn að venju, vatt ræfilslega klæddur maður sér að honum og hvíslaði: — Tom hefur vinnu handa þér. Hinn lét sér ekki bregða, og hvíslið hélt áfram:.—- Vertu í .. götu, rétt hérna fyrir utan klukk- an hálffjögur á morgun, alveg á slaginu. . Meira var það ekki. Komumað- ur renndi sér burt án þess að bíða eftir svári. Lögreglumaðurinn mætti daginn eftir á tilskildum stað og tíma. Um leið og hann kom á staðinh ók bifreiö fyrir hornið, hægði á sér en stanzaði ekki. Bílstjórinn, en fleiri voru ekki í bílnum,. — opnaði dyrnar, snéri sér frá stýr- inu og benti lögreglumanninum að koma. Hann lét ekki segja sér það tvisvar, settist undtr stýrið að beiðni hins, og ók burt og tók við leiðbeiningum, þegar átti að beygja til hægri cða vinstri. Eftir nokkrar mínútur voru þeir komnir í hverfi, þar sem göturnar voru bæði þröngar og stuttar. — Hægðu á þér, sagði leiðbeinand- inn, og um leið sá lögreglumað- urinn sendiferðabíl koma af hliðar svæði einu. Hvorugur bíllinn nam staðar, en nú kon.u í Ijós þrír menn, sem þegar í stað skutust inn í fólks- bílinn, en upphaflegi bílstjórinn í þeim bíl fór inn í sendiferða- bílinn og settist þar undir stýri. Nú var kominn nýr leiðbeinandi við hlið lögreglumannsins, og nú var ekiö fjölda stræta. Loks var honum sagt að stanza, og leiðhoin- andinn setti mikið af pcningaseðl- um í hönd hans og benti honum að fara út, en sjálfur ók hann bílnum áfram. Lögreglumaðurinn varð ekkerí undrandi, þegar hann sá í kvöld- blaðinu, að þennan dag hefði ver- ið gerð enn ein árás á gjaldkera með útborgunarlaun, og í þetta sinn hefði verið rænt yfir þrjú þúsund sterlingspundum. Þannig hafði þetta verið fram- kvæmt. Lögreglumaðurinn tók síð- ar þátt í einu eða tveimur minni- háttar aðgerðum. Eftir hæfilegan tíma tókst honum að fá Tom til að gefa stúlkunni sinni tækifæri til að njósna fyrir þá. . >:■ Þau vöruðust að gefa Scotland Yard nokkrar upplýsingar fyrst í stað, til að vekja ekki grunsemd- ir, ef illa færi. Þess vegná biðu þau, þar til þau voru orðin viss um, að glæpamennirnir treystu þeím í einu og öllu. Ensvo var það kvöld eitt, að „Númer 62” skauzt inn í símaklefa og .sendi Scotland Yard orðsendingu. , . ,( i . . ». . , *1 »f *. • .<•- .* Ci' SUNNUDAGSBLAÐ 333 - ■ ■ -. . I/H't V v. 'ÁLÞÝÐUBLÁÐÍÐ' • •• . • -

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.