Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 11

Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 11
Betur sjónskynjunin breytzt til mikilla muna. Þegar augun eru op in, sýnast allir litir skærari, hlut irnir sýnast j afnvel glóa og að- greinast betur hver frá öðrum. Undir þessum kringumstæðum finnst mörgum veröldin miklu íallegri og lífið ljúfara en áður. Áhrifin á sjónskynjunina eru enn TOeiri, þcgar augunum cr lokað. Þá ber fyrir „augu“ margbreytilegar sjónmyndir, sem koma og fara: ab strakt form, dramatísk atvik, í- TOyndað fólk og dýr, stundum frá fjarlægum löndum og löngu liðn nm tímum. En þessar sýnir cru ckki ævin- lega skemmtilegar. Aldous Hux- ley nefndi bók sína um mescalin „Himnaríki og helvíti" til að gefa hugmynd um áhrif lyfsins. Sýnirn ■ar geta verið svo óhugnanlegar og áhrifin svo nöturleg, að hryll- ingurinn hverfi ekki fyrr en löngu eftir að áhrif lyfsins eru þorrin. Oft koma einnig fram ofskyni- anir á heyranlega sviðinu: löng samtöl milli ímyndaðs fólks, hljóð færasláttur mannmargra hljóm- sveita, lög sem hafa ekki heyrzt fyrr, raddir tala framandi tungu- TOál. Einnig hefur verið fært á skýrslur ofskynjanir um ilm og hragð og fleiri líkamlegar tilkenn ingar. Oftlega trufla ofskynjanir þessar hver aðra: hljóðfæraleikur framkaliar liti, ,,köld“ mannsrödd kemur neytandanum til að skjálfa °g þar fram eftir götunum. Þá breytist og tímaskynið. Tíminn virðist líða ýmist hægt eða hratt. Oft er talað um tilfinningu um „tímaieysi": neytandanum finnst hann vera utan við tíma og rúm. Áhrif ofskynjanalyfja á kynlífið hefur ekki verið eins vel rannsak að eða fært á skýrslur. Sumir hafa haldið fram, að lyfin verk- uðu slævandi á kynhvötina. En ekki er víst, að þetta sé rétt, held ur sé skýringarinnar að leita í því, að lyfið truflar alian venjuleg an hugsanagang og venjulegar þarfir. Eins á sór stað um alkóhol, þá fará áhrifin að raiklu leyti eftir því, hversu mikils magns er neyt* og undir hvaða kringumstæðum, og í þriðja lagi eru áhrifin ein- staklingsbundin. Úr þessu koma ofsjónalyfin. Psilocypin úr sveppinum efst til hægri, og þeim stóra til vinstri. í miðjunni er rúgur og rúgax, sýkt af þeim sveppi, er LSD er unnið úr, og neðst er kaktustegundin sem gefur af sér mescalín. ALÞÝÐUBLAÐIÐ «= SUNNODAGSBLAB §27

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.