Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 8

Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 8
Smásaga effir Ingibjörgu Jónsdótfur ÉG hitti hann fyrst, þegar ég fór í tímakennslu, og ég hef elsk að hann frá þeim degi. Ég vissi alltaf, að hann hlyti að endur- gjalda ást mina. Ég vissi, frá því að ég man eft- ir mér, að hann var sá, sem ég vildi cignast, maðurinn minn. Hann vissi líka, hvað hann vildi frá því að hann var eilítill sveinstauli. Litabækurnar hans voru með geimförum í, hann teiknaði geim för, hann las aðeins bækur um geimferðir. Hans draumsýn var framtíðin, sjaldan nútíðin og aldrei fortíð- in. Hann hefur breytzt mikið. Ég á ekki aðeins við, hve grannur hann er og fölur. Ég á við minn ingarnar, sem ofsækja hann og halda fyrir honum vöku um næt- ur. Það gerir mér ekkert til. Ég var orðin vön því að vera númer tvö. Fyrst 'hélt ég, að það yrði geim urinn, sem tæki hann frá mér. En geimurinn er kaldur og líf- laus. Eftir að fyrstu ævintýralöng uninni er svalað, elskar enginn geiminn. Þegar við vorum börn elti ég hann og tilbað hann. Þegar við urðum stór var ég sú, sem hann talaði við og dansaði við. Allir litu á okkur sem elskendur. Samt fann ég alltaf, að ég var númer tvö. Það er erfitt að vera ekki allt í lífi mannsins, sem mað ur elskar. En hann var eins og hann var, og ég elskaði hann þann ig. Ást mín hafði þroskazt með mér, og nú var hún sterk og vold ug. Ég gat afborið að vera aðeins það næstbezta. Enda er hann korninn aftur til mín og geimurinn á hann ekki lengur. Nú tekur enginn hann frá mér. Aldrei. Við opinberuðum trúlofun okk ar daginn áður en hann fór. Vin- ir okkar héldu okkur kveðjuhóf og allir óskuðu okkur til ham- ingju. Við ætluðum að gifta okkur, þegar hann kæmi heim. Ég vildi giftast honum strax, en hann vildi það ekki. Hann réði því sem öðru. Hann sagði, að ég væri betur sett ógift, ef hann félli frá. Ég væri of ung til að verða ekkja. Ef til vill skildi hann ekki þá, hve heitt ég elskaði hann. Hann hélt, að þær hlýju tilfinningar, sem hann bar til mín, væru ást. Við — eða réttara sagt ég — vorum búin að ræða um lífið, eftir að hann kæmi heim. Um heia^ilið, sem við ætluðum að byggja upp saman, um börnin, sem við myndum eigr(ast|. Við ætluðum að eignast mörg börn. Eftir innrásina. Ég sagði honum, að ég elskaði hann, og hann sagði mér, að hann elskaði mig, og börnin okkar kæmu í heiminn, þegar hann birt ist sem sigurvegari. Eftir innrásina. Þegar við hefðum sigrað. En eftir innrásina kynntist hann henni, og hún tók liann frá mér. Ég hataði hanai fyrst, þegar hann skrifaði mér um hana. Ég hata hana ekki lengur. Ég veit, að hún var kona og elskaði hann, eins og ég elska hann. Hún tekur hann ekki frá mér lcngur. Ég hef ekkert að óttast Hún or dáin. Áður en hann fór, leit hann á þau eins og óæðri verur, nokkurs konar dýr. Svo sá hann, að þau voru alveg eins og við, bara öðru vísi á litinn. Hann sagði mér, að þau hlægju og lifðu alveg eins og við, væru jafn gáfuð og góð og við. Hann hló með þeim og talaði og söng og drakk og skemmti sér, og þau voru vinir hans. Hann var ekki eingöngu sigur- vegarinn og þau hinir herteknu. Ferðin var löng og þeir höfðu verið í herbúðum áður en þeir fóru. Þeir þörfnuðust félagsskap- ar og vináttu kvenna. Hann segir mér, að hún hafi minnt hann á mig, fyrst þegar hann sá hana. Ég hef aldrei þorað að spyrja hann, hvort hún hafi verið fegurri en ég. Svo átti hún von á barni hans, og hann giftist henni. Við viður- kennum ekki þá hjónavígslu hér heima. En hann telur hana kónuna sína, og hann stendur oft við gluggann á heiðskírum kvöldum og starir á stjörnuna hennar á himninum. Ég hélt, að þeir stæðu okkur ekki jafnfætist að neinu leyti. En TVEIR HEIMAR 24 SUNNUDAGSBLAÖ - ALÞÝÐUBLAÐIQ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.