Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 18

Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 18
Maðurinn með demantsaugaff. Kvöld eitt snæddi stúlka ein úr „Draugadeildinni” kvöldverð í næturklúbb í West End með snotr- um og elsku-legum -manni. Stúlk- an vissi, að hann var einhver sjyngasti afbrotamaður borgarinn- ar; og því vildi hún kynnast hon- um bétur, og þóttist vera frá Ástralíu, hefði erft stóra fjárfúlgu, er hún væri nú að skemmta sér fyrir áður en hún færi heim aft- ur til að giftast. Með þessari bcilu hafði hún blekkt hann til fylgilags við sig — og jafnframt veitt upp úr hon- um ýmsar mikilsverðar upplýs- ingar, án þcss hann gcrði sér þess grein. Þetta kvöld hafði talið að nokkru leyti snúizt um dýra steina, og stúlkán hafði, til að halda sam- talinu gangandi, sagt honum skrök sögu um erfiðleika, sem kunn- ingjastúlka hcnnar ein hefði lent í, við að losna við að borga tolla af skartgripum sínum. Maðurinn gaut til hennar horn- auga og sagði brosandi: — Eg geri ráð fyrir, að stúlkan hafi gefið upp allt sem hún átti í fórum sínum, og þá var ekki annað að gera fyrir tollheimtu- mennina en segja, hvað mikinn toll átti að borga. Stúlkan kinkaði kolli. Jú, þann- ig mun það hafa verið. Það cr víst ekki um annað að ræða fyrir heiðvirt fólk. ; — Það eru ýmsar Ieiðir til, sagði maðurinn, þótt almenningur sé sárasaklaus af þvi að vita um þær. Það er til dæmis mikið um demantasmygl, þótt dult fari auðvitað. — Eg trúi hreinlcga ekki, að mikið sé um þess háttar smygl, sagði stúlkan einbeittlcga. Eg lief reyndar heyrt eitthvað um þaö talað, en ég held, að flest af því séu ýkjur. Eg trúi ekki, að toll- verðirnir láti lcika svo mjög á sig. — Þeir halda kannski sjálfir, að þeir standi með pálmann í hönd- unum, sagði maðurinn. En það skeður sitthvað fyrir frarnan nef- ið á þeim, sem þeir gætu ekki látið sér til hugar koma, að ætti scr stað. — Eins og hvað? spui'ói stúlkau sakleysislega. Hún vissi reyndar, að breliur þessa manns áttu ekkert skyit y:ö smygl, og hún gerði ckki ráð fyr- ir, að hann væri mikið kunnugur þeirri grein, en hún vildi ræða um þetta mál við hann eins og hvað annað. — Jú, svaraði hann, — um dag- inn heyrði ég talað um mann einn, sem hefur smyglað demönt- um undanfarin tvö til þrjú ár með góðum ábata. Hann liefur sínar eigin aðferðir og sver, að þetta sé mjög einfalt verk. Svo einfalt, að tollverðirnir mundu dauðskammast sín niður í tær, ef þcir vissu hvernig þeir eru blckkt- ir í hvert skipti scm hann kemur frá mcginlandinu. — Hvað gerir hann þá — felur hann steinana í töskunni sinni eða sjálfblekungnum? Maðurinn hristi höfuðið og hló. Ekkcrt þcss háttar. En í hvert sinn, sem hann kcmur til Englands frá mcginlandinu, kemur hann hingað mcð fallegan gimstein. — Sannkallaður gimsteina- smyglari, má víst segja, hálfhló stúlkan. — Þannig manni hefði ég gaman af að kynnast. Það væri sjáifsagt mjög gaman að tala við hann — og svo ætti hann kannske eitthvað til að gefa manni. En maðurinn hristi höfuðið. — Ifann er ckki maður fyrir þig, hann er ckki maður, scm gengur í augun á kvenfólkinu. Enda ckki von — hann er cineygður. Eftir þetta féll samtalið í aðra farvegi, en eftir að stúlkan kom heim til ibúðar sinnar aftur, ior hún aö hugleiða það, scm borið liafði á góma um gimsteinasmygl. Eineygður gimsteinasmyglari. .. Verið gat, að tollverðirnir liefðu gaman af að hcyra hann ncfnd- an. .. Það var aldrci að vita. Þcss vcgna lét hún þessar upp- lýsingar ganga lcngra, — til leyni þjónustu tollvörzlunnar, sem farin var að liafa áhyggjur af einhverj- um snjöllum smyglara, sem lék lausum hala, án þess nokkur leið væri að hafa hendur í hári hans. En undir eins og einn þessara leyniþjónustumanna heyrði frá- sögn stúlkunnar gall hann við: — Nú, auðvitað! Þarna höfum við manuinu, scm við svo leugi höfum leitað að! Hvílíkir bjálfar höfuni við ekki verið! Sjáið þið ekki, maðurinn er með glerauga! Þetta reyndist rétt. Vitað var, að maður þessi ferðaðist mikið milli Englands og meginlandsins, og allir vissu, að hann var mcð glerauga. En enginn hafði nokkru sinni sett hann í samband við smygl. Þegar maður þessi kom næst ur ferð frá meginlandinu, bað einn tollvörðurinn hann kurteislega að tala við sig einslega í sérherbergi og svara nokkrum spurningum fyrir siðasakir. Smylgarinn brosti, fullur sjálfs" trausts. Þetta hafði oft gerzt áð- ur, en enginn fundið neitt athuga vert við hann. Það var ekki nema sjálfsagt, að hann talaði einslega við tollvörðinn. Hann fór inn í lierbergið, og dyrnar luktust að baki hans. En þar voru tveir tollverðir fyrir til viðbótar þessum eina. Hann undr- aðist þetta tilstand, án þess að vera beint smeykur. En í þetta sinn var farangW hans ekki rannsakaður eins og svo oft áður, og ekki heldur föt hans. En hann var kurteislega beðinn að taka gleraugað úr augnatóftinni- Sá eineygði lét sér ekki bregða- En hann neitaði að vcrða við þessari ósk, taldi það móðgun við sig og frekju, og krafðist þess, að þeir tcfðu sig ckki frá að ná lcS^' inni til London. En lögreglumennirnir l®tu hann greinilega skilja, að annað hvort tæki liann sjálfur úr ser gerviaugað ellegar það yrði &cií mcð valdi. Hann gafst þá upP á að þráast við og losaði augað ui tóftinni. Skoðun á auganu lciddi í Ijós, að baka til á því var hólf, sem hafði að geyma vcrðmætan gimstcin, cn mörgum slíkum hafði einmitt verið smyglað til Englands frá mcginlandinu. Hcfði stúlkan ekki rætt við manninn í næturklúbbnum, má vcl vera, að seint Iiefði tekizt að af' hjúpa þennan smyglara. Sakleysi mcðal dýrgripa- þjófa. Að undirbúa og framkvæma skartgriparán cr orðið aö ínik-'u fyrii-tæki í glæpaheimáuum, enda 234 SUNNUOAGSBLAB - ALÞÝBUBLABIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.