Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 22.11.1964, Blaðsíða 4
Landnðma fer svofeHflnm orS- um átrúnaðinn 6 Helgafelh „Þórólfr nam land frá Stafá inn til Þórsár ok kallaði þat Þórsnes. Hann hafði svá mikinn átrúnað á fjall þat, er stóð í nesinú, er hann kallaði Helgafell, at þangat skyldi engi maðr óþveginn líta, ok Þal’ var svá mikil friðhelgi, at engu skyldi granda í fjallinu, hvárki fe né riiönnum, nema.sjálft gengi a braut. Þat var trúa þeira Þórólfs frænda, at þeir dæi allir í fjallit- Hið sama kemur fram í Eyrbygg.iu- Þar segir frá því, að Þorsteinn þorskabítur, er íyrstur lét reisa bæ að Helgafelli, fór haust eitt „út í Höskuldsey til fangs. Þat var eitt kveld um haustit, að sauðamaðr Þorsteins fór at fé fyrir norðan Helgafeil; hann sá, at fjallit lauksk upp norðan; hann sá inn I fjallit éltiá stóra ok heyrði þa'ngat ,mik- irin glaum ok horriaskvol; ok er hann hlýddi, ef hann næmi nökkur orðaskii,-heyrði hann, at þar var heilsat Þorsteini þorskabít ok förunautum hans ok mælt, at hann skal sitja í öndvegi gegnt feðr sínum.” En morguninn eftir komu menn utan úr Höskuldsey og sögðu þau tíðindi, að Þorsteinn þorskabítur hefði drukknað í fiski- róðri. Með kristnum sið og. klaustur- haldi á Helgafelli hefur hinn forni átrúnaður á fellið horfið, en ný helgi skapazt. ■ . ,. Snorri goði, afkomandi Þórsnes- inganna fyrstu, bjó um skeið á Helgafelli, og eftir að kristni var lögtekin á íslandi. Mun hann fyrstur hafa látið reisa kirkju að Helgafelli, en svo virðist af sögn- um sem hún hafi brunnið fljót- lega. Árið 1008 eða þar um bil skiptir Snorri á jörðum við Guð- rúnu Ósvífursdóttur og flytur að Sælingsdalstungu, en Guðrún að Helgafelli ásamt Ósvífi föður sín- um. Er í Laxdælu sagt, að hún hafi þar látið kirkju gera, þótt ekki beri heimildum saman U* það með öllu, og sé Ósvífur graf- inn að Helgafelli. Þangað var og fært lík vinar þeirra, Gests Odd- leifssonar hins spaka að Haga á Barðaströnd, samkvæmt ákvörðun hans : „Ek vil mik láta færa til Helgafells, því at sá staðr mun verða mestr hér í sveitum; þangat Á HELGAFELL TVEIR voru þeir staðir við Breiðafjörð á landnámsöld, sem á var sérstök helgi, Krosshólar og Helgafell. Krosshólar eru í larid- námi Auðar djúpúðgu í Hvammi í Dölum og hefur heitið á staðn- um haldizt síðan. „Hon hafði bænahald sitt á Krosshólum,” seg- ir í Landnámu. Þar lét hon krossa reisa, því at hon var sktrð ok vel trúuð. Þar höfðu frændr hennar síðan átrúnað mikinn á hólana. Var þá gerr hörgr, er blót tóku til. Trúðu þeir þvi, at þeir dæi í hól- ana, ok þar var Þórðr gellir leiddr í, áðr hann tók mannvirð- ing, sem segir í sögu hans.” Sú trú virðist hafa verið algeng í heiðni hér á landi, að menn dæi í fjöll eða fell í nágrenni heimkynna sinna. Líklegt er, að Krosshólar hafi snemma tapað helgi sinni, eins og aðrir þeir staðir, sem slík- ur átrúnaður var á, en um Helga- fell gegnir öðru máli. Svo virð- ist sem nokkur helgi hafi loðað við staðinn alla tíð og ennþá er átrúnaður á fellið, þótt með tals- vert öðrum hætti sé en á dögum Þórólfs Mostrarskeggs og frænda hans í Þórsnesi og ekki deyi nú Þórsnesingar í fellið lengur. 820 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.