24 stundir - 23.07.2008, Síða 2
● Árásargjarnir og uppstökkir
Sjö þurftu fóru á slysadeild eftir
líkamsárásir um helgina. Kona
handarbrotnaði við að farsíma
var hent í hana. Sá sem henti
sagði lögreglu að þetta væri
óviljaverk, því hann ætlaði að
hæfa annað fórnarlamb. Einn
lenti á slysadeild eftir að vinnu-
félagi sló hann í andlitið með
skóflu, svo hann féll við. Sá sem
sleginn var hafði fyrst slett úr
skóflunni á hinn.
● Leiðrétt:
Á greinasíðu í gær var missagt
að Brynja Björg Halldórs-
dóttir væri formaður Ungra
vinstri grænna. Brynja er for-
maður UVG í Reykjavík.
2 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 24stundir
flugfelag.is
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
FÆREYJARVESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
GRÆNLAND
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
NARSARSSUAQ
KULUSUK
CONSTABLE POINT
NUUK
- fyrir þá sem vilja
vera fyrstir
Til/frá Reykjavík
Akureyri 8-12 ferðir á dag
Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag
Ísafjörður 2-3 ferðir á dag
Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag
Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt.
VÍÐA UM HEIM
Algarve 25
Amsterdam 19
Alicante 27
Barcelona 26
Berlín 18
Las Palmas 26
Dublin 20
Frankfurt 16
Glasgow 17
Brussel 19
Hamborg 19
Helsinki 17
Kaupmannahöfn 18
London 21
Madrid 32
Mílanó 25
Montreal 22
Lúxemborg 14
New York 32
Nuuk 8
Orlando 29
Osló 22
Genf 20
París 23
Mallorca 28
Stokkhólmur 20
Þórshöfn 13
Suðaustan 8-15 m/s en mun hægari aust-
antil. Skýjað og dálítil rigning með köflum en
léttskýjað norðaustantil.
Hiti 8-22 stig, hlýjast austanlands.
VEÐRIÐ Í DAG
11
12
18
13
14
Hlýjast austanlands
Sunnan- og suðaustanátt, 8-13 m/s vestantil
en mun hægari austantil. Dálítil rigning eða
súld um landið S- og V-vert en léttskýjað að
mestu norðaustan- og austanlands. Hiti allt
að 15 til 20 stig en 9 til 14 stig vestantil.
VEÐRIÐ Á MORGUN
11
14
17
13
17
Rigning eða súld
„Við erum að leita leiða til þess
að hagræða enn meira,“ segir Þór-
unn Benediktsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri hjá Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja, en tekur fram að ekki
hafi enn verið ákveðið hvort grípa
þarf til slíkra aðgerða. „Það er alveg
ljóst að ef til þess kemur þá mun
það koma niður á þjónustunni.
Þannig að ég skil vel að fólk hafi
áhyggjur,“ segir hún.
Heilbrigðisstofnunin hefur átt í
erfiðleikum vegna fjárskorts og
leitar hún nú leiða ásamt heilbrigð-
isráðuneytinu út úr þeim.
Styrktarfélag Heilbrigðisstofn-
unar Suðurnesja sendi frá sér álykt-
un á mánudag þar sem lýst var yfir
áhyggjum af því að fjárhagsvand-
inn muni leiða til mikils niður-
skurðar á þjónustu stofnunarinnar.
elias@24stundir.is
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Skilur áhyggjurnar
„Klukkan fjögur um nóttina
kveikti maðurinn á ljósavél og
græjum og fór í gang með risa-
partí,“ segir starfsmaður á tjald-
svæðinu við Laugarvatn um læti 65
ára tjalddólgs í vikunni. Mannin-
um var, ásamt tveimur konum,
gert að yfirgefa svæðið í lögreglu-
fylgd en fólkið var mjög ölvað.
„Tjaldvörðurinn vaknaði við lætin
en hann yfirgaf svæðið klukkan tvö
en hús hans er í um kílómetra fjar-
lægð,“ segir starfsmaðurinn. „Það
er því ekki eingöngu unga fólkið
sem er með vesen,“ segir starfs-
maðurinn og bætir við að 30 ára
aldurstakmark hafi verið sett á til
að koma í veg fyrir óæskilega hóp-
myndun unglinga því svæðinu sé
ætlað að vera fjölskylduvænt.
„Partí eru ekki leyfð á nóttunni,“
segir hann. áb
Kveikti á ljósavél og hljómflutningsgræjum
Gamall tjalddólgur
rekinn af svæðinu
Vegagerðin fer ekki í annað en lág-
marksviðhald á illa förnum og
varasömum vegi í Dyrhólaey. Ekki
blasir við að aðrar opinberar stofn-
anir hafi handbært fé til fram-
kvæmda þar heldur, þótt tugþús-
undir ferðamanna sæki staðinn ár
hvert. „Opinberar stofnanir hafa
ekki mikla peninga,“ segir Sveinn
Pálsson, sveitarstjóri í Mýrdals-
hreppi sem er þreyttur á að reyna
að sækja fé í greipar fjársveltra rík-
isstofnana og fá oftast nei. „Dyrhólaey er friðlýst og við höfum sent
Umhverfisstofnun erindi um ástandið. Ekki væri verra að peningar til
að standa undir viðhaldi svæðsins yrðu til í héraði, en ég ætla ekki að
kveikja þá elda að leggja til gjaldtöku við Dyrhólaey, þótt gild rök séu
fyrir henni. Þá umræðu verður að taka á almennum og pólitískum for-
sendum og með landið allt í huga, “ segir oddviti Mýrdalshrepps, sem
telur ferðamannaleiðir afgangsstærð hjá Vegagerðinni. beva
Þreyttir á að fá alltaf NEI
Fundarseta flugfreyja FÍ með
samninganefnd ríkisins var löng
og ströng í gær. Meirihluti flug-
freyja FÍ felldi kjarasamning sem
Flugfreyjufélag Íslands og Flug-
félag Íslands undirrituðu 18. júní
síðastliðinn sem hljóðaði upp á
3,3% grunnkjarahækkun auk
annarrar kjarahagræðingar. áb
Enn ósamið eftir
langan fund
Innkauparáð samþykkti í gær að
ganga að tilboði frá litháíska
verktakafyrirtækinu Adakris
UAB í útboði vegna framkvæmda
við Sæmundarskóla. Kostnaðar-
áætlun vegna verksins hljóðar
upp á 1,35 milljarða, en Adakris
bauð 1,16 milljarða eða 86,20% af
kostnaðaráætluninni. Ris ehf. átti
næstlægsta tilboðið, sem var 30
milljónum króna hærra en tilboð
Adakris. Ámundi Brynjólfsson,
skrifstofustjóri mannvirkjaskrif-
stofu borgarinnar, gerir ráð fyrir
að fyrirtækið ráði sér íslenskan
byggingarstjóra og einhverja ís-
lenska starfsmenn. hos
Borgin tekur tilboði frá Adakris
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@24stundir.is
Samruni Kaupþings og SPRON
mun ekki hafa í för með sér að
starfsmönnum verði fækkað um
allt að 200, eins og haldið var fram
í Morgunblaðinu í gær. Þetta segir
Guðmundur Hauksson, forstjóri
SPRON. Hann segir það standa
sem sagt var þegar samrunaáætlun
var kynnt.
„Þá kom fram að ekki verði farið
í stórkostlegar uppsagnir vegna
samrunans. Báðir bankar hafa ver-
ið að hagræða og munu gera það
áfram, sem þýðir einhverja fækkun
starfsmanna. Augljóslega mun
þessi sameining hafa eitthvað slíkt í
för með sér, en ekkert af þeirri
stærðargráðu sem þarna var
nefnd,“ segir Guðmundur.
Ekki búið að ákveða neitt
Frétt Morgunblaðsins kom Ólafi
Má Svavarssyni, formanni starfs-
mannafélags SPRON, einnig í opna
skjöldu. „Það er ekki búið að
ákveða neitt, þannig að þessi frétt
virðist algjörlega úr lausu lofti
gripin.“
Hann bendir á að ekki verði
hægt að fara yfir það hversu mörg-
um, ef einhverjum, verði sagt upp
fyrr en samruninn er genginn í
gegn. Hann er háður samþykki
hluthafafundar SPRON, sem hefur
verið boðað til þann 6. ágúst, sam-
keppnisyfirvalda og Fjármálaeftir-
lits.
Fréttir af miklum uppsögnum
geta komið starfsmönnum í upp-
nám, hvort sem þær eru réttar eða
rangar, segir Ólafur. „Það er mikið
af fólki í sumarfríum og er kannski
statt á miðju tjaldstæði þegar það
les fréttir um uppsagnir. Hætt er
við því að hjarta þeirra slái hraðar.“
Launakjörin ýkt
Í fréttinni var því einnig haldið
fram að launakjör ýmissa starfs-
manna SPRON verði tekin til end-
urskoðunar með samrunanum,
enda hafi meðalárslaun starfs-
manna SPRON á liðnu ári verið 10
milljónir. Það segir Guðmundur
ekki vera rétt.
„Samkvæmt Frjálsri verslun
voru árslaun í hittifyrra 6,3 millj-
ónir og miklu lægri en í öllum við-
skiptabönkunum. Í fyrra voru
meðalárslaun 7 milljónir.“
Tal um uppsagnir
örvar hjartslátt
Sameining SPRON og Kaupþings mun þýða einhverjar upp-
sagnir Fréttir af uppsögnum koma starfsmönnum í uppnám
Mótmælir Guðmundur segir ekkert
hæft í frétt Morgunblaðsins.
➤ Boðað hefur verið til fundarhluthafa í SPRON þann 6.
ágúst, þar sem tekin verður
ákvörðun um samruna við
Kaupþing.
➤ Stjórnir fyrirtækjannatveggja segja að ekki muni
koma til stórkostlegra upp-
sagna vegna samrunans.
BOÐAÐ TIL FUNDAR
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Borgarstjórnin í Atlanta í
Georgíuríki í Bandaríkjunum
hefur fallist á að láta mála yfir
öll skilti sem á stendur „menn
að störfum“ við bygging-
arsvæði í borginni. Þóttu
skiltin gera lítið úr verkakon-
um borgarinnar, þar sem karl-
kynsorð var notað. Í framtíð-
inni verður þess gætt að
skiltin verði kynhlutlaus. aij
Menn að störfum
Líka konur
SKONDIÐ
STUTT