24 stundir - 23.07.2008, Page 32

24 stundir - 23.07.2008, Page 32
24stundir Sumarfríið hefst í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Í verslunum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar færðu allt sem þú þarft fyrir ferðalagið: Sólarvörn, myndavél, strandtösku, sólgleraugu, stuttbuxur, i-Pod, tímarit og ekki má gleyma gjald- eyrinum. Njóttu þess að gera góð kaup í upphafi ferðarinnar og vertu klár á ströndina um leið og þú lendir á áfangastað. www.airport.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L E 40 91 7 06 .2 00 8 ? Fyrir skemmstu var ég að ræða mál-efni útlendinga á Íslandi við kunningjamína. Ég tjáði þar þá skoðun mína aðútlendingar hefðu gert margt mjög gotthér á landi og án þeirra hefði verið erfittað koma mörgum af þeim hlutum semhér hafa verið gerðir síðustu ár í fram-kvæmd. En ég sagði líka að mér fyndist flest varðandi málefni útlendinga af hálfu hins opinbera vera í lamasessi. Hugsanlega hafi þeir komið of margir hingað á of stuttum tíma án þess að nokkur hugsaði út í langtíma-afleiðing- arnar fyrir þjóðfélagið og útlendingana sjálfa. En Íslendingar virðist vera orðnir þannig að það eitt að hafa skoðun á mál- efnum útlendinga er nóg til að vera dæmdur rasisti og sumir í kunn- ingjahópnum sögðu þetta einmitt vera rasisma. En þetta er ekki rasismi. Að segja að allir svartir, hvítir, sam- kynhneigðir, ljóshærðir eða þeir sem nota gleraugu séu svona eða hinsegin er vissulega rasismi – en það er ekki það sem ég er að segja. Þetta er einfaldlega skoðun sem hefur ekkert með þjóðerni eða litarhátt að gera. Fólk er orðið allt of upptekið við að móðgast fyrir hönd ann- arra. Útlendingarnir sjálfir eru nánast aldrei þátttakendur í þeirri takmörkuðu umræðu sem á sér stað um málefni þeirra heldur eru aðrir búnir að ákveða skoðun þeirra fyrirfram. Er það ekki ein- mitt rasismi? Pólitísk rétthugsun er því farin að traðka á málfrelsinu þannig að það eitt að hafa skoðun á þessum málum er bannað. Og er það ekki fasismi? Um útlendinga Ágúst Bogason Var kallaður rasisti af fasista YFIR STRIKIÐ Má ekki hafa skoðun lengur? 24 LÍFIÐ Sumargleði Kimi-Records heldur áfram í kvöld, þar sem Benni Hemm Hemm, Reykja- vík! og fleiri koma fram. Sumargleði á NASA í kvöld »26 Örn Alexander Ámundason er ungur myndlistarmaður sem setur upp sýningu með æskuhetju sinni, Bart. Sýning með Bart Simpson »30 Spjallþáttakonungurinn Jay Leno mun hætta störfum hjá NBC 29. maí 2009. Þá tekur Conan ÓBrien við. Jay Leno á ekki langt eftir »27 ● Ráðgjafi hjá Reuters „Þetta er nú í raun og veru ekki starf, heldur er þetta meira svona ráð- gjafarhlutverk,“ segir Guðjón Már Guðjónsson sem hefur verið ráðinn til Reuters- ráðgjafarnetsins til að veita ráðgjöf í málum sem varða sérþekkingu á net -og fjarskiptamarkaði. „Ég er fyrst og fremst að stjórna Industria sem fyrirtæki. Mun aðeins veita Reuters Insight-ráðgjafarnetinu ráðgjöf þar sem nýtist sérþekking mín á net- og fjarskiptamarkaði.“ ● Tóku ekki sénsinn „Við sáum tvo hvíta díla sem litu út eins og snjóskaflar með lögun eins og ísbirnir. Þetta hreyfðist ekki neitt og við dróg- um engar ályktanir af þessu. En sjö klukkutímum síðar var þetta horf- ið,“ segir Ólína Þorvarðardóttir og heldur áfram: „Í ljósi þess að tveir birnir gengu nýlega á land vildum við ekki taka neina áhættu, enda margt fólk þarna á ferli, og létum því vita af þessu.“ Leit var gerð að hvítabjörnum á svæðinu eftir ábendingu frá Ólínu og föru- neyti um helgina en án árangurs. ● Tónleikar Dúettinn Mr. Silla og Mon- goose heldur tón- leika á Organ á morgun klukkan 22. „Við erum að fagna hálfs árs af- mæli plötunnar okkar, því það hefur ekki gefist tækifæri til að halda tónleika fram að þessu. Það verður sann- kölluð afmælisstemning, því ég sat sveitt við bakstur í gær, en hugmyndin er að vera með af- mælisköku sem lítur út eins og platan okkar,“ segir Mr. Silla, Sig- urlaug Gísladóttir. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.