24 stundir - 26.07.2008, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir
Eftir Elías Jón Guðjónsson
elias@24stundir.is
„Það eru bara ráðnar hreindýraskytt-
ur á 30 þúsund kall á dag,“ segir Frið-
rik Jóhannsson, ferðaþjónustubóndi
hjá Grunnuvík, um hópa á leið til
Hornstranda. „Þetta er orðið mjög
algeng hjá þeim sem þora að koma.
Svo eru aðrir sem bara afpanta ferð-
irnar,“ segir hann og vísar þar til ótta
við ísbirni á Hornströndum. Frikrik
tekur fram að hann útvegi ekki skytt-
ur.
Mikið tjón
„Upphlaupið í Hælavíkinni um
síðustu helgi er búið að kosta okkur
eina og hálfa milljón vegna afpant-
aðra ferða. Þannig að þetta er ekkert
grín,“ segir Friðrik. „Ég segi fyrir
mína parta að ég hef engan áhuga á
því að mæta svona kvikindi í fjör-
unni. Þannig að ég skil þetta að
mörgu leyti,“ bætir hann við.
Eftirlit nauðsynlegt
Friðrik gagnrýnir stjórnvöld fyrir
að sinna ekki nægilega vel eftirliti
með ferðum ísbjarna. „Þau koma
ekki nema það sé útkall. Það á auðvit-
að bara að vera eftirlit ef við ætlum að
halda ferðaiðnaðinum hér áfram,“
segir Friðrik og bætir við: „Það verð-
ur bara að taka þetta alvarlega. Fyrst
þeir komu á Skaga, af hverju ekki
hingað því þetta eru þekktar ísbjarna-
slóðir hér beint á móti Grænlandi.“
Friðrik telur að best væri ef Land-
helgisgæslan sinnti eftirlitinu. „Hún
er með tækin og hún er með þjálf-
aðan mannskap en hún þarf bara
fjárveitingu í þetta.“
Gönguhópar á Hornströndum eru farnir að taka með sér vanar hreindýraskyttur í gönguferðir
Vígvæðing á Hornströndum
➤ Vitað er til þess að tveir ís-birnir hafi gengið á land á
árinu. Þeir hafa báðir verið
felldir.
➤ Síðan þá hafa margir talið sighafa séð ísbirni.
TVEIR BIRNIR
Hornbjarg Ótti við ísbirni
fælir fólk frá fegurðinni.
Eftir Atla Ísleifsson
atlii@24stundir.is
Neysla Íslendinga á offitulyfjum
hefur nærri tvöfaldast á rúmu hálfu
ári. Samkvæmt tölum frá Trygg-
ingastofnun neyttu Íslendingar um
31 þúsund dagskammta af offitu-
lyfjum á fjórða fjórðungi síðasta
árs, en rúmlega 59 þúsund á öðr-
um fjórðungi þessa árs. Aðstoðar-
landlæknir bendir á að lyfin séu alls
engin töfralyf.
Ekki heppileg þróun
Neyslan hefur aukist mest á lyf-
inu Reductil síðustu mánuði, en
lyfið virkar á miðtaugakerfið og
leiðir til aukinnar mettunartilfinn-
ingar og viðheldur brennslu í lík-
amanum. Notkun á lyfinu
Acomplia hefur einnig aukist mik-
ið það sem af er ári.
Magnús Jóhannsson, læknir hjá
Lyfjastofnun, segist ekki kunna
neina skýringu á þessari gríðarlegu
aukningu. „Það er helmingsaukn-
ing á rúmu hálfu ári. Ég tel þetta
ekki heppilega þróun. Við leysum
ekki offituvandann með lyfjum,
heldur þarf að gera það með öðr-
um leiðum.“
Konur í miklum meirihluta
Tölur frá landlæknisembættinu
sýna að um þúsund Íslendingar
neyta offitulyfja, og eru um 80 pró-
sent þeirra konur.
Matthías Halldórsson aðstoðar-
landlæknir segir samanburð á
dagskömmtum að vissu leyti vara-
saman, þar sem skilgreiningar geti
breyst. Þá sé betra að skoða ár fyrir
ár. „Þetta getur þó bent til þess að
Reductil sé að sækja á, kannski
vegna þess að hættan á hækkuðum
blóðþrýstingi hefur ekki verið eins
mikil og upphaflega var talið.“
Engin töfralyf
Matthías segir offituvandann
smám saman hafa verið að aukast
hér eins og annars staðar á Vest-
urlöndum og víðar. Hann segir lyf-
in geta haft ýmsar aukaverkanir.
Þannig megi ekki gefa þeim sem
eru með of háan blóðþrýsting lyfið
Reductil og Acomplia geti haft
áhrif á sálarlífið.
Hann segir marga hafa haft oftrú
á lyfjum við offitu. „Þetta eru alls
engin töfralyf. Þau eru meira ætluð
til að aðstoða fólk sem er ákveðið í
að gera eitthvað í sínum málum.
Það þýðir ekkert að taka bara töfl-
urnar, heldur þarf að breyta um
lífsstíl, mataræði og auka hreyf-
ingu.“
Neysla offitulyfja
tvöfaldast á hálfu ári
Neyslan hefur farið úr 31 þúsund dagskömmtum á 4. ársfjórðungi 2007 í 59 þúsund
dagskammta á 2. fjórðungi þessa árs Aðstoðarlandlæknir segir offitulyfin engin töfralyf
NOTKUN OFFITULYFJA
50.000
45.000
40.000
35.000
30.000
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
2003 2004 2005 2006 2007 2008
Lyfjanotkun mæld í fjölda skilgreindra dagskammta.
Tölur frá Tryggingastofnun ríkisins.
Reductil Xenical Acomplia
14.420
19.348
44.891
4.228
9.944
4.872
➤ Offita og ofþyngd er stóráhættuþáttur fyrir ýmsa sjúk-
dóma og aðra fylgikvilla.
➤ Meðal þeirra eru sykursýkitegund 2, hjarta- og æða-
sjúkdómar, háþrýstingur, ým-
is krabbamein, röskun á blóð-
fitu, slitgigt, mæði o.fl.
OFFITA
Matthías Halldórsson
aðstoðarlandlæknir
Hestur sem Sæunn Oddsdóttir
á Steinum í Stafholtstungum lán-
aði til hestaferðar fyrir þremur ár-
um fannst nýlega í Þýskalandi. Er
haft eftir Sæunni í Skessuhorni að
sá sem fékk hann lánaðan hafi
neitað því ítrekað að hann hefði
hestinn í girðingunni hjá sér en
hún hafi komist að því að hann
hefði látið örmerkja hestinn,
breytt nafni hans og ættfærslu og
selt til Þýskalands. Upp komst um
glæpinn vegna þess að kaupand-
inn í Þýskalandi samþykkti að
DNA-strok væri tekið úr honum
til ættgreiningar, sem staðfesti
grun Sæunnar. Bannað er að flytja
hesta hingað til lands vegna smit-
hættu og því kemur hesturinn
ekki til baka en Sæunn hefur
fengið hestinn bættan.
þkþ
Hestur fundinn sem stolið var í hestaferð
Fannst í Þýskalandi
Hitinn í Reykjavík fór mest í
22 gráður í gær og þar með
varð dagurinn sá hlýjasti á
höfuðborgarsvæðinu í ár.
Sunnan- og vestanlands fór
fólk heldur ekki varhluta af
hlýindunum og fór hitinn upp
í 23 stig á Þingvöllum og við
Hjarðarland í Biskups-
tungum.
Að sögn Haraldar Eiríkssonar
á Veðurstofu Íslands mun
blíðan haldast hér eitthvað
áfram og er hlýindum spáð vel
fram eftir næstu viku.
mbl.is
Blíðan í gær
Dagurinn sá
hlýjasti á árinu
Tólf mánaða verðbólga mælist
nú 13,6% og hefur ekki verið
meiri síðan í ágúst 1990, þegar
hún mældist 14,2%. Vísitala
neysluverðs í júlí hækkaði um
0,94% frá fyrra mánuði, en
sérstaka athygli vekur að vísi-
talan án húsnæðis hækkaði
um 0,87%. Verð á nýjum bíl-
um hækkaði um 5,3%, en á
bensíni og dísilolíu um 2,0%.
Þá hækkaði verð á mat og
drykkjarvörum um 2,2%. aí
Vísitala neysluverðs
Verðbólgan sú
mesta í 18 ár
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi í gær 25 ára karlmann
í 18 mánaða fangelsi fyrir
fíkniefnalagabrot og umferð-
arlagabrot. Með brotum sín-
um rauf maðurinn skilyrði
reynslulausnar, en hann hefur
áður hlotið fjölda dóma.
Hann játaði skýlaust brot sín.
Maðurinn var nú dæmdur fyr-
ir vörslu á 52 g af amfetamíni,
2 g af marijúana og 14 g af
kókaíni, auk þess að hafa ekið
bíl án þess að hafa endurnýjað
ökuréttindi sín. aí
Fíkniefnalagabrot
Síbrotamaður
fær nýjan dóm
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Neytendasamtökin könnuðu verð á 336 g dós af Meta-
mucil í lyfjaverslunum.
Verðmunur á lægsta og hæsta verði er 556 krónur en
það er ódýrast í Garðsapóteki.
Ekki er heimilt að vitna í þessa könnun í auglýsingum.
28,3% munur á Metamucil
Ragnhildur B.
Guðjónsdóttir
NEYTENDAVAKTIN
Metamucil 336 g dós
Apótek Verð Verðmunur
Garðsapótek 2.000
Laugarnesapótek 2.100 5,0 %
Apótekið 2.109 5,4 %
Lyfjaver 2.122 6,0 %
Lyfja 2.149 7,4 %
Lyfjaval 2.400 20,0 %
Árbæjarapótek 2.566 28,3 %