24 stundir - 26.07.2008, Side 8

24 stundir - 26.07.2008, Side 8
8 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir Óhætt er að neyta kjöts og mjólkur af einræktuðum skepnum, að mati Matvæla- öryggisstofnunar Evrópu, EFSA. „Efnasamsetning og næringargildi kjöts og mjólk- ur af klónuðum dýrum og af- kvæmum þeirra er í engu ólík þeim dýrum sem til verða með hefðbundnari hætti,“ segir Vittorio Silano, yfirmaður vís- indadeildar EFSA, en segir þó að gögn vanti til að slá megi því föstu að alls engin hætta felist í neyslu kjöts af klón- uðum dýrum. aij Evrópusambandið Óhætt að borða klónuð dýr STUTT ● Hnetuát Radovan Karadzic neitar að leggja sér fangelsisfæði til munns. Borðar hann aðeins lindarvatn, heslihnetur og rús- ínur – sem hann segir að sé hluti af mataræði sem muni tryggja að hann nái 120 ára aldri. ● Of fullir Vafi leikur á hvort diskóteki í Danmörku sé heimilt að skrá fingraför gesta sinna. Þótt gagnasöfnunin sem slík standist persónuvernd- arlög, gæti verið að gestirnir séu í of annarlegu ástandi til að veita upplýst samþykki. ● Sofið á verðinum Þrír menn á vegum bandaríska flughersins sofnuðu þegar þeir áttu að vera að gæta langdrægra kjarna- flauga í Norður-Dakóta á dög- unum. Talsmenn hersins segja enga hættu hafa verið á ferðum. Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Undanfarin sextíu ár hefur breski Verkamannaflokkurinn getað gengið að kjósendum í austurhluta Glasgowborgar vísum. Í þingkosn- ingunum fyrir þremur árum kusu flokkinn 13.507 fleiri en næsta flokk á eftir – góður 60% meiri- hluti. Nú hefur viðsnúningur orðið á viðhorfum kjósendanna. Auka- kosningar voru haldnar í austur- hluta Glasgow á fimmtudag. Í gær varð ljóst að Verkamannaflokkur- inn hafði goldið afhroð – misst um 19% fylgis síns. Skoski þjóðar- flokkurinn hlaut 365 atkvæði um- fram Verkamannaflokkinn og kom sínum manni því inn á þing. Brown kallaður til ábyrgðar Aukakosningarnar í Glasgow austur eru þær síðustu í röð ósigra Verkamannaflokksins að undan- förnu. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, segir fylgistap Verkamannaflokksins vekja spurn- ingar um það hvort flokknum sé vært á valdastóli. „Ég velti því fyrir mér hvort við getum látið bjóða okkur þetta næstu 18 mánuði,“ segir Cameron, sem hvetur til að boðað verði til nýrra kosninga. „Alls staðar þar sem fólki hefur gefist færi á að sýna afstöðu sína til ríkisstjórnarinnar í verki – í sveitarstjórnarkosningum, í aukakosningum í Crewe eða Hen- ley, í borgarstjórakosningum í Lundúnum og nú í Glasgow – hef- ur það kallað eftir breytingum.“ Gordon Brown vísar tillögum Camerons á bug. „Ég tel að verk- efni mitt sé að stýra þjóðinni í gegnum það erfiða efnahagsástand sem nú er,“ segir Brown. Sömu augum lítur hann umræðu um að hann víki til hliðar sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Nýrrar stefnu þörf? Alex Salmond, formaður Skoska þjóðarflokksins, fagnar niðurstöð- um kosninganna í Glasgow austur, enda sé nýkjörni þingmaðurinn John Mason framúrskarandi fulltrúi kjördæmisins. Salmond tekur ekki jafndjúpt í árinni og David Cameron. „Skilaboðin eru að Brown þurfi að skipta um stefnu eða skipta um starf,“ segir Salmond. „Það eru samt litlar líkur á að verði boðað til kosninga í bráð. Það sem þjóðin þarf er stefnubreyting. Við getum ekki leyft landinu að steypast í kreppu. Við þurfum aðgerðir gegn verðhækkunum sem koma illa við pyngju fjölskyldufólks og gegn orkuverði.“ Austurhluti Glasgow hefur orðið illa fyrir barðinu á versnandi efna- hagsástandi. Þykja niðurstöðurnar benda til þess að skuldinni sé skellt á ríkisstjórnina. Fjöldi íbúa svæð- isins býr við fátækt og félagsleg vandamál eru þar mikil. Um helm- ingur íbúa í sumum hverfum er upp á félagslega aðstoð kominn. Fylgið rjátlast af Verkamannaflokki  Verkamannaflokkur Gordons Browns missir fylgi og þingmenn í röð aukakosninga Sigurreif Forvígismenn Skoska þjóðarflokksins fagna sigri í Glasgow austur. ➤ Í kosningum árið 2005 hlautVerkamannaflokkurinn 18.775 atkvæði í Glasgow austur en Skoski þjóðarflokk- urinn 5.268. ➤ Í aukakosningunum núnakusu 10.912 Verkamanna- flokkinn en 11.277 Skoska þjóðarflokkinn. GLASGOW AUSTUR Kvenkyns prófessorar við Ósló- arháskóla þéna meira en karlkyns kollegar þeirra. Meðalkarl sem gegnir prófess- orsstöðu við há- skólann hefur um 9,4 milljónir ís- lenskra króna í árslaun, en með- alkonan fær 59 þúsund krónum meira á ári. Þetta er á skjön við almennan launa- mun kynjanna í Noregi, þar sem konur eru að meðaltali með 15% lægri laun, samkvæmt Dagens Næringsliv. Konur skipa um fimmtung prófessorsstaða við Óslóarháskóla. aij Prófessorar í Ósló Konur launa- hærri en karlar Flugvél á vegum ástralska flug- félagsins Qantas þurfti að nauð- lenda þegar gat kom á hana í 30.000 feta hæð. Gatið er um fjór- ir metrar á lengd og varð þess valdandi að þrýstingur snarféll í farþegarými vélarinnar. Allt laus- legt fór á ferð inni í vélinni en farþega sakaði ekki. aij Flugvél hlekkist á Gat rifnar á þotu í miðju flugi Á milli 40 og 50 menn vopnaðir bareflum og sveðjum réðust inn á heimili hælisleitenda í Våler í Aust- fold í suðausturhluta Noregs seint á fimmtudag. 23 flóttamenn þurftu aðhlynningu lækna vegna sára sinna, þar á meðal konur og 11 ára barn. Lögregla hefur ekki haft hendur í hári árásarmanna, en telur að or- saka árásarinnar sé að leita í deilum á milli hópa hælisleitenda. Telur hún mennina sem réðust inn á heimilið vera frá Tsjetsjeníu. Hafa flóttamenn frá Tsjetsjeníu og Kúr- distan eldað grátt silfur saman undanfarið, og árás fimmtudagsins er hluti þeirrar deilu. andresingi@24stundir.is Járnrörum og sveðjum beitt í Noregi Ráðist á flóttamenn Faxafeni 12, Reykjavík • Glerárgötu 32, Akureyri. Glymur orðinn frægur! Jakkinn sem Anita Briem klæðist í myndinni Journey to the Center of the Earth. 66north.is /Júlí2008 Glymur Softshell, dömu jakki með hettu 23.800 kr. 15.300 kr. Glymur Softshell, herra jakki 23.800 kr. 15.300 kr.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.