24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 15
voru bændur gestrisnir, gáfu öllum sem sáust í ná-
munda við bæinn kaffi og með því. Þeir tóku sér tíma
til að spjalla við ferðamenn sem þeir litu á sem gesti og
gerðu engar athugasemdir þótt bíll væri skilinn eftir í
vegarkanti eða tjaldað í túnfætinum. Viðskiptajöfrar
sem ráða landi hugsa öðruvísi og vilja arð, dyggilega
studdir af markaðssinnuðum stjórnmálamönnum.
Þetta fólk tekur því eflaust vel, ef bændur fara að
hlaupa í veg fyrir þá og rukka fyrir afnot af vegarkanti,
vatn úr læk, villt blóm eða fyrir að hafa horft á foss.
Einar Haraldsson, bóndi á Urriðafossi, er einn þeirra
sem hefðu getað rakað saman peningum í sumar, því
fjöldi fólks hefur heimsótt fossinn og farið um land
Einars. „Mér hefur nú aldrei dottið það í hug og eng-
inn bóndi sem ég þekki myndi láta sér detta í hug að
rukka fólk fyrir að ganga um, leggja bíl eða tjalda.
Óneitanlega hugsa nýir landeigendur öðruvísi, við
höfum oft séð það,“ segir Einar. „Ég er undrandi á
Kerfélaginu og vil ekki rukka fyrir aðgang að Urr-
iðafossi, en ég vildi að merkingar yrðu bættar, því fólk
villist heim á hlað til mín, akstur við bæinn skapar
hættu fyrir börn og ónæði fyrir alla. Eins er mikið skil-
ið eftir af rusli við fossinn sem ég þarf að tína.
140 sóttu um styrk, en innan við 30 fengu
Vandi landeigenda sem leyfa frjálsan aðgang að
landi samkvæmt lögum er augljós. Hægt er að sækja
um fé frá opinberum aðilum, en fæstir fá. „Fjár-
magnið er skelfilega lítið,“ segir Valur Þór Hilmarsson
umhverfisfulltrúi. „Við auglýsum styrki til úrbóta og
uppbyggingar á ferðamannastöðum, en sjáum ekki
um rekstur. Í fyrra styrktum við 20 til 30 af 140 um-
sækjendum.“ Ferðamálastofa vinnur nú tillögur um
fjármögnun. Hún þarf 200 og 300 milljónir á ári, en
fær 40-50.
beva@24stundir.is
aBjörg Eva Erlendsdóttir
Markaðssinnaðir landeig-
endur vilja arð. Þeir taka
því eflaust vel, þegar
bændur fara að hlaupa í
veg fyrir þá og rukka fyr-
ir afnot af vegarkanti,
vatn úr læk eða útsýni
að fossi.
24stundir LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 15
Í nýlegu áliti sendinefndar Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins kemur
fram að langtímahorfur íslenska
hagkerfisins séu öfundsverðar.
Hvorki meira né minna. Þetta er
auðvitað eins og sólargeisli í það
þunglyndi og svartsýni sem virðist
hafa heltekið marga síðustu mán-
uði þrátt fyrr sólskin úti. Slíkt
þunglyndi er nú reyndar þekkt til-
finning eftir mikil veisluhöld.
Álitið byggir nefndin á því að Ís-
land er að færast í hóp orkufram-
leiðsluríkja þessa heims. Útflutn-
ingur á áli, sem í reynd er
útflutningur á þeirri vatns- og
varmaorku sem notuð er í fram-
leiðslu þess, hefur rúmlega tvöfald-
ast á einu ári og er nú umtalsvert
verðmætari en útflutningur sjávar-
afurða. Heimsmarkaðsverð á orku
og matvælum, þessum tveimur að-
alútflutningsvörum okkar, hefur
hækkað umtalsvert að undanförnu
í kjölfar aukinnar neyslu í Kína og
Indlandi. Sú hækkun er að flestra
mati talin varanleg.
Sjávarútvegur okkar hefur
löngum verið einkarekinn og hefur
það gefist vel. Hann nýtur engra
styrkja eins og sjávarútvegur víða
erlendis og hann er í fremstu röð
varðandi tækni og framleiðni og
hefur staðið undir lífskjörum okk-
ar undanfarna öld. Orkufram-
leiðslan, sem upphaflega var á
hendi einkaaðila, er núna nánast
öll í opinberri eigu og er það mið-
ur. Einkaaðilar hafa miklu meiri og
eðlilegri hvata til að framleiða orku
og selja á hámarksverði en opin-
berir og hálfopinberir starfsmenn
sem eiga ekki von um nema tak-
markaða umbun og taka helst enga
persónulega áhættu.
Nú er hinsvegar hægt að einka-
væða orkuframleiðsluna. Með lög-
um frá Alþingi síðastliðið vor er
opinberum aðilum, sveitarfélögum
og ríkinu sem eiganda þjóðlendn-
anna heimilt að leigja frá sér orku-
réttindin í allt að 65 ár. Nú gæti t.d.
ríkisstjórnin fyrir hönd Landsvirkj-
unar boðið hæstbjóðanda orku-
réttinn í t.d. Þjórsá til 65 ára og
leigt eða selt þeim sama orkuverin
og raforkusamninga og annað sem
tilheyrir. Það yrði örugglega mikill
áhugi á því í orkuhungruðum
heimi og fengist gott verð fyrir. Fé
sem ríkið gæti notað til að greiða
niður skuldir Landsvirkjunar og
mynda verulegan sjóð í gjaldeyri,
sem myndi styrkja stöðu Seðla-
bankans og þar með atvinnulífsins.
Vitaskuld ætti við fyrstu útboð að
hafa endurskoðunarákvæði eftir
t.d. 15 ár, sem tækju mið af heims-
markaðsverði á hreinni orku sem
mun hækka miklu meira en verð á
„óhreinni“ orku ef kenningar um
hlýnun jarðar ganga eftir. Svo
mætti selja orkuréttindin í Jöklu,
sem lokins er farin að vinna fyrir
okkur eftir að hafa verið nágrönn-
um sínum til bölvunar í 1000 ár.
Leigja eða selja svo Kárahnjúka-
stíflu, göngin, stöðvarhúsið og lín-
urnar. Auðvitað yrði að tryggja að-
gengi ferðamanna að þessum nýja
ferðamannastað. Í kjölfarið fylgdu
Laxá og Tungnaá og sitthvað smá-
legt sem Landsvirkjun á. Rarik
kæmi svo á eftir sem og Orkubú
Vestfjarða. Mér segir svo hugur að
andvirði þessarar 65 ára nýtingar á
orku og allra mannvirkjanna yrði
heilmikill sjóður, Orkusjóður Ís-
lands, sem yrði ekki síðri en Olíu-
sjóður Norðmanna. Eftir 65 ár
mætti svo selja réttinn aftur. Og
aftur. Það er nefnilega sá regin-
munur á orku okkar Íslendinga og
annarra þjóða að hún endist og
endist en olíulindir og kolabirgðir
annarra þjóða ganga til þurrðar.
Enn eru 60% til 70% orkunnar
ónýtt.
Reykjavíkurborg og önnur sveit-
arfélög sem og einstaklingar gætu
farið sömu leið og selt hæstbjóð-
anda orkuréttindin til allt að 65
ára. Það yrði spennandi að sjá
hvaða tilboð bærust í Orkuveitu
Reykjavíkur eða Hitaveitu Suður-
nesja. Allur vandræðagangur með
REI, sölu á þekkingu, kaupréttum,
lífeyrisréttindi og önnur launakjör
hálfopinberra starfsmanna í orku-
geiranum hyrfi eins og dögg fyrir
sólu.
Þegar búið er að búta orkumark-
aðinn niður á þennan hátt ætti góð
samkeppni að myndast á markaði
með raforku undir sterku eftirliti
Samkeppniseftirlitsins öllum neyt-
endum til góðs.
Kannski eru langtímahorfur ís-
lenska hagkerfisins einfaldlega öf-
undsverðar.
Höfundur er alþingismaður
Einkavæðing orkugeirans
VIÐHORF aPétur H. Blöndal
Það er nefni-
lega sá reg-
inmunur á
orku okkar
Íslendinga og
annarra
þjóða að hún
endist og endist en olíu-
lindir og kolabirgðir ann-
arra þjóða ganga til
þurrðar.
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Laugardagur 26. júlí 2008
Heldur nýr burstabær
með taílensku ívafi
» Meira í Morgunblaðinu
Ekki minjasafn!
Örn Arnarson bjartsýnn
á Ólympíuleikana
» Meira í Morgunblaðinu
„Mitt besta form“
Þriggja daga tónaveisla
um verslunarmannahelgi
» Meira í Morgunblaðinu
Organ á afmæli
Skuldum vafin heimili
geta orðið gjaldþrota.
» Meira í Morgunblaðinu
Verðbólguvofan
Sjálfboðaliðar fá engin
laun og verða líka að borga
» Meira í Morgunblaðinu
Viltu hjálpa?LÆKKAÐ VERÐ
SUMARTILBOÐ ®
Skipholti 50b • 105 Reykjavík
- kemur þér við
AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744
íþróttir útivist
pólitík heilsa
fréttir fé&frami
golf 24fólk veiði
neytendavaktin
golf dagskrá
menning viðtöl
ferðalög viðskipti
garðurinn grill
24lífið bílar
neytendur umræða