24 stundir - 26.07.2008, Síða 25

24 stundir - 26.07.2008, Síða 25
Einnig er tekið fram að setja ætti reglur um samsetningu samráðs- hóps, áfrýjanir og tímamörk er varða ferli kynleiðréttinga því ekki séu t.a.m. til reglur varðandi rétt- arstöðu einstaklinganna um þessi grundvallaratriði. „Þetta er einnig spurning um það eftir hverju ráð- gjafarnefndin starfar en það þyrfti að setja skýrar reglur,“ segir Guð- rún. Auka þyrfti fræðslu Mannréttindastofa leggur til að auka fræðslu um málefni transgen- der fólks. Í skýrslunni er það tekið fram að transgender einstaklingar verði oft fyrir fordómum og of- beldi og það tekið fram að umfjöll- un og fræðsla sé nauðsynleg í skólakerfinu. Í skýrslunni segir einnig að nauðsynlegt sé að fag- aðilar sem eru í samskiptum eða kunna að eiga samskipti við trans- gender fólk fá fræðslu um kynsam- semd og fólk með breytilegt kyn- gervi. Athygli vekur að í stefnu ungra jafnaðarmanna frá síðastliðnu hausti eru málefni transgender sér- staklega sett á stefnuskrá. „Stefna okkar er að auka þurfi fræðslu um málefni transgender, sem tengist aukinni fræðslu í kynjafræði almennt,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. „Fræðsla er leiðin til að upplýsa umræðu og auka skilning á því að fólk fái að vera það sem það er,“ segir hún og tekur fram að hefja ætti fræðslu strax á neðri stigum skólakerfisins. „Það ætti einnig að bæta kennaramennt- un hvað kynjatengd málefni snertir almennt." segir Anna Pála. Guðrún hjá Mannréttindaskrif- stofu telur þverpólitískan vilja fyrir setningu laga um málefni trans- gender. „Almennt held ég að það sé vilji allra stjórnmálaflokka að bæta úr þessu lagalega tómarúmi, en skýrslunni er einmitt ætlað að koma með tillögur að lögum,“ seg- ir Guðrún. Fjölmiðlaumfjöllun „Fjölmiðlaumfjöllun um þenn- an málaflokk hefur verið mjög undarleg og þess vegna þarf að vanda til með hana til að draga úr fordómum gagnvart þessum hópi, sem eru mjög ríkjandi,“ segir Guð- rún og bendir á að í skýrslunni sé fjallað um alvarlega umfjöllun blaðamanns. Í skýrslunni er talað um að umfjöllun fjölmiðla um árás á transgender konu í Reykjavík á síðastliðnu ári væri hlaðin grófum fordómum gagnvart transgender fólki. „Brotið var mjög gróft,“ segir Guðrún og tekur fram að alltaf skipti notkun orða, uppbygging frétta og upplýst umræða máli. 24stundir LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 25 „Það þarf að setja lög og reglur varðandi réttindi transgender-fólks á Íslandi, en við vonumst til að skýrslan verði tekin fyrir í haust á Alþingi,“ segir Guðrún D. Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Sandra Lyngdorf vann skýrsluna um réttindi transgender-fólks. Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður kallaði eftir svörum um málefnið með fyrirspurn sinni á Alþingi í fyrra. Í svari forsætisráðherra sagði hann að teymi undir Landlæknisembættinu ynni eftir ábendingum og stöðlun samtakanna The World Professional Association For Transgender Health (WPATH) og að allar Norðurlandaþjóðir og flest Evrópulönd fylgdu sömu stöðlum. Forsætisráðherra sagði að samkvæmt þeim stöðlum verði einstaklingur að hafa sýnt mjög ákveðin einkenni þess að hafa lengi liðið illa í eigin líkama og fundist að hann/hún hafi fæðst með rangt kyn. Viðkomandi verði því að láta í ljós mjög einlægan vilja til að skipta um kyn og hafa andlegan og líkamlegan styrk til að geta gengið í gegnum alla þá erfiðleika sem því eru samfara segir í svarinu. Þegar samráðshópurinn hóf störf var aldurs- takmark 25 ár í aðgerð til að leiðrétta kyn en hefur nú verið breytt í 21-22 ár til samræmis við það sem tíðkast í Danmörku. Hingað til hafa ekki verið nein tímamörk á slíku mati segir í svarinu við fyr- irspurnum um málaflokkinn. Fyrir þrettán árum barst Þjóðskrá í fyrsta skipti erindi um leiðréttingu á kyni einstaklings er gengist hafði undir aðgerð. Við því var orðið og hefur sami háttur verið hafður á síðan og skiptir þá ekki máli hvort aðgerðin hafi verið framkvæmd hér eða á Íslandi ef hún er sam- þykkt af þar til bærum stjórnvöldum. Eftir leiðrétt- ingu á fæðingaskýrslum gefur Þjóðskrá út fæðing- arvottorð sem ber með sér hið nýja kyn segir í svari ráðherrans. Mannréttindaskrifstofa vinnur að skýrslu um réttarstöðu transgender á Íslandi Vantar lög varðandi rétt- indi transgender á Íslandi Guðrún D. Guðmundsdóttir Ráðgefandi skýrsla væntanleg fyrir haustið. Morgunblaðið/ÞÖK FÉLAGIÐ TRANS-ÍSLAND ● Vill stuðla að auknum skiln- ingi á málefnum transgender- fólks, þeirra sem upplifa sig í röngu kynhlutverki og leita leiða til að leiðrétta kyn sitt og auka fræðslu til fagfólks svo sem geðteyma og lækna og vera þeim innan handar í því að aðstoða fólk sem er í þessu ferli eða hefur lokið því. ● Félagið vill eiga samstarf við sambærileg samtök, hópa og áhugafólk hérlendis og er- lendis sem stefna að sömu markmiðum. ● Aðeins þrír einstaklingar hafa farið í leiðréttandi að- gerð á kyni á Íslandi. ● Um 20-30 eru í félagi Trans-Ísland. ● Inni í þeirri tölu eru einnig aðstandendur. ● Margir eru í undirbúnings- ferlinu sem tekur að minnsta kosti tvö ár en getur tekið mun lengri tíma. ● Hópur lækna, sem hefur komið að þessum málum hérlendis, starfar á vegum landlæknis, í samráði við kynfræðideildina á Ríkisspít- alanum í Kaupmannahöfn. ● Aldurstakmark til að gangast undir aðgerð er 21- 22 ár. ● Ekkert orð er til yfir trans- gender á íslensku ● Kynskiptingurer orðskrípi á borð við kynvillingur

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.