24 stundir


24 stundir - 26.07.2008, Qupperneq 26

24 stundir - 26.07.2008, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol, 14. ágúst í 2 vikur eða 21. og 28. ágúst í 1 eða 2 vikur. Bjóðum takmarkaðan fjölda íbúða á vinsælustu gististöðum Heimsferða, Aguamarina, Arcosur og Castle Beach. Njóttu lífsins á þessum vin- sæla áfangastað við góðan aðbúnað og traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða. 14. ágúst Verð kr. 64.990 - 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2 -11 ára, saman í íbúð á Aguamarina, Arcosur eða Castle Beach 14. ágúst í 2 vikur. Netverð á mann, m.v 2 full- orðna saman í stúdíó. 21. og 28. ágúst Verð kr. 49.990 - 1 vika Verð kr. 59.990 - 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2 -11 ára, saman í íbúð á Aguamarina, Arcosur og Castle Beach 21. eða 28. ágúst. Netverð á mann, m.v 2 full- orðna saman í stúdíó. Aðeins örfáar íbúðir í boði! Costa del Sol í ágúst frá kr. 49.990 Frábær sért ilboð á vins ælu gististö ðunum Aguamarina , Arcosur o g Castle Be ach Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson „Ríkisstjórnin siglir í fullum friði.“ Þetta skrifaði Össur Skarphéð- insson á bloggsíðu sinni í fyrradag. Hvílík endemis vitleysa! Össurar vegna vona ég eiginlega að þetta prat sé fremur til marks um að hann hafi verið of mikið í útlöndum upp á síðkastið, en að hann sé einfaldlega orðinn staur- blindur á ástandið í landinu. Hann var að tala um stjórnar- andstöðuna, að hún væri máttlítil. Og því siglir ríkisstjórnin sem sagt í fullum friði. Ég endurtek bara: Hvílík en- demis vitleysa! Hér er enginn friður Vel má það vera rétt hjá Össuri að hin formlega stjórnarandstaða sem aðsetur hefur á Alþingi sé máttlítil þessa dagana. En telji hann sjálfkrafa samasem-merki milli þess og „friðar“ sem ríki um ríkisstjórnina“, þá hefur hann verið of lengi í pólitík. Þá skynjar hann ekki lengur líð- an fólksins í landinu; svo mjúkur er ráðherrastóllinn, svo ljúfur Saga- Classinn og svo mildur og góður kokkteillinn í boðunum erlendis. Því hér ríkir ekki friður. Hér ríkir kvíði og það munar ekki nema því sem munar að þessi kvíði breytist í ótta. Og hér ríkir undrun og gremja yfir því að ráð öflugustu ríkis- stjórnar í Íslandssögunni til að vinna bug á efnahagskreppu, sem gæti orðið langvarandi og alvarleg, séu að gera … EKKERT. Undrun hins erlenda banka- manns Og hér er farinn að læðast að fólki illur grunur um að þessi rík- isstjórn sé að hafa landsmenn að fíflum. Þú hafðir altso ekki gert þér grein fyrir því, Össur? „Ríkisstjórnin siglir í fullum friði.“ Nei, líklega hafðirðu ekki gert þér grein fyrir því. Í sjónvarpinu í fyrrakvöld var viðtal við bankamann hjá Merrill Lynch í London. Bankamenn í London eru vissulega ekki óskeik- ulir. En hann var þó alveg ósvikinn, furðu- og vorkunnarsvipur banka- mannsins, þegar hann lýsti því að í útlöndum skildu menn hvorki upp né niður í aðgerðaleysi íslensku ríkisstjórnarinnar og Seðlabank- ans. Það hlyti að búa eitthvað undir. Þeim hafði helst dottið í hug að ríkisstjórnin ætlaði að keyra bank- ana í þrot og þjóðnýta þá svo. Þeim er kannski vorkunn, spesjalistunum í útlöndum, að láta sér detta þetta í hug. En ég hefði al- veg getað fullvissað þá um að hjá ríkisstjórn Íslands og Seðlabanka byggi ekkert slíkt undir. Nei, hjá ríkisstjórn Íslands og Seðlabanka byggi einfaldlega EKK- ERT undir. Ný ögurstund Nú er ný ögurstund í vændum hjá íslensku bönkunum. Skulda- tryggingarálag aftur komið upp úr öllu valdi. Ég veit að það er nú í tísku að tala illa um bankana og margir fussa og sveia yfir þeirri til- hugsun að ríkið „komi þeim til bjargar“ á einhvern hátt. En þótt vísast hafi bankarnir gengið full- hratt um gleðinnar dyr í peninga- bólunni undanfarin misseri, þá vill nú samt enginn láta sigla þeim í strand. Því þeir verða að sjá íslensku at- vinnulífi fyrir þeirri smurolíu sem knýr hjólin áfram. Altso peningum. En hvað gerir ríkisstjórnin? Eee … ekkert. Geir Haarde fór í sumarleyfi. Verður á sólarströnd næstu þrjár vikur – eða einhvers staðar. Annað hefur hann ekki gert í sumar. Æ jú! – Hann réði sér efnahags- ráðgjafa sem á að redda okkur út úr þessum vandræðum. Sá byrjaði á því að fara í sum- arleyfi. Verður á sólarströnd næstu þrjár vikurnar – eða einhvers stað- ar. Er Tryggvi að fórna sér? (Og meðal annarra orða: Er Tryggvi Þór Herbertsson ráðinn efnahagsráðgjafi af því hann hefur eitthvað til málanna að leggja eða bara af því að hann vantaði vinnu? Hann beið jú svo lengi með að hella sér út í fjárfestingarkapítal- ismann að þegar hann lét loks til skarar skríða var bólan sprungin, og mér segir svo hugur að það sé enginn ofsalegur hasar í fjárfesting- unum hjá Askar Capital þessa dag- ana. Svo talar Tryggvi eins og hann sé að fórna sér fyrir íslensku þjóð- ina með því að „taka á sig launa- lækkun“ með því að hverfa frá þessu þjóðþrifafyrirtæki Askar Capital í sex mánuði!). Í Seðlabankanum, er verið að gera eitthvað þar? Ætli séu ekki bara allir á sólar- strönd? Eða fyrir austan? Í fjármálaráðuneytinu? Aaa, eee, humm og ha, sko, fjár- málaráðherra er dýralæknir. Talaðu við hann ef hesturinn þinn fót- brotnar eða kötturinn fær kveisu, en ef það kemur efnahagskreppa, ekkert vera þá að tala við hann. Nei, slepptu því bara alveg! Afleiðingin af öllu þessu er sú að kreppan, sem hefði ekki þurft að verða neitt svakaleg, stefnir nú í að geta orðið ein hin versta í sögu lýð- veldisins. Ef ekki verður eitthvað gert, og helst í gær. Uppsagnir byrjaðar En þegar uppsagnir fyrirtækja eru byrjaðar af fullum krafti, jafn- vel stöndug og gróin og vel rekin kompaní geta ekki lengur borgað skuldir sínar, og eiga varla fyrir launagreiðslum fram yfir næstu mánaðamót, og þegar fólk hristir hausinn yfir okurvöxtum og verð- bólgu og yfirvofandi atvinnuleysi, þá segir Össur Skarphéðinsson að „ríkisstjórnin sigli í fullum friði“. Hversu blindir geta ráðherrar verið?! Menn ættu kannski að hafa bak við eyrað að Titanic sigldi líka í fullum friði. Og ef ég mætti velja myndi ég frekar kjósa að ríkisstjórnin væri Titanic í þeirri samlíkingu en ís- lenskt efnahagslíf. Útilegu menn Siglt í fullum friði – en hvert? aIllugi Jökulsson skrifar um siglingar Aaa, eee, humm og ha, sko, fjár- málaráðherra er dýralækn- ir. Talaðu við hann ef hest- urinn þinn fótbrotnar eða kötturinn fær kveisu, en ef það kemur efnahagskreppa, ekkert vera þá að tala við hann. Össur Skarphéðinsson Hversu blindir geta ráð- herrar verið?

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.