24 stundir - 26.07.2008, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir
Sýning á málverkum Höskuldar
Björnssonar verður opnuð í Lista-
safni Árnesinga á morgun, sunnu-
daginn 27. júlí klukkan 15. Sýn-
ingin ber heitið „Á ferð með
fuglum“ og vísar í það myndefni
sem Höskuldur er hvað þekktastur
fyrir, sem er fuglar í íslenskri nátt-
úru. Sýningarstjóri er Hrafnhildur
Schram listfræðingur. „Á sýning-
unni verða á níunda tug verka eftir
Höskuld. Það verða bæði fugla- og
landslagsmyndir auk nokkurra
sjálfsmynda og uppstillinga. Þann-
ig verður myndefnið fjölbreytilegt
og sömu sögu er að segja af
tækninni. Þetta eru olíumálverk,
vatnslitamyndir, pennateikningar
og svo myndir unnar með bland-
aðri tækni,“ segir hún.
Höskuldur fæddist árið 1907 og
lést árið 1963 og Hrafnhildur segir
hann hafa verið fyrsta íslenska
myndlistarmanninn sem kom fram
með myndefni sem var að mestu
ókannað, sem sagt fuglarnir í nátt-
úru Íslands. „Hann var fæddur og
uppalinn í Hornafirði sem er við-
komustaður farfuglanna. Hann átti
sér sína uppáhaldsfugla og túlkaði
til dæmis mikið æðarkollur og
blika svo einhver dæmi séu nefnd.
Hann byrjaði mjög snemma að
mála fugla, eða um 1930 þegar
hann var kornungur maður. Hann
átti við veikindi að stríða á sínum
yngri árum og á þessum tíma voru
samgöngur almennt erfiðar þannig
að hann átti ekki gott með að
ferðast. Ég held að það hafi haft
þau áhrif að hann einbeitti sér
meira að smáatriðum í náttúrunni
heldur en margir aðrir og heillaðist
fljótt af fuglum. Enda komu fugl-
arnir fljúgandi til hans í stað þess
að hann þyrfti að elta þá.“
Sýningin stendur til 28. septem-
ber.
Á ferð með fuglum og Höskuldi
Æðarblikar Vinsælt
myndefni hjá Höskuldi.
virkja fólk, ekki síst konur, til þess
að taka þátt í hlaupum og eiga fjöl-
marga aðdáendur.“
Lék með Umu Thurman
Edwards fór sjálfur til Keníu á
síðasta ári og gerði heimildarmynd
um Masai-hermann sem fór til
Bandaríkjanna og tók þátt í New
York-maraþoninu. „Myndin er nú
í eftirvinnslu og mun væntanlega
koma út einhvern tíma á næstu sex
mánuðum,“ segir hann. „Annars
lauk ég nýlega tökum á myndinni
Motherhood þar sem ég leik með
Umu Thurman og hún kemur
væntanlega út í janúar eða febrúar.
Þar fyrir utan rek ég framleiðslu-
fyrirtæki ásamt félaga mínum í
New York. Annað slagið tek ég svo
að mér hlutverk í kvikmyndum og
sjónvarpsþáttum. En ég er ekki að
leita mér að föstu hlutverki í sjón-
varpsþáttum eins og er.“
Þannig að Bráðavaktarævintýrið
verður ekki endurtekið?
„Nei, það held ég varla,“ segir
hann kankvís að lokum.
Anthony Edwards, leikari úr Bráðavaktinni
Beinir sjónum Ís-
lendinga að Afríku
Hinn þekkti leikari Ant-
hony Edwards er staddur
á Íslandi á vegum sam-
takanna Shoe4Africa þar
sem hann er stjórnarfor-
maður.
Ætla að byggja
sjúkrahús Anthony
Edwards með skó af
Cristiano Ronaldo.
➤ Samtökin voru stofnuð árið1995. Þau hafa styrkt bygg-
ingu skóla, staðið fyrir
íþróttaviðburðum og sent
notuð og ný skópör til Afr-
íkubúa.
SHOE4AFRICA
24 stundir/Ómar
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Bandaríski leikarinn Anthony
Edwards er staddur hér á landi
þessa dagana í tilefni af góðgerð-
arkvöldverði samtakanna Shoe4Af-
rica sem fram fór í gær. Edwards,
sem er einna þekktastur fyrir hlut-
verk sitt sem dr. Green í þáttunum
um Bráðavaktina, er stjórnarfor-
maður Shoe4Africa. „Við erum að
hefja söfnun fyrir byggingu barna-
spítala í Keníu og sú söfnun hefst
hér á landi. Allir sem starfa á veg-
um samtakanna gera það launa-
laust þannig að ágóðinn af allri
söfnuninni fer beint í verkefnin,“
segir hann. „Eitt af því sem við ger-
um er að halda íþróttaviðburði,
aðallega kapphlaup í Keníu og Tan-
saníu, þar sem konur fá í leiðinni
fræðslu um alnæmi og alnæmis-
próf ef þær vilja. Þessir viðburðir
hafa verið vel sóttir enda höfum
við fengið til liðs við okkur fram-
úrskarandi keníska hlaupara, eins
og til dæmis Martin Lel og Lornuh
Kiplagat. Þau hafa verið dugleg að
Bára Grímsdóttir og Chris Foster flytja íslensk og
ensk þjóðlög á tónleikum í Þjóðlagasetri séra Bjarna
Þorsteinssonar í dag, laugardaginn 26. júlí klukkan 17.
Tónleikarnir eru liður í sumartónleikaröð setursins
sem hófst um síðustu helgi með Spilmönnum Ríkínís.
Bára hefur um langt árabil verið flytjandi íslenskra
þjóðlaga og kvæðalaga. Hún ólst upp við kveðskap og
söng foreldra sinna og afa og ömmu, meðal annars í
Grímstungu í Vatnsdal. Hún hefur sérstakan áhuga á
rímum og kvæðalögum en hefur einnig kynnt sér
þjóðlagaarf liðinna alda, bæði veraldlegan og trúar-
legan.
Chris ólst upp í Somerset á Suðvestur-Englandi. Þar
hóf hann sinn tónlistarferil og hefur í þrjá áratugi
komið fram á tónleikum víða á Bretlandseyjum, í Evr-
ópu og Norður-Ameríku. Samvinna hans og Báru
hófst árið 2000 og hafa þau komið fram víða í Evrópu
og í Bandaríkjunum og Kína.
Íslensk og ensk þjóðlög
Bára og Chris
Spila á Siglufirði í
dag.
Jóhannes Ágústsson í 12 tón-
um heldur hugleiðingu um
týnda Bach-kantötu í Skál-
holtsskóla í dag klukkan 14.
Erindið er liður í Sum-
artónleikaröð Skálholts.
Klukkan 14.55 verða Þórdís
Heiða Kristjánsdóttir og Hild-
ur Guðný Þórhallsdóttir með
listasmiðju fyrir börn á sama
stað.
Hugleiðing
um Bach
Einnig verða í Skálholti minn-
ingartónleikar um séra Guð-
mund Óla Ólafsson í dag
klukkan 15. Á efnisskrá eru
þrjú verk eftir Bach í flutningi
Ágústs Ólafssonar bassaleik-
ara og Mörtu Guðrúnar Hall-
dórsdóttur sóprans ásamt
Bachsveitinni í Skálholti með
Peter Spissky í fararbroddi.
Sr. Guðmund-
ar Óla minnst
Hinn þekkti finnski orgelleik-
ari Kalevi Kivianiemi leikur á
tónleikum Alþjóðlegs orgel-
sumars í Hallgrímskirkju í
dag og á morgun. Hádegistón-
leikar hans í dag hefjast á
spuna um íslenskt stef sem
hann fær afhent og leikur út
frá. Annað kvöld klukkan 20
leikur hann meðal annars
verk eftir Sibelius og Suru-
siotto.
Kivianiemi
á tónleikum
Sigurjón Guðjónsson er ungur
og spennandi ljósmyndari. Hann
er fæddur 1983 en síðustu tvö ár
hefur hann stundað nám í ljós-
myndun við School of Visual Arts í
New York. Hann hefur opnað sína
fyrstu einkasýningu hérlendis í
Gallerí Gónhól á Eyrarbakka.
Leikur að ljósi, skugga og litum
Þar eru til sýnis „abstrakt“
landslagsljósmyndir, teknar af Sig-
urjóni í Central Park í New York
haustið 2007. Þar bregður hann á
leik með ljós, skugga og liti en
myndirnar eru hugsaðar sem sjálf-
stæð verk jafnt sem ein heild. Allar
myndirnar á sýningunni eru til
sölu en hún verður opin allar helg-
ar frá 13-17 til og með 10. ágúst. hh
Spennandi
ljósmyndir
Sigurjón Guðjónsson
heldur sína fyrstu einka-
sýningu hér á landi í Gall-
erí Gónhól
Stórsöngvarinn Raggi Bjarna
heldur tónleika í Sólheima-
kirkju klukkan 14 í dag. Tón-
leikarnir eru liður í Menning-
arveislu Sólheima sem er nú í
fullum gangi.
Með Ragga Bjarna á tónleik-
unum verður Þorgeir Ást-
valdsson og er aðgangur
ókeypis og allir velkomnir.
Raggi Bjarna
á Sólheimum
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Ég er ekki að leita mér að föstu hlutverki í
sjónvarpsþáttum eins og er.
menning