24 stundir - 26.07.2008, Qupperneq 31
24stundir LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 31
Um helgina mun karlakórinn frá St. Ba-
sil dómkirkjunni í Moskvu halda þrenna
tónleika á Íslandi en tvennir verða í
tengslum við Sumartónleika við Mývatn.
„Þeir komu til landsins á vegum Reyk-
holtshátíðar og spiluðu þar á miðvikudag,
fimmtudag og föstudag, en síðan fara þeir
norður til að koma fram hjá okkur,“ segir
Margrét Bóasdóttir, listrænn stjórnandi
Sumartónleika við Mývatn.
„Þeir syngja tvisvar sinnum hjá okkur í
dag, í Þorgeirskirkju við Ljósavatn klukkan
þrjú og í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn
klukkan níu í kvöld. Síðan koma þeir fram
á Hólum í Hjaltadal á morgun en snúa svo
heim.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kórinn
leggur leið sína til Íslands en hann kom
einnig á Reykholtshátíð í fyrra, þar sem
uppselt var á alla tónleika þeirra, auk þess
sem þeir komu fram á Listahátíð 2004.
„Þeir eru alveg ótrúlegir. Þetta eru bara
sextán manns en ekki fimmtíu eins og við
erum vön að sjá í karlakórum. En þeir
hljóma eins og þeir séu hundrað. Þeir eru
allir saman sprenglærðir söngvarar og
valdir í kórinn með það fyrir augum að
geta sungið þessa rússnesku tónlist. Þeir
eru með bassa sem geta hreinlega sungið
langt fyrir neðan allt og tenóra sem ná upp
í hæstu hæðir. Þeir eru svo með fræg rúss-
nesk þjóðlög sem mörg hafa sungið sig inn
í þjóðarsál okkar með íslenskum texta.“
Í þetta sinn kostar 2000 krónur inn á
tónleikana en allir aðrir sumartónleikar
við Mývatn hafa verið ókeypis.
„Menn verða því að taka upp veskin en
það er þess virði.“
haukurj@24stundir.is
Karlakórinn frá St. Basil í Moskvu syngur á Norðurlandi
Sextán manns sem hljóma eins og hundrað
Sprenglærðir Allir í kórnum eru
hámenntaðir söngvarar.
Yangsi Rinpoche heldur fyr-
irlestur um tíbeskan búddisma
og hugleiðslu á morgun kl. 16 í
Norræna húsinu. Hann á að baki
25 ára nám í tíbeskum búddisma
og útskrifaðist með Geshe Lha-
rampa-gráðu frá Sera Je-
klaustrinu í Suður-Indlandi en í
dag starfar hann sem prófessor í
búddískum fræðum við Maitripa
Institute í Bandaríkjunum.
Áhugamenn um tíbeskan búdd-
isma standa að fyrirlestrinum í
samstarfi við Norræna húsið. Eru
allir boðnir velkomnir og að-
gangur ókeypis. Fyrirlesturinn
fer fram á ensku.
Tíbeskur búdd-
ismaprófessor
Í kvöld stendur Hugsandi dans-
tónlist fyrir allsherjardansveislu á
Dátanum á Akureyri. For-
sprakkar Hugsandi danstónlistar
munu stíga á stokk en auk þeirra
munu Ozy, Óli Ofur, DJ Eyvi,
Bjössi Brunhein, Oculus og
plötusnúðar Breakbeat.is standa
vaktina á bak við spilarana. Að-
gangseyrir er 600 krónur fyrir
dansþyrsta gesti. hh
Allsherjar-
dansveisla
Á veitingastaðnum Halastjörnu
yfir Hálsi í Öxnadal verður í dag
opnuð sýningin Höfguð en að
henni standa Marta María Jóns-
dóttir og Arnaldur Máni Finns-
son. Sýningin samanstendur af
málverkum og skúlptúr Mörtu og
gjörningi Arnalds. Gjörning-
urinn Hringlaga skurður tímans
fer fram við opnunina í dag en
gjörningurinn er í anda japönsku
Gutai-hreyfingarinnar sem er
frumkvöðull listformsins.
Höfguð á Hálsi
Heildsöludreifing og þjónusta:
Tæknivörur, Skútuvogi 12c auk viðurkenndra söluaðila um land allt
M110 fæst hjá Vodafone og Símanum,
ÚTIVISTARSÍMINN
sem þorir og þolir
Flúðasiglingin var rosaleg,
allt rennblotnaði en síminn
virkaði.
Þekki þessi ekki
neitt, Fannst þau
bara svo ekta
þýsk eitthvað.
Skemmtilegt sjónarhorn,
Nonni skal aldrei komast
með tærnar þar sem ég
hef hælana.
Þetta var frábær ferð
og kjötið ljúffengt.
Sætt.
30 mínútum áður
en sá stóri tók.
Nenni þessu varla aftur,
en það var gaman
meðan á því stóð.
Á skíðum
skemmti ég
mér...
Högg,- ryk- og rakavarinn (IP54) • VGA myndavél • Bluetooth
Vasaljós • Stereo FM-útvarp • Innbyggður hátalari
Blautasta Hróarskeldu-
hátíðin hingað til, að
utan sem innan.