24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 32
„Okkur finnst. Við teljum.“ Kannski tala allir tvíburar svona. Eins og samhent, gömul hjón sem hafa búið svo lengi saman að þau eru orðin vön því að tala í fyrstu persónu fleirtölu. Þannig tala þeir í það minnsta, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, nýráðnir þjálfarar meistaraflokks Í.A. í knattspyrnu. „Við vorum strax staðráðnir í því að taka þetta að okkur og FH-ingar voru sannir heiðursmenn og leyfðu okkur að fara,“ segja þeir. Það er að segja annar þeirra. Dálítið erfitt að greina hvor er hvað. Þeir hafa leikið með FH í sumar en í vikunni barst þeim formleg beiðni um að taka við ÍA, eftir að Guðjón Þórðarson hafði verið látinn fara. Þið hafið staðið í sömu sporum áður, ekki satt? „Jú, við tókum við ÍA á miðju leiktímabili árið 2006 og þekkjum þennan klúbb mjög vel. Þetta er ekki eins og að byrja á nýjum vinnustað. Svo spiluðum við nátt- úrlega með ÍA á yngri árum og okk- ur hefur verið mjög vel tekið.“ Á hverju ætlið þið að byrja? „Við ætlum að láta liðið vinna leiki! Stutt og laggott,“ svarar Bjarki og hlær. „Öll lið Guðjóns eru vel þjálfuð líkamlega og í liðinu eru góðir knattspyrnumenn. Þegar þetta tvennt er til staðar þá á að vera hægt að ná árangri,“ bætir Arnar við. „Þetta snýst fyrst og fremst um að byggja upp sjálfstraust leik- manna. Við höfum alltaf haft trú á sóknarbolta og ætlum að fá liðið til að skora mörk. ÍA hefur alltaf verið litla félagið á landsbyggðinni sem fólk hefur haldið með, leynt og ljóst. Þessi hefð hefur kannski verið að týnast síðustu misserin.“ „Okkur finnst að Keflavík og Breiðablik séu að taka við þessari stöðu núna,“ heldur Bjarki áfram. „Að byggja á leikmönnum sem eru aldir upp hjá félögunum. Svona klúbbur á frekar að byggja á heima- mönnum, enda hefur það gefið langbestu raunina. Þeir strákar skilja miklu betur sögu félagsins og hefðina sem er til staðar.“ Nú er Atli, sonur Guðjóns Þórð- arsonar, hættur í liðinu. Eigið þið von á því að Bjarni Guðjónsson verði leystur undan samningi? „Við skiljum alveg hvað hann er að ganga í gegnum. En á meðan ekkert tilboð berst þá gerum við ráð fyrir að hann haldi áfram að spila,“ svarar Bjarki. „Auðvitað getum við ekki haldið leikmönnum sem vilja fara. Ég held að það sé engum til góðs,“ heldur Arnar áfram. „Okkar persónulega mat er að hann ætti að klára tímabilið og taka svo sína stöðu eftir það.“ Þið ætlið að spila sjálfir með lið- inu? „Já, reyndar getum við ekki spil- að á móti FH á morgun vegna heið- ursmannasamkomulags við FH. En eftir það verðum við með.“ Nú eruð þið í þeirri stöðu að þið gætuð bæði unnið deildina og fallið - sitt með hvoru liðinu … „Já, reyndar. Það væri nú samt betra að FH ynni deildina og við héldum okkur í henni. Sú staða að ÍA falli er ekki til í okkar huga. Við erum bjartsýnir menn og höfum mikla trú á sjálfum okkur.“ Í fyrra gáfu Arnar og Bjarki út þá yfirlýsingu að þeir væru hættir í fót- bolta. „Við ætluðum líka að hætta í hittifyrra og þar áður! Leikurinn togar bara alltaf í okkur. Á meðan maður hefur fætur til er alltaf gam- an að fíflast með strákunum.“ Eru engin meiðsl að hrjá ykkur? „Ekkert alvarlegt, miðað við ald- ur og fyrri störf. Ég þurfti að hætta að spila sem atvinnumaður vegna meiðsla í mjöðm,“ nefnir Bjarki. „Svo er maður með slitgigt og fleira skemmtilegt. Það háir okkur samt ekkert. Við erum líka með þjálfara sem skilja okkar hlutskipti. Við get- um alltaf spurt hvor annan hvort við megum taka frí,“ segja þeir hlæjandi. Draumurinn sem rættist Bræðurnir spiluðu erlendis sem atvinnumenn í knattspyrnu í tíu ár. Eftir að ferlinum lauk sneru þeir sér að viðskiptum og hafa látið til sín taka á ýmsum sviðum; í verslunar- og veitingahúsarekstri, auk fast- eignaviðskipta. Núna starfa þeir sjálfstætt að fasteignaviðskiptum og eiga veitingastaðinn Domo í Þing- holtsstræti, ásamt Kormáki og Skildi. „Konseptið á bak við Domo er okkar hugmynd en Ragnar Óm- arsson, yfirkokkur og yfirþjónn, sér um reksturinn. Það var alltaf draumur okkar að eignast eigin veitingastað,“ segir Arnar. „Svo vor- Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir ræða um boltann og baráttuna Tilbúnir í slaginn HELGARVIÐTAL Eftir Heiðdísi Lilju Magnúsdóttir a Þegar allt kemur til alls þá erum við í sama lið- inu. Þetta er Ísland og fólk verður að vinna sam- an. Þeir tala um sjálfa sig í fleirtölu og geta rætt saman um flest. Nema kannski tilfinningamál. Þar draga þeir mörkin. Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir tóku í vikunni við þjálfun meistaraflokks ÍA í knatt- spyrnu af Guðjóni Þórðarsyni og eru staðráðnir í að halda liðinu í deildinni. 32 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.