24 stundir - 26.07.2008, Page 33

24 stundir - 26.07.2008, Page 33
Á Domo í Þingholtsstræti „Það var alltaf draumur okkar að eignast eigin veitingastað.“ um við að stofna lítið fjárfesting- arfélag, Bergman Investments, ásamt fleirum en það er með verk- efni úti í Glasgow og Miami.“ Um er að ræða byggingu um- hverfisvænna einbýlishúsa, sem eru hönnuð af íslenskum arkitektum, á South-Beach í Miami, Flórída og í Skotlandi. „Við teljum að það eigi eftir að verða mikil bylting í þessum efnum á næstu tveimur, þremur árum. Fólk er að vakna til vitundar um umhverfismál. Þetta er eins og í íþróttunum. Þú þarft alltaf að tak- ast á við nýjar áskoranir.“ Finnið þið fyrir kreppunni? „Já, við gerum það. Sá sem held- ur öðru fram er einfaldlega lygari. Það er óþarfi að vera með látalæti. Það finna allir fyrir kreppunni, bara á mismunandi hátt. Fyrir okkur er orðið erfiðara að fá fjármögnun. Fái maður lánsfé er það á verri kjörum. Auðvitað hefur það áhrif á allt. Okkar kynslóð hefur ekki séð neitt þessu líkt áður. Ekki kynslóðin á undan okkur heldur. Síðan talar maður við ömmu og hún hlær bara að þessu. Þetta er engin kreppa eins og var í gamla daga. En þetta er samt kreppa,“ segir Arnar. „Það eru tækifæri líka,“ segir Bjarki. „Þótt við séum sjálfir að fjárfesta þá viljum við að bankarnir vandi sig þegar þeir lána og láni í góð verkefni. Verkefnin eiga alltaf að standa fyrir sínu. Góð verkefni eiga að fá fjármögnun en léleg verk- efni ekki.“ Hvers konar bisness finnst ykkur skemmtilegastur af því sem þið hafið komið nálægt? „Ég held að fasteignabransinn gefi manni mest,“ svarar Bjarki. „Þar fær maður að koma að hönn- un og sköpunarvinnu. Áður keypt- um við tilbúin verkefni eftir aðra og seldum þau. En núna erum við farnir að þróa verkefni sjálfir frá grunni. Það er mjög gaman,“ segir Arnar. Vorum ekki merkjaglaðir Bræðurnir eru annálaðir fyrir að vera flottir í tauinu og segja tísku- áhugann hafa fylgt sér lengi. „Við höfum alltaf haft áhuga á fallegum fötum,“ segir Bjarki. „Mamma saumaði alltaf á okkur þegar við vorum yngri. Ég veit eiginlega ekki hvaðan þessi áhugi kemur. Við vor- um ekki merkjaglaðir menn þegar við vorum yngri.“ „Áhuginn á fötum tengist bara því að vilja líta vel út. Hver vill það ekki?“ segir Arnar og hlær. „Svo hefur fólk mismunandi smekk.“ Þið hafið fengið orð á ykkur fyrir að lifa dálítið hátt … „Já, við gerðum það kannski í gamla daga. Það er alveg rétt,“ svar- ar Arnar. „Það kemur alltaf fram í blöðunum að við séum í hinum og þessum rekstrinum og þar af leið- andi fær fólk kannski þessa hug- mynd um okkur,“ segir Bjarki. „Í fótboltanum er maður eigin- lega eins og stór krakki. Þénar vel. Þarf ekki að hafa neinar áhyggjur. Mætir bara á æfingar og spilar fót- bolta. Í augum annarra lítur þetta kannski út fyrir að vera óábyrgt líf- erni. Menn fái allt upp í hendurnar og þá hljóti bara tómir vitleysingar að vera í þessu,“ heldur Arnar áfram. „Maður mætir á æfingar einu sinni á dag, í tvo tíma í senn, og svo er maður bara laus. Og með helling af peningum. Hvað gera menn? Þeir fara að versla!“ útskýrir Bjarki. „Hérna heima látum við alls ekki mikið á okkur bera. Ef svo er þá tökum við ekki eftir því sjálfir,“ seg- ir Arnar. „Við vildum vera okkar eigin herrar og fórum því út í eigin rekstur. Þess vegna hefur þessi at- hygli haldið svolítið áfram.“ Þar sem þeir eru sínir eigin herr- ar hefur það ekki valdið Arnari og Bjarka teljandi vandræðum að koma fótboltanum fyrir í stunda- skránni. „Það verður samt erfiðara þegar við verðum komnir út. Það stendur til að ég flytji til Glasgow og verði þar næstu þrjú, fjögur árin,“ segir Arnar. „En ef liðið stendur sig vel og fólk vill halda okkur áfram – hver veit hvað gerist þá?“ 24stundir/Árni Sæberg a Maður mætir á æfingar einu sinni á dag, í tvo tíma í senn, og svo er maður bara laus. Og með helling af peningum. Hvað gera menn? Þeir fara að versla! 24stundir LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 33 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 2 0 3 - A c ta v is 8 0 6 0 3 1 Íbúfen® – Bólgueyðandi og verkjastillandi Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- og nýrnasjúkdóm ætti ekki að nota lyfið. Fólk sem hefur fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja ætti ekki að nota lyfið. Nota skal lyfið með varúð hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki mælt með stærri skammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Júlí 2004. Höfuð, herðar…

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.