24 stundir - 26.07.2008, Síða 34

24 stundir - 26.07.2008, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir Evrópuumræðan Spurðir um áhuga á stjórnmál- um segir Bjarki þá alltaf hafa sveifl- ast til hægri. „En núna erum við að færast nær miðjunni. Rétt eins og í fótboltanum erum við hrifnir af því að spila eftir ákveðnu kerfi – en vilj- um hafa frjálsræði innan þess kerf- is.“ „Ég held að maður hljóti að vera pólitískur. Annars væri manni skít- sama um þjóðfélagið. Við höfum skoðanir á því sem er að gerast,“ bætir Arnar við. „Okkur finnst að það þurfi að skoða aðildarumræð- una um Evrópubandalagið mjög vel. Setjast niður, ræða kosti og galla og komast að niðurstöðu. Það er engin góð umræða eða rök- stuðningur í gangi, hvað þá ákvarð- anataka.“ Arnar segist ánægður með ráðn- ingu Tryggva Þórs Herbertssonar sem efnahagsráðgjafa hjá forsætis- ráðuneytinu. „Það er fullt af hæfum hagfræðingum hjá Seðlabankanum en stundum þarf einhvern til sem er með innsýn í atvinnulífið og fjár- málastarfsemina. Menn þurfa að komast að ein- hverri niðurstöðu. Við erum hvorki með eða á móti aðild að Evrópu- sambandinu. Við viljum bara sjá al- vöru umræðu um kosti og galla og taka ákvörðun út frá því. Svo má benda á lönd eins og Þýskaland, Spán og Ítalíu þar sem atvinnuleysi hefur aukist eftir að evran var tekin upp. Það þarf að skoða hvort evran hafi haft þessi áhrif eða eitthvað annað. Þetta þarf allt að vega og meta. Þeir sem eru í stjórnarand- stöðu mættu líka koma með upp- byggilegri gagnrýni. Þegar allt kem- ur til alls þá erum við í sama liðinu. Þetta er Ísland og fólk verður að vinna saman,“ segir Arnar af festu og ákveðni knattspyrnuþjálfarans. „Mikið er ég feginn að ég er ekki stjórnmálamaður!“ segir hann svo og hlær. Einkalífið Hafið þið einhvern tíma fyrir önnur áhugamál? „Golf, númer eitt tvö og þrjú,“ svarar Arnar. „Maður getur spilað golf þar til maður dettur niður dauður,“ segir Bjarki. Er það ekki allt of rólegt sport fyrir ykkur? „Nei, alls ekki. En það fer mjög slæmt orð af okkur í golfinu. Eins og skapið á vel við í fótboltanum þá á það sama ekki við um golfið.“ „Það eru kylfur í vötnum víðs vegar um heim,“ segir Arnar sposk- ur á svip. „Við fengum eina ágætis við- skiptahugmynd hvað það varðar. Það er að byggja hljóðeinangraðan klefa sem fólk getur farið inn í og öskrað þegar því gengur illa í golf- inu,“ segir Bjarki. „Það er mjög óhollt fyrir líkama og sál að geta ekki fengið útrás,“ skýtur Arnar inn í og kímir. „Þú kannski kemur þessu á framfæri? Ef einhverjir vilja fjár- festa í hugmyndinni …?“ spyr Bjarki. Báðir eru þeir í sambúð og eiga hvor um sig tvö börn, strák og stelpu, frá fyrra hjónabandi. „Börn- in eru númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur,“ segir þeir. Sambýliskona Bjarka er Rósa Signý Gísladóttir en Arnar er í sambúð með Pattra Sry- ianonge. Hafið þið svipaðan smekk þegar kemur að kvenfólki? „Já, já,“ segir Bjarki hugsi og horfir á Arnar.„Við hrífumst bara af skemmtilegu og heiðarlegu kven- fólki,“ segir Arnar. „Fegurðin kem- ur innan frá.“ Þeir segja skilnaðina tvímæla- laust erfiðustu ákvörðun sem þeir hafi tekið á lífsleiðinni en taka fram að samskiptin við við fyrrverandi eiginkonur séu mjög góð. „Skilnaður er aldrei skemmtileg- ur og það var erfitt að ganga í gegn- um hann. En þetta er nauðsynleg ákvörðun ef hlutirnir ganga ekki upp. Þá er það bara best fyrir alla. Alla vega fyrir mitt leyti,“ segir Bjarki. Hefur líf ykkar fylgt svipuðu mynstri? „Já, ég get nefnt eitt gott dæmi: Þegar Arnar og fyrrverandi kona hans tóku þá ákvörðun að skilja þá hafði ég ekki hugmynd um að það væru vandamál hjá honum. Við hjónin skildum svo tveimur vikum seinna. Þetta segir kannski ýmislegt um það að við erum ekki mikið að ræða tilfinningamál okkar á milli. Þetta er meira svona … óþarfa karlmennska,“ segir Bjarki og þeir hlæja báðir. „Eitt leiðir af öðru. Maður tekur ákvörðun sem á þeim tíma lítur kannski út fyrir að vera slæm en verður að góðri ákvörðun með tím- anum. Þetta reddast einhvern veg- inn alltaf,“ segir Arnar. „Hvernig líður þér í dag?“ spyr hann svo og horfir djúpt í augun á bróður sínum. „Vel,“ svarar Bjarki með upp- gerðareinlægni. Við hvern talið þið um erfið mál ef þið talið ekki saman? „Við eigum góða foreldra. Við bræður getum reyndar talað um allt nema akkúrat þetta „hvernig líður þér?“ Það hefur alltaf verið þannig. Við erum ekkert rosalega „macho“ gaurar,“ svarar Bjarki. „Við erum svolítið lokaðir,“ við- urkennir Arnar. „Sjálfsagt var það þess vegna sem við skildum. Af því að við erum svo lokaðir. Við getum ekki opnað okk- ur,“ segir þeir og hlæja. Bjarki segir frábært að eiga við- skiptafélaga sem hægt sé að treysta fullkomlega. „Við þurfum ekki mikið að rökræða. Þótt allt fari stundum í háaloft þá komumst við alltaf að betri niðurstöðu fimm mínútum seinna.“ Rífist þið? „Já, oft. Bjarki er sá eini sem ég rífst við á fótboltavellinum og gagnkvæmt,“ segir Arnar. „Við lát- um aðra í friði en gagnrýnum hvor annan óspart. Ég veit að hann getur höndlað það og öfugt en við þekkj- um aðra kannski ekki eins vel.“ Bjarki, hvernig myndirðu lýsa Arnari? „Hann er hundleiðinlegur,“ svarar Bjarki að bragði. „Nei, ég er sjálfur mjög heillandi og skemmti- legur maður og við erum mjög líkir þannig að hann hlýtur að vera það líka. Þetta er eins og að lýsa sjálfum sér.“ Hvað greinir ykkur að? „Flestir sem umgangast okkur sjá alveg mun á okkur. Segja að ég sé rólegri en Arnar ævintýragjarnari.“ „Bjarki hefur meira skap en ég,“ upplýsir Arnar. „Hann hefur kannski skapið frá pabba en ég frá mömmu.“ „Ég er sneggri upp og aftur niður. Hann hefur ævintýra- mennskuna. Ég er íhaldssamur en hann ævintýragjarnari og við finn- um jafnvægi í því. Þetta er hin full- komna blanda í viðskiptum,“ segir Bjarki. Þú togar Arnar niður á jörðina? „Já, og hann togar mig upp ef á þarf á halda. Við vegum hvor ann- an upp með kostum og göllum.“ Segja mennirnir sem tala um sjálfa sig í fleirtölu. Og nú er bara að sjá hvort Skagamörkin verði ekki í fleirtölu það sem eftir er sumars. a Þegar Arnar og fyrrverandi kona hans tóku þá ákvörðun að skilja þá hafði ég ekki hugmynd um að það væru vanda- mál hjá honum. Við hjón- in skildum svo tveimur vikum seinna. Þetta segir kannski ýmislegt um það að við erum ekki mikið að ræða tilfinningamál okk- ar á milli. 24 stundir/Árni Sæberg Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir Bjarki til vinstri og Arnar til hægri.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.