24 stundir


24 stundir - 26.07.2008, Qupperneq 36

24 stundir - 26.07.2008, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Lax og silungur er víða á boðstól- um á þessum árstíma þegar veiði stendur sem hæst í ám og vötnum landsins. Sumir sitja jafnvel uppi með mikið af fiski sem þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við. Margir eru vanafastir þegar bleiki fiskurinn er annars vegar og mat- reiða hann alltaf á keimlíkan hátt. Það er samt ekkert sem bannar manni að breyta út af vananum og prófa að klæða fiskinn í nýjan og framandi búning. Fólk til í eitthvað nýtt Sveinn Kjartansson, matreiðslu- meistari á Fylgifiskum, segir að æ fleiri séu tilbúnir að prófa að gera eitthvað nýtt með lax og silung. „Þessir klassísku laxaréttir standa algerlega fyrir sínu. En síðustu ár finnst mér fólk í auknum mæli vera tilbúið að gera eitthvað annað við laxinn og silunginn en gert hefur verið hingað til. Hér áður fyrr keypti fólk þetta aðallega til að reykja og átti síðan reyktan lax út árið,“ segir Sveinn sem er sjálfur óhræddur við að feta ótroðnar slóðir. „Ég hef mikið verið að spreyta mig á því að búa til aust- urlenskan mat, bæði hér á Fylgi- fiskum og heima hjá mér,“ segir Sveinn. „Mér finnst líka gaman að því hvað fiskur er í raun fjölbreyttur og hvað það er hægt að gera mikið úr fiskmetinu,“ bætir hann við. Austurlensk áhrif Sveinn lætur lesendum 24 stunda í té uppskriftir að óhefð- bundnum laxa- og silungaréttum þar sem framandi áhrifa gætir. Meðal annars býður hann upp á ofnbakaðan lax að marokkóskum hætti og austurlenskt núðlusalat með kryddlegnum silungi. Sumir myndu líklega frekar velja hvítan fisk í norðurafríska og austurlenska rétti. „Maður á samt ekki endilega að þurfa að útiloka bleika fiskinn því að þetta passar vel við hann,“ segir Sveinn. Í réttina notar Sveinn krydd- blöndur frá Nomu sem fást í ýms- um sérverslunum með matvörur. „Það má segja að marokkóska bragðið sé í krydddollunni. Það þarf voðalega lítið annað til að fara í bragðlaukaferðalag til Marokkó,“ segir Sveinn Kjartansson mat- reiðslumeistari að lokum. Nýtt og framandi Sveinn Kjart- ansson matreiðslumeistari er óhræddur við að matreiða lax og silung á framandi hátt. Bleikan fisk má matreiða á ýmsa vegu Lax og silungur á framandi hátt Bleikur fiskur hentar vel í framandi fiskrétti að sögn Sveins Kjartans- sonar matreiðslumeistara sem gefur lesendum þrjár uppskriftir. Hann segir að fólk sé í auknum mæli farið að matreiða lax og silung á nýjan hátt. ➤ Sveinn Kjartansson er mat-reiðslumeistari og einn eig- enda Fylgifiska. ➤ Fylgifiskar eru sérverslunmeð fiskafurðir og reka einn- ig veisluþjónustu. ➤ Aðalverslunin er á Suður-landsbraut en einnig er útibú á Skólavörðustíg. ➤ Fyrirtækið var stofnað árið2002. FYLGIFISKAR Ef menn hafa gaman af stang- veiði og kunna að meta reyktan lax eða silung getur verið ráð að fjár- festa í eigin reykofni. Slíkir ofnar henta einnig skotveiðimönnum sem kjósa að reykja bráðina. Reyk- ofnar fást í flestum veiðivörubúð- um og eru búnir til í ýmsum stærð- um og gerðum. Ofnarnir eru mis- dýrir en þeir ódýrustu kosta undir 10.000 krónum. Einnig er hægt að fá ýmsar sagtegundir sem gefa fisknum eða fuglinum ólíkan keim, allt eftir smekk hvers og eins. Eigin reykofn Víngerðarhús Pascals Jolivet er meðal þeirra yngstu og atorkusömustu í Loire-dalnum. Hann hóf víngerðina 1982 með Grand Vins du Val de Loire en stofnaði ekki húsið undir sínu eigin nafni fyrr en 1987. Áætlunin var að sérhæfa sig í gerð vína frá Sancerre- og Pouilly Fumé-svæðunum sem fljótlega öðluðust forystu á vínseðlum Michelin-stjörnu veitingahúsa í Frakklandi og skömmu síðar annars staðar í heiminum. Pascal Jolivet er nú með tæplega 30 ha. í tveimur fremstu víngörðum Sancerre og Pouilly Fumé. Úr hráefninu sem kemur frá þessum víngörðum sem og að- keyptum þrúgum er framleitt bæði rauðvín og hvítvín í gullaldar Loire-stíl. Frískandi sítrustónar í nefi með lime-berki og grænum jurtatónum. Af- gerandi sýra í munni, þó ekki áreitin, með vott af myrkilsveppum og þokkafullum tinnusteinskeimi. Milliþungt og afbragðs jafnvægi. Einfald- lega fyrirtaks vín í alla staði. Algjört matarvín sem færi fullkomlega með humri, skelfiski í rjóma- löguðum sósum, kálfa- eða alifugla-Blanquette og sérstaklega geitaost- um. Þó ekki verra að drekka eitt og sér. Þrúga: Sauvignon Blanc Land: Frakkland Hérað: Loire 3.099 kr. Vín vikunnar Elísabet Alba Valdi- marsdóttir vínþjónn Pascal Jolivet Sancerre Blanc Le Chêne Marchand 2004 LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Þessir klassísku laxaréttir standa algerlega fyrir sínu. En síðustu ár finnst mér fólk í aukn- um mæli vera tilbúið að gera eitthvað annað við laxinn og silunginn en gert hefur verið hingað til. matur Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Barcelona 8. og 15. ágúst frá kr. 29.990 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á vikuferðum til Barcelona, 8. og 15. ágúst. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Frábært mannlíf og óendanleg fjölbreytni í menningu og afþreyingu að ógleymdu úrvali fjölbreyttra verslana í borginni. Gríptu þetta frábæra tækifæri - takmörkuð gisting og sætafjöldi í boði! Örfá sæti laus Verð kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Confortel Barcelona **** í 7 nætur með morgunverði, 8. eða 15. ágúst. Verð kr. 29.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Sértilboð, 8. og 15. ágúst. Verð kr. 69.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Gran Hotel Catalonia **** í 7 nætur með morgunverði, 8. ágúst. Eða Hotel Rivoli Ramblas **** í 7 nætur með morgunverði, 15. ágúst.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.