24 stundir - 26.07.2008, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir
Eftir Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur
heiddis@24stundir.is
Af hverju fluttirðu út? „Ég átti mér þann draum að
stofna hljómsveit og gera það gott í músíkinni, finna
flotta stráka í svörtum, þröngum buxum og Con-
verse-skóm. Langaði að vera eins og Blondie frá því
ég var ellefu ára. Ég komst síðan inn í tónlistarhá-
skóla í Liverpool, greip þá tækifærið og fór út.“
Ertu sest að í Bretlandi til frambúðar? „Já, ég
held það. Í september verða liðin tólf ár frá því ég
flutti. London er æðisleg borg, það er svo mikið um
að vera og margt að gera og sjá.“
Maki/börn? „Já, sambýlismaður og hann á tvö
börn frá fyrra stríði.“
Hver er þín fyrsta minning? „Þegar Bretar við-
urkenndu 200 mílna fiskveiðilögsögu Íslendinga á
þriggja ára afmælinu mínu. Enda pabbi skipstjóri.
Það var sjálfsagt þá sem ég áttaði mig á því að á Bret-
landi vildi ég búa.“
Hvað langaði þig til að verða þegar þú varst lítil?
„Söngkona.“
Mesta skammarstrikið fyrr og síðar? „Skamm-
astrikið … ég var alltaf frekar góð og ekki með mikið
vesen. En ég mun aldrei gleyma því þegar ég var fjór-
tán ára og ákvað að fara heim með strák úr skólanum
eftir skólaball á miðvikudegi. Við vorum nýbyrjuð
saman, ég ætlaði að vera algjör pæja og voða kúl og
stelast heim með honum og horfa á vídeó. En það
leið ekki á löngu þar til dyrabjöllunni var hringt. Í
dyrunum stóð mamma, ekki hress, í náttfötunum,
stígvélum og með hárið út í loftið og spurði mig
hvað þetta ætti að þýða. Hvort ég vissi hvað klukkan
væri. Það sem ég skammaðist mín þá. Sem betur fer
var þessi strákur mjög skilningsríkur og dömpaði
mér ekki alveg strax.“
Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og
hvers vegna? „Svei mér þá, ég held að það sé móðir
mín. Hún er svo æðisleg, skemmtileg, klár og hefur
alltaf rétt fyrir sér.“
Stærsti sigurinn? „Stærsti sigurinn er sá að ég hef
getað unnið við það sem mér finnst skemmtilegast
að gera; að syngja og semja tónlist.“
Mestu vonbrigðin? „Mestu vonbrigðin voru í
fyrra. Ég hafði fengið verkefni sem var 95% öruggt að
yrði að veruleika, hélt því leyndu í fjóra mánuði
svona til öryggis en var farin að
eyða milljónum í huganum og hafa
það mjög gott. Nú svo er auðvitað
mikil pólitík í þessum bransa og á
síðustu stundu breyttist staðan.
Það var mikill grátur þá helgina.“
Hvernig tilfinning er ástin?
„Hún er mismunandi. Áður fyrr
tengdi ég spennu alltaf við ást en
núna held ég að ég sé aðeins þrosk-
aðri. Ástin er hlý tilfinning; maður
fyllist vellíðan og öryggi og er alveg
til í að gefa fótanudd þó maður sé
drulluþreyttur.“
Erfiðasta lífsreynslan? „Ég hef
verið lánsöm en fyrir utan að hafa
sólbrunnið illa á baki og fótbrotn-
að þá held ég að ástarsorgin hafi
verið sú erfiðasta, enda hef ég sam-
ið ansi mörg lög um hjarta mitt og
ástina.“
Hvaða hluti í eigu þinni met-
urðu mest? „Ætli það sé ekki kassa-
gítarinn minn flotti sem ég keypti
þegar ég fékk fyrsta plötusamning-
inn minn.“
Hverjir eru styrkleikar þínir?
„Bjartsýn, skapgóð og skemmtileg.“
Hvaða galla hefurðu? „Ég er
næstum því gallalaus, nema
kannski fyrir gervitennurnar mínar
tvær. Nei, ég get verið viðkvæm,
óörugg og hef ekki þolinmæði
gagnvart því sem mér finnst leið-
inlegt.“
Ef þú byggir yfir ofurmannleg-
um hæfileikum, hverjir væru þeir?
„Að geta flogið og stöðvað stríð og
fátækt (svörin fundust í gömlum
ungfrú Ísland-blöðum).“
Fallegasti staður á Íslandi? „Suð-
urnes á Seltjarnarnesi og Snæfellsnes.
Allt sem endar á nes.“
Skrýtnasta starfið? „Kannski þeg-
ar ég þurfti að vera í Quality street-
kjólnum og gefa Mackintosh́s. Langt,
langt, langt síðan.“
Hvað myndi ævisagan þín heita?
„Sko mína! Eða: Datt, dustaði af
hnjánum og hélt áfram að hlaupa.“
Hver myndi leika þig í kvikmynd
byggðri á ævi þinni? „Cate Blanchett.
Eða Orlando Bloom, hann er svo flottur
með ljósa hárkollu.“
Heiðrún Anna Björnsdóttir, tónlistarkona í London
Ástarsorgin
erfiðust
Heiðrún Anna Björnsdóttir tónlist-
arkona býr og starfar í London og er
þessa dagana að leggja lokahönd á
nýja plötu með hljómsveit sinni Ci-
cada. Auk þess flytur hún í nýtt hús um
helgina.
„Heiðrún Anna
er mjög góð dótt-
ir,“ segir Guðrún
Einarsdóttir,
móðir hennar.
„Hún er opin og
jákvæð, blíð og
góð. Það er ótrú-
legt hvað hún
hefur getað haldið út í því sem
hún hefur verið að gera. Hún er
mjög fylgin sér í þessum draumi
sínum og hefur getað lifað af tón-
listinni síðustu misserin. Heið-
rún Anna heldur líka alltaf mjög
góðu sambandi við mig og fjöl-
skylduna sína hér heima.“
Heldur fast
við drauminn
Regína Bjarna-
dóttir, vinkona
Heiðrúnar Önnu,
segir hana góðan
og traustan vin.
„Hún er mjög
hugmyndarík,
metnaðarfull og
fylgin sér. Hún er
mikil smekkmanneskja og ef
maður þarf að breyta einhverju
heima hjá sér þá leitar maður
ráða hjá henni. Annað sem ein-
kennir hana er að þrátt fyrir að
henni gangi vel í tónlistinni er
hún ekki alltaf að tala um það.
Hún hefur báða fætur á jörðu.
Svo er hún algjör stuðbolti líka!“
Með báða fætur
á jörðu
Tíu ár eru á milli
Heiðrúnar Önnu
og yngstu systur
hennar, Önnu
Lilju. „Hún pass-
aði mig oft þegar
ég var lítil, ég var
litla barnið henn-
ar. Svo flutti hún
að heiman þegar hún var 17 en þá
var ég bara átta ára,“ rifjar Anna
Lilja upp. „Heiðrún Anna er ofsa-
lega ljúf og góð og vill allt fyrir
mann gera. Svo er hún mjög
skemmtileg líka og mikil fé-
lagsvera. Það er alltaf mikil gleði í
kringum hana. “
Ljúf og góð
systir
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Ástin er hlý tilfinning; maður fyllist vellíðan
og öryggi og er alveg til í að gefa fótanudd
þótt maður sé drulluþreyttur.
yfirheyrslan