24 stundir - 26.07.2008, Síða 44

24 stundir - 26.07.2008, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2008 24stundir LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Hvernig væri að safna fyrir hlut- unum sem þig langar í og eiga fyrir þeim áður en þú kaupir þá? spjallið Sparar þú eða ertu eyðslukló? „Ég var mikil eyðslukló en hef náð ágætis jafnvægi í peningamálum í dag. Ég lifi mjög góðu lífi núna.“ Finnurðu fyrir „kreppunni“? „Nei, ég tek auðvitað eftir hækkandi bensín- og matarverði, eins og aðrir landsmenn, en hef ennþá ráð á því að fylla á tankinn. Það breytir því ekki að mér hefur alltaf þótt bensín og matarverð alltof hátt á Íslandi. Það er svartur blettur á annars yndislegu landi.“ Lumarðu á góðum sparnaðarráðum? „Íslendingar eru unglingar þegar kemur að fjármálum. Það er svo auðvelt að sannfæra Ís- lendinga um að kaupa drasl sem þeir hafa ekkert efni á til að ganga í augun á einhverju fólki sem er nákvæmlega sama. Mitt sparnaðarráð er þetta: Hvernig væri að safna fyrir hlutunum sem þig langar í og eiga fyrir þeim áður en þú kaupir þá? Í fyrra tók ég t.d. eldhúsið hjá mér í gegn, lagði fyrir á sérstakan eldhúsreikning og viti menn – þegar kom að framkvæmdum fékk ég staðgreiðsluafslátt alls staðar og eldhúsið reyndist ódýrara en ég átti von á. Nú á ég ógeðs- lega töff eldhús, skuldlaust. Engir bakreikningar eða bréf frá Intrum. Lífið er yndislegt. Þetta er bara spurning um að hinkra aðeins og forgangsraða rétt.“ Páll Óskar Hjálmtýsson tón- listarmaður. Safnaði fyrir eldhúsinu Sparar þú eða ertu eyðslukló? „Ég reyni að spara en það er enginn vandi að vera eyðslukló!“ Finnurðu fyrir „kreppunni“? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég finn aðallega fyrir bensínhækkuninni.“ Lumarðu á góðum sparnaðarráðum? „Já, ég myndi til dæmis vilja benda fólki á að kaupa ekki mikið af tilbúnum mat og skyndimat. Það er mikill peningaþjófur. Fólk er ekkert lengur að elda mat en að hita til- búna matinn. Svo mætti fólk vera duglegra að nota kartöflur. Það er vel við hæfi því árið 2008 er ár kartöflunnar hjá Sameinuðu þjóðunum. Það er hægt að gera svo margt úr kartöflum og elda alla mögulega rétti. Þær þurfa ekki bara að vera soðnar eða bakaðar. Gott er að nota kartöflur, pasta og hrísgrjón til skiptis en kartöflurnar hafa það fram yfir pastað og hrísgrjónin að þær gefa C-vítamín og innihalda mjög mikið af steinefnum. Þær vaxa alls staðar og hafa bjargað mörgum í gegnum tíðina. Sumum finnst gamaldags að nota kartöflur en þær má útbúa á marg- víslegan hátt, t.d. rífa þær á pönnu og bæta pylsum út í.“ Margrét Sig- fúsdóttir hús- stjórnarkennari. Kartöflurnar hafa bjargað mörgum Sparar þú eða ertu eyðslukló? „Fyrir svona tveimur árum var ég alger eyðslukló. Ég keypti ekki bara fullt af ónauð- synjum heldur trassaði ég að borga reikn- inga, yfirdrátt og fleira sem orsakaði enn frekari útgjöld og eyðslu. Svo tók ég mig til, hætti að trassa og minnkaði ónauðsynleg kaup til muna. Nú keppist ég við að fylla sparibaukinn á ný.“ Finnurðu fyrir „kreppunni“? „Get ekki sagt það. Allir sem ég þekki lifa í nær allsnægtum og eru ekki enn atvinnu- lausir. Ég hef ekki ennþá séð fréttir í blöð- unum um aukna aðsókn í súpueldhúsin og ef einhverja ályktun má draga af fjölda nýrra Range Rover-jeppa á götum Reykjavíkur þá hefur fólk það bara mjög gott. Það þarf bara að vera aðeins skynsamara núna en áður.“ Lumarðu á góðum sparnaðarráðum? „Já, ég luma á þónokkrum. Á skotsilfur.com síðunni minni eru sparnaðarráð, bæði frá mér og lesendum síðunnar. Eitt þeirra er að staldra alltaf við og spyrja sjálfan sig hvort að maður þurfi virkilega á hlutunum að halda. Þ.e. að aðskilja langanir og þarfir og versla eftir þörfum.“ Ragnar Freyr, graf- ískur hönnuður og sparnaðarbloggari. Bloggar um sparnað Sparar þú eða ertu eyðslukló? „Ég spara langmest í gegnum lífeyrissjóði og viðbót- arlífeyri. En annars á ég það til að safna mér og það eru mörg ár síðan ég keypti eitthvað á raðgreiðslum. Þær eru upphaf alls ills þegar fjárhagur stórrar fjölskyldu er annars vegar.“ Finnurðu fyrir „kreppunni“? „Andlega, já. Ég held að við hjónin förum sjaldnar í Bónus. Og maður er var um sig. Líka út af verðbólgunni. Maður hugsar sig tvisvar um hvort verðið á þessu eða hinu sé rétt. Maður er líka alltaf dapur þegar maður keyrir frá bensíndælunni. Sem mér þykir leiðinlegt því ég hef persónulega gaman af bensínstöðvum. Eða þótti það. Innst inni er maður líka feginn. Maður vill fá að taka út þynnkuna eftir góðærið.“ Lumarðu á sparnaðarráðum? „Úff. Nei. Manni er varla sjálfrátt þegar kemur að peningum. Það er svo gaman að eyða þeim. Eina ráðið sem ég luma á er að vingast við þjónustufulltrúann sinn. Minn er algjört æði. Kenndi mér að spara. Lætur mig alltaf borga meira í heimilislínuna. Annars er maður bara eins og Íslendingar allir. Við kunnum ekki að spara. Ef við kynnum það værum við að hlæja að kreppunni.“ Mikael Torfason rithöfundur. Keyrir dapur frá bensíndælunni Sparar þú eða ertu eyðslukló? „Bæði já og nei. Það fyrsta sem ég geri um mánaðamót er að leggja fyrir 10% af útborg- uðum launum því það er lykillinn að því að ná tökum á fjármálunum. Þannig er ég alltaf með varasjóð sem ég get gengið í ef óvænt útgjöld koma upp á.“ Lumarðu á sparnaðarráðum? „Já, að spara þessi 10% af útborguðum laun- um og verða nískur á þann sparnað. Þetta er neyslusparnaður og maður notar hann ef mánuðurinn gengur ekki upp. Svo er mjög sniðugt að taka út peninga til neyslu um mánaðamót. Skipta fjárhæðinni í 4 hluta, setja hvern hluta í lokað umslag og merkja umslögin vika 1, vika 2 o.s.frv. Síðan notar maður aðeins þann pening sem er í umslag- inu í neyslu. Ef hann er búinn á fimmtudegi þá verður bara hafragrautur eða eitthvað slíkt fram á sunnudag. Þá er nýtt umslag opnað. Þegar afgangur verður má gera eitt- hvað sérstakt fyrir þann pening. Til dæmis mætti safna afgangi hverrar viku saman yfir mánuðinn og fara síðan út að borða eða leggja inn á ferðabók.“ Guðrún K. Jónsdóttir hjá spara.is. Sniðugt að nota umslagakerfi Hvernig spara þau? Mánaðamótin nálgast og ísskápurinn er jafntómur og banka- reikningurinn. Kvíðahnúturinn í maganum fer stækkandi í jöfnu hlutfalli við hækkandi íbúðalán og allt í einu verður auðveldara að skilja af hverju afi og amma hentu aldrei neinu, gerðu við allt, bruðluðu ekki með neitt. Þetta var ekki sérviska, heldur sjálfs- bjargarviðleitni. Eða bara ákveðinn lífsstíll. Fimm Íslendingar lýsa því hvernig þeir spara og spandera. heiddis@24stundir.is

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.