24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 4
● 3. apríl: Málefni REI og OR til umræðu. Óskar lætur bóka, ásamt borgarráðsfulltrúum hinna minnihlutaflokkanna, að það sýni „hversu ramm- villtur Sjálfstæðisflokkurinn er í eigin pólitísku öngstræti þegar hann leitar skjóls á bak við meinta afstöðu minnihlut- ans til REI-málsins þegar um- boð borgarstjóra [Vilhjálms Þ.] þáverandi hafi verið um- boðslaus á fundinum í stjórn Orkuveitunnar 3. október sl.“ ● 23. apríl: Óskar skrifar grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Hvað segja Sjálfstæðismenn nú?“ Í nið- urlagi segir að „sagan sem skrifuð er þessa dagana er saga niðurlægingar. Höfundar hennar, leikstjórar og aðal- leikarar eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.“ ● 25. apríl: Borgarráð sam- þykkir að selja Fríkirkjuveg 11. Óskar lætur bóka að það blasi við „að Sjálfstæðisflokk- urinn og F-listinn hafa notað almannafé til þess að kaupa ónýtt hús fyrir 580 milljónir og fjármagnað þau kaup með sölu á einu glæsilegasta og virðulegasta húsi borg- arinnar.“ ● 25. apríl: Vegna málefna Orkuveitunnar og REI lætur Óskar, ásamt öðrum í minni- hluta bóka að „ósamstaða Sjálfstæðisflokks í málefnum Orkuveitunnar og REI er löngu farin að skaða hags- muni fyrirtækjanna og borg- arbúa. Niðurstaða Sjálfstæð- isflokksins virðist enn og aftur vera viðbragðapólitík … enn og aftur virðist Sjálfstæð- isflokkurinn ætla að falla í þá gryfju að reyna að leysa inn- byrðis ágreining og valdabar- áttu með skyndihugdettum um sölu þar sem hagsmunir borgarbúa og Orkuveitunnar eru fyrir borð bornir.“ ● 3. júní: Í umræðum um uppsögn forstjóra Orkuveit- unnar lætur Óskar bóka að „frá því að Sjálfstæðisflokk- urinn og F-listinn tóku við stjórnartaumum í Orkuveitu Reykjavíkur og REI hafa fyr- irtækin mátt þola árásir og ófrægingarherferð pólitískrar yfirstjórnar … eftir rúma þrjá mánuði er búið að rústa fyr- irtækinu REI og stórskaða Orkuveitu Reykjavíkur.“ ● 4. júlí: Í frétt 24 stunda um uppsagnir starfsmanna REI segir Óskar orðrétt að „það er mikil óvissa sem er þarna í gangi og mér finnst Sjálfstæð- isflokkurinn vera búinn að rústa fyrirtækinu.“ 4 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 24stundir Eftir Kristínu Ýri Gunnarsdóttur kristing@24stundir.is „Mér finnst sálfsagt og sjálfgefið að taka þátt í þessu átaki, ég hef óbeit á ofbeldi,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. „Frá því ég byrjaði í pólitík hef ég verið viss um að ef eitthvað skiptir miklu máli þá er það að auka réttindi kvenna. Það skiptir ekki eingöngu máli fyrir konur heldur einnig fyrir samfélagið í heild.“ Ingibjörg Sólrún hvetur alla sem eitthvað mega sín til að leggja UNIFEM og átakinu Segjum NEI við ofbeldi gegn konum lið. Í gær fór UNIFEM á Íslandi af stað með átakið Segjum NEI við ofbeldi gegn konum. Það er hluti af verkefni sem höfuðstöðvar UNIFEM í New York fóru af stað með í nóvember á síðasta ári í samtarfi við velgjörðarsendiherra sinn Nicole Kidman. Á heimasíðunni www.unifem.is er hægt að skrifa nafn sitt til stuðn- ings átakinu og mun átakið standa í tólf vikur eða til 6. nóvember. Eft- ir það munu undirskriftirnar verða sendar til höfuðstöðva UNIFEM í New York sem ljúka heimsátakinu 25. nóvember næstkomandi. Regína Bjarnadóttir, stjórnar- formaður UNIFEM á Íslandi, segir að ofbeldi gegn konum sé eitthvað sem getur ekki beðið. „Að minnsta kosti ein af hverj- um þremur konum er barin, þvinguð til kynlífs eða misnotuð á annan hátt einhvern tímann á lífs- leiðinni,“ segir hún. UNIFEM á Íslandi tekur þátt í heimsátaki með því að safna undirskriftum á heimasíðu sinni Segjum NEI við ofbeldi gegn konum í heiminum ➤ Algengast er að líkamlegt of-beldi sem konur upplifa sé af hendi maka eða annars ná- komins. ➤ Áætlað er að á heimsvísumuni fimmta hver kona verða fyrir nauðgun á lífsleiðinni. OFBELDI Undirskrift Ingibjörg Sólrún styður málstað- inn auk ráðherranna Guðlaugs Þórs og Krist- jáns Möller. Eftir Elías Jón Guðjónsson og Þórð Snæ Júlíusson Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur hafa formlega hafið við- ræður um myndun nýs borgar- stjórnarmeirihluta í Reykjavík. Óskar Bergsson, oddviti Fram- sóknarflokks, hringdi í oddvita annarra flokka í fráfarandi minni- hluta á sjöunda tímanum í gær- kvöldi og tilkynnti þeim um slíkt. Fyrr um daginn hafði Sjálfstæðis- flokkurinn slitið meirihlutasam- starfi sínu við F-lista Ólafs F. Magnússonar. Því er fjórði borg- arstjórnarmeirihlutinn á 27 mán- uðum að myndast. Samstarfi við Ólaf slitið Hanna Birna Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leið- togar Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, funduðu lengi með Ólafi á miðvikudagskvöldið. Í kjölfarið funduðu þau síðan með borgar- stjórnarflokki sínum. Heimildir 24 stunda herma að þar hafi verið ákveðið að slíta meirihlutasam- starfinu við Ólaf. Sá möguleiki var síðan ræddur í gærmorgun, fyrir borgarráðsfund, að Ólafur myndi segja af sér sem borgarfulltrúi og hleypa Margréti Sverrisdóttur inn í sinn stað. Með því hefði verið hægt að mynda hinn svokallaða Tjarn- arkvartett á ný. Samkvæmt heim- ildum 24 stunda var sá möguleiki ræddur við Óskar Bergsson. Eftir að fundinum lauk ræddu Óskar og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, við blaða- menn. Þar sagði Óskar að engar formlegar né óformlegar viðræður hefðu átt sér stað milli hans og Sjálfstæðisflokks um samstarf. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks yfirgáfu hins vegar borgarráðs- fundinn um brunaútgang til að mæta ekki spurningum blaða- manna. Ekki náðist í neinn þeirra símleiðis í gær. Í kjölfarið hófust þreifingar milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks og Óskar tilkynnti, líkt og fyrr segir, fyrrum félögum sínum í minnihluta um þær viðræður í gærkvöldi. Fjórði meirihluti kjörtímabilsins  Viðræður hófust í gær milli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks um myndun nýs meiri- hluta í Reykjavík  Samstarfi við Ólaf F. Magnússon og F-lista var slitið í gærmorgun Farinn út „Við getum fullvissað ykkur um það að þetta er meirihlutasamstarf sem hvílir á traustum málefnalegum grunni,“ sagði Ólafur F. Magnússon 21. janúar. Því samstarfi er nú lokið. ➤ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmssonvarð borgarstjóri Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks. ➤ Dagur B. Eggertssons varðborgarstjóri F-lista, Fram- sóknar, Samfylkingar og Vinstri grænna. FYRRI MEIRIHLUTAR Útlit er fyrir að nýr borgarstjóri taki við í Reykjavík, væntanlega í næstu viku. Hafa þá fjórir borg- arstjórar verið á launum hjá Reykjavíkurborg á árinu. Bæði Dagur B. Eggertsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson voru á biðlaunum fram í apríl og Ólafur F. Magnús- son hefur verið borgarstjóri frá því í janúar og á því rétt á þriggja mán- aða biðlaunum. Laun borgarstjóra nema um 1,1 milljón króna á mánuði. Vilhjálmur Vilhjálmsson var borgarstjóri í rúmt ár en hann lét af embætti í október á síðasta ári. Dagur B. Eggertsson var borgar- stjóri í rúmlega þrjá mánuði og Ólafur F. Magnússon hefur verið borgarstjóri í tæpa átta mánuði. Tíð borgarstjóraskipti í Reykjavík Fjórir á launum í ár Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu hvað það kostar að fjar- lægja rauð augu af stafrænni mynd sem á að fram- kalla, miðað við eina mynd og tvö rauð augu. Hrað- filman býður upp á þessa þjónustu ókeypis með framköllun, en dýrust er hún í Hans Petersen, eða 450 krónur á augnaparið. Athugið að ekki er tekið tillit til þjónustu og gæða og könnunin er ekki tæmandi. Óheimilt er að vitna í þessa könnun í auglýsingum. 450% munur á myndvinnslu Ásta Bjarnadóttir NEYTENDAVAKTIN Ljósmyndavinnsla (rauð augu fjarlægð) Verslun Verð Verðmunur Hraðfilman 0 Myndhraði 100 100 % Myndval 100 100 % Ljósmyndavörur 180 180 % Úlfarsfell 180 180 % Hans Petersen 450 450 % ÓSKAR BERGSSON SEGIR

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.