24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 24stundir Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór Markviss uppbygging og styrking fyrir líkamann. Sérstök áhersla lögð á miðjuna – kvið og bak. Hentar öllum aldurshópum og líkamsgerðum. Þú finnur strax árangur eftir fyrstu æfinguna án þess að reyna of mikið á þig. Kennt er 2x í viku 60 mínútur í senn. Í boði eru morgun-, hádegis- og síðdegisnámskeið. l Frjáls aðgangur að tímum í opna kerfinu og tækjasal Barnagæsla - Leikland JSB Vertu velkomin í okkar hóp! Staðurinn - Ræktin telpurS onuK r Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Innritun stendur yfir í síma 581 3730 Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi RopeYoga Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Viðbúið er að tilboðum verktaka í opinber útboð fjölgi og þau lækki sem hlutfall af kostnaðaráætlun, sökum minni umsvifa einkaaðila í byggingageiranum. „Það er ekkert vafamál að það verður harðnandi samkeppni um opinber verkefni,“ segir Garðar Þorbjörnsson, eigandi verktakafyr- irtæksins Urðar og grjóts, en fyr- irtækið hefur aðallega unnið í op- inberum framkvæmdum. „Sárafáir hafa boðið í verk sem borgin hefur boðið út undanfarin ár. Það er að breytast.“ Viðbúið að tilboðin lækki Þorkell Jónsson, deildarstjóri á mannvirkjaskrifstofu Reykjavíkur- borgar, segir að enn sem komið er sé ekki farið að bera á því að verk- takar bjóði lægra hlutfall af kostn- aðaráætlun en áður. Hins vegar sé líklegt að það fari að gerast. „Það er viðbúið að við förum að sjá lægra verð, þar sem margir eru að draga í land með einkaframkvæmdir.“ Hið opinbera má jafnframt fara að búast við hagfelldari tilboðum frá arkitektastofum, enda segist Þorkell heyra það á samtölum við arkitekta að verkefnum hefur fækkað. „Við höfum fengið upp- hringingar þar sem arkitektastofur bjóða fram þjónustu sína sökum þess að einkaaðilar hafa kippt að sér höndum og geta ekki haldið áfram með hafin verk.“ Garðar bendir á að undanfarin ár hafi verktökum fjölgað talsvert, en margir hafi hingað til eingöngu unnið fyrir einkaaðila í bygginga- bransanum. „Nú er sá bransi alveg steindauður og þá leita menn þangað sem vinnu er að hafa.“ Hann segir innflutning á vinnu- vélum hafa verið gífurlegan á því uppgangs- og þensluskeiði sem verið hefur undanfarin ár. Sem dæmi séu þrisvar sinnum fleiri gröfur en leigubílar á höfuðborg- arsvæðinu. Erfitt sé að selja vinnuvélarnar í dag þar sem lítið er um verkefni, og því þurfi verktakar að velja á milli þess að láta vélar og mannskap standa ónotaðan, eða taka þau verk sem bjóðast. Fleiri tilboð í kreppunni  Lægri tilboð í opinber útboð vegna minni umsvifa einkaaðila Samkeppni Garðar býst við aukinni samkeppni um opinber verkefni. ➤ Borgin tók í vikunni tilboðiUrðar og grjóts í fram- kvæmdir við stíga á Ægisíð- unni, sem hljóðaði upp á 76% af kostnaðaráætlun. ➤ Búist er við því að tilboð farilækkandi á næstunni sem hlutfall af kostnaðaráætlun. TILBOÐIN MUNU LÆKKA Vísitala íbúðaverðs í júlí hækkaði um 0,8% frá fyrri mánuði, sam- kvæmt frétt frá Fasteignamati rík- isins. Síðastliðna 3 mánuði hækk- aði vísitalan um 1,2%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún lækkað um 1,8% og hækkun síðastliðna 12 mánuði var 2,6%. Þessi hækkun heldur þó ekki í við almenna verðlagshækkun, og nemur raunlækkun í júlí 0,1% frá fyrir mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur fasteignaverð lækkað um 10,9% að raunvirði. „Ýmsar vísbendingar eru um að fasteignaverð muni taka að lækka á árinu en miklar sveiflur hafa verið í verðþróun vegna lítilla umsvifa á fasteignamarkaði,“ sagði í Hálffimmfréttum greiningardeildar Kaup- þings í gær. Jafnframt sagði þar að ljóst sé að niðurfelling stimp- ilgjalda, sem tók gildi hinn 1. júlí, hafi aukið umsvifin að undanförnu. Eins og sagt hefur verið frá jókst velta á fasteignamarkaði í júlí um 40% frá fyrri mánuði. Hún var þó rúmlega 40% undir meðalveltu í júlí síðustu sex ár, bendir greiningardeild Kaupþings á. hos Fasteignaverð lækkar að raunvirði „Draumurinn er að starfrækja setur og stofna til alþjóðlegs fræði- samstarfs í kringum viðburðinn,“ segir Kári Bjarnason, forstöðu- maður Bókasafns Vestmannaeyja, og bætir við að í október haldi fé- lagið Sögusetur 1627 ráðstefnu í Vestmannaeyjum um Tyrkjaránið. Hún er haldin í tilefni þess að Reisubók sr. Ólafs Egilssonar hefur nú verið gefin út á ensku. Erlendir fræðamenn á sviði sjórána á 16. og 17 öld hafa tilkynnt komu sína. áb Sögusetur 1627 heldur alþjóðlega ráðstefnu Sögu- og fræðasetur í kringum Tyrkjarán „Verðlistinn frá Norðlenska er mikið áfall fyrir bændur og langt undir væntingum. Bændur þurfa að mæta miklum hækkunum á aðföng- um, m.a. vegna hækkana erlendis, t.d. á áburði og olíu. Þetta eru þættir í rekstrinum sem bændur hafa engin áhrif á og verða að sækja í hærra af- urðaverði,“ segir Haraldur Bene- diktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, í samtali við Bændablaðið. Norðlenska matborðið birti í gær, fyrst afurðasölufyrirtækja, verðskrá fyrir sauðfjárafurðir haustið 2008. Í megindráttum eru breytingarnar fólgnar í 15% hækkun á alla kjöt- flokka og greiðslur fyrir kjöt til út- flutnings hækka um tæp 29%. Sauð- fjárbændur hafa beðið óþreyjufullir eftir verðlistum sláturleyfishafa og ljóst að rekstrargrundvöllur margra sauðfjárbúa er brostinn við þessi tíð- indi. Sauðfjárbændur gerðu sér von- ir um hækkanir allt að 27%. For- maður Bændasamtakanna telur að afurðasölufyrirtækin, sem mörg hver eru í eigu bænda og stjórnað af þeim, þurfi að fara ít- arlega yfir þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Afurðaverð Norðlenska Langt undir vænt- ingum bænda

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.