24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 40
24stundir ? Jahérna, sagði þulurinn í lok frétta-tíma útvarpsins klukkan þrjú í gær.Hann var ekki að tjá sig um ástandið íGeorgíu og ekki um tapið gegn Suður-Kóreu. Hann var að tala um Ráðhúsið.Og hvað er hægt að segja annað en ja-hérna? Kjörtímabilið hálfnað og fjórðimeirihlutinn að taka við. Og fjórði borgarstjórinn fær að sveipa sig keðj- unni góðu. Hanna Birna og félagar fá verðugt verkefni: Að vinna traust borgarbúa og endurheimta glatað fylgi. Það gera þau auðvitað með því að sýna dugnað og samviskusemi í störfum sínum. Tími pólitískra loftfimleika við Tjörnina er vonandi liðinn. Það var rökrétt hjá Óskari Bergssyni að velja samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn, enda fær hann svigrúm til að sýna hvað í honum býr og tækifæri til að þoka Framsókn frá núllpunktinum. Og til eru þeir – í Sjálfstæðisflokki og Framsókn – sem sjá samstarfið í Reykjavík sem eins konar generalprufu fyrir leikrit sem sett verði upp í lands- málunum í haust, með liðstyrk frá Frjálslynda flokknum. En það er nú efni í annað vers. Staða Samfylkingarinnar í Reykjavík er firnasterk og Dagur hefur leitt flokk- inn í áður óþekktar hæðir. Tjarnarkv- artettinn er að vísu orðinn að tríói eða jafnvel bara dúett Dags og Svandísar, en svo kann að fara að Dagur syngi sóló í Ráðhúsinu eftir hálft annað ár. En átján mánuðir eru óralangur tími í pólitík, sérstaklega í Reykjavík. Fullreynt er í fjórða sinn Hrafn Jökulsson horfir á leikhúsið við Tjörnina YFIR STRIKIÐ Batnar Reykjavík? 24 LÍFIÐ Það eina sem gagnrýnanda blaðs- ins fannst leyndardómsfullt við X- Files var að myndin er aðeins í meðallagi. X-Files fær þrjár stjörnur »34 Nýr hálftíma langur útvarpsþáttur Magnúsar R. Einarssonar, Heim- sauga, hefst í dag á gömlu Gufunni. Heimsauga hefst í dag á Rás 1 »38 Villi segir samstarfið við Lúðrasveit verkalýðsins minna á þýska her- skipamynd. 200.000 naglbítar blása í lúðrana »35 ● Syngjandi bý- flugur á Skjá 1 „Stærsta verkefnið okkar í haust er framleiðsla á Sing- ing Bee sem er gerður eftir bandarískri fyr- irmynd en þar mun Jónsi í svörtum fötum stjórna liðakeppni er kannar minni fólks á sönglagatextum,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir hjá Skjá 1 er kynnti í gær vetrardagskrá sína. „Við fáum tvö fyrirtæki í hvern þátt til þess að senda inn kepp- endur. Svo krýnum við í hverjum þætti meistara sem á möguleika á því að vinna peningaverðlaun.“ ● Vöfflur og úti- vist „Kaldársel er alveg kjörinn stað- ur fyrir fjölskyld- una til að koma og njóta náttúrunnar svona stutt frá höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Gunn- ar Ingimundarson, meðlimur í stjórn sumarstarfs KFUM og KFUK í Kaldárseli. Þar verður opið hús og vöfflukaffi á sunnudaginn kl. 13-17, auk þess sem hoppukast- ali verður á svæðinu. „Náttúran þarna í kring, hraunið, áin og fjöllin, veitir algert skjól frá skarkala höfuðborgarsvæðisins. Við getum svo bent fólki á góðar gönguleiðir.“ ● Hallveig „Reykjavík þarf á almennilegri hús- freyju að halda til að taka til í borg- inni, þannig kemur Hallveig til,“ segir Guðrún Birna le Sage de Fontenay, nýkjörinn formaður stjórnar Hall- veigar, félags Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Á aðalfundi var kosið um nýtt nafn og varð að ráði að nefna fé- lagið í höfuðið á Hallveigu Fróða- dóttur, fyrstu húsfreyju í Reykjavík og konu Ingólfs Arnarssonar. Guð- rún segir vel til fundið að heiðra allar húsfreyjur veraldar með nafngiftinni. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við     Í sumarskapi !! í takt við tímann... 70% afslátt ur 20% afslátt ur 30 % afslátt ur NÝTT KORTAT ÍMABIL !!! 119kr.stk. Coke lig ht 2 lítrar Súkkula ðibita- kaka 179kr.kg Goða sv ið frosin 899 kr. pk. kr. pk. Fresche tta cham pions pizza Closan F lush salernis vörur 988 kr. kg Goða lam balæri frosið 2 stk í pk! 40% afslátt ur41% afslátt ur 998 kr. kg Grísahnak ki úrbeinað ar sneiða r 1698 kr. kg Móa kjúk linga- bringur 59kr.stk. Quaker Rug Fra s249 kr. pk. Rib wor ld spare ribs998

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.