24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 24stundir Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8 DUKA Kringlunni 4-12 Sími 533 1322 | duka@duka.is Gamall kjóll Angelu Frá árinu 2002. Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Angela Stokes kom til Íslands árið 2002 í þeim tilgangi að taka þátt í sjálfboðaverkefni á Sólheimum, þá 24 ára. Þrátt fyrir ungan aldur var líkamlegt ástand hennar slakt. Hún hafði frá barnæsku aukið jafnt og þétt við þyngd sína, borðað óholla fæðu í óhófi og var orðin afar þung eða um 140 kg. „Ég var alltof feit, alltaf þreytt, orkulaus, geðvond og alltaf veik eða slöpp,“ sagði hún. „Ég var líka alltaf reið og sár,“ bætir hún við. „Búin að gefast upp á sjálfri mér og möguleikanum á grönnum og hraustum líkama og reiðin, þunglyndið, afneitunin, særindin og þunglyndið sem fylgdi líkamlegu ástandi mínu litaði líf mitt. Ég sá það ekki fyrr en eftir breytinguna, hversu lítið og fúlt líf mitt var. Ég lifði í vörn. Þrátt fyrir að ég ætti augljóslega við offitu- vandamál að stríða þá átti ég afar erfitt með að vera nærri fólki sem talaði um offitu og ofát, megrun og fleira. Ég lét sem ekkert væri en þegar ég var ein brotnaði ég niður og fór yfir samtöl og athugasemdir fólks tímunum saman af þrá- hyggju. Velti mér upp úr áliti ann- arra og uppgjöf minni. En án þess að gera nokkuð sem skipti máli. Ég var sem lömuð. Þóttist kannski gera eitthvað frá degi til dags en þær breytingar og tilraunir til betra lífs voru alltaf til skamms tíma og einfaldlega alls ekki nógu stórtækar til að vinna á offitu minni.“ Það er erfitt að ímynda sér An- gelu um 80 kílóum þyngri en hún er í dag. Hún er smábeinótt, grönn og stælt, og heilbrigt, geislandi litaraft húðar hennar vekur athygli blaðamanns. En hvað gerðist á Sólheimum? „Líf mitt breyttist á einni nóttu,“ segir Angela. „Ég man hvaða dag það var, 30. maí 2002. Þá rétti sam- starfskona mín á Sólheimum mér bók um hráfæði sem ég las seinna um kvöldið. Ég vakti síðan alla nóttina og gat ekki sofið, ég var ákveðin í að mér skyldi takast að lifa þessum lífsstíl og mér tókst það,“ bætir hún við. „Nú er lífið stærra, fullt af möguleikum og ég er að lifa því til hins ýtrasta,“ segir hún og brosir innilega. En var þetta ekki strembið? „Jú, ég get ekki neitað því,“ segir Angela. „Fyrstu dagarnir og vik- urnar voru erfiðar og tóku á líkam- ann en átakinu fylgdi líka mikil sig- ursæla því kílóin hrundu af mér. Þegar þyngdartapið er svo hratt er það sterk hvatning. Ég trúði því stundum varla sjálf hversu hratt líkaminn hreinlega skrapp saman. Ég gladdist í hvert skipti sem ég steig á vigtina og leit í spegil. Ég sá nýja manneskju í mótun og hlakk- aði til að hitta hana,“ bætir hún við. Angela segist hafa fengið nið- urgang, hausverk, svitaköst og verki um allan líkamann. Auk þess hafi hún fundið svo sterkt fyrir löngun í annan mat að hún líkir henni við fíkn í ávanabindandi efni. „Tímabilið leið svo hjá og þá fór ég að finna að ég hafði meiri orku til alls, ég fann ekki til þunglyndis, húðin varð björt og falleg, augun skýr og lífið fór að opnast í allar áttir. Það er ótrúleg upplifun að breyta lífi sínu því það er svo erfitt að viðurkenna að maður verði að gera það, að maður hafi gert mis- tök, sé veikgeðja og verði að gera betur.“ Hvað er hráfæði? Þeir sem eru á hráfæði borða einungis hrátt grænmeti, ávexti, fræ, hnetur og sjávarþara. Ekki má hita matinn upp fyrir 48°C því við hitun skemmast ensímin í matn- um. „Við þurfum ensím til að melta mat, hráfæði gengur mikið út á að fæðan gangi vel og auðveldlega í gegnum líkamann og sé að auki sneisafullur af næringarefnum. Þá sem borða hráfæði þarf ekki að skorta neitt en þeir þurfa að vera úrræðagóðir í matreiðslunni,“ segir Angela. „Hér á landi er gott hrá- efni, ég er sérstaklega hrifin af blá- berjunum hér og ég tíndi mikið af þeim til matreiðslu. Þá er ég hrifin af sölvum og fjallagrösum.“ Kúrbítspasta 1 heill kúrbítur 5 stórir tómatar 2 hvítlauksgeirar ½ chili 1 rauð paprika handfylli ólífur 1 bolli niðurskorið sellerí ½ bolli niðurskorið fennel Skerið kúrbítinn í eins mjóa strimla og mögulegt er svo útkom- an verði ekki ólík núðlum. Ef þið búið svo vel að eiga skurðarvél sem sker í þunnar ræmur er tilvalið að nota slíka. Setjið tómata, ólífuolíu, hvítlauk, chili og papriku í bland- ara og maukið. Saltið og piprið að vild. Hellið maukinu yfir kúrbíts- strimlana og skreytið með ólífum, fennel og selleríi. Angela missti meira en 80 kíló á stuttum tíma en borðaði þó fylli sína Girnilegt og heilsu- bætandi hráfæði Hvað er hráfæði, hverjir eru kostir þess eða gallar og hvernig er hráfæði eldað? Angela Stokes er ung bresk kona sem kynnir lesendum lífsstíl- inn sem henni er svo annt um, enda tók líf hennar stórtækum breytingum eftir að hún tileinkaði sér hann. Fyrirmyndar hráfæði Íslensk bláber í kökur, sal- öt og orkustangir. Hráfæðisréttur Kúr- bítsnúðlur og tómatsósa með ólífum og selleríi. Matur Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is 24 Stundir/Ómar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.