24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 15.08.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 24stundir Kartaflan er sprottin Kartöflur hafa verið eitt helsta meðlæti á borðum Íslendinga í aldaraðir. Þær geyma mikilvæga menningarsögu sem Hildur Hákonardóttir rekur af sinni alkunnu frásagnargleði og ritsnilld. Hildur fór víða til að kynna sér ræktun kartöflunnar, allt frá Perú til Eyrarbakka. Og fólkið bak við kartöfluna, litríkir indjá- nar jafnt og vaðmálsklæddir Íslendingar, lifna við á síðunum. Stórskemmtilegt og heimspekilegt ævintýri fyrir alla sem vilja rækta garðinn sinn! www.salkaforlag.is Móðir og tvö börn hennar voru myrt í hnífstunguárás á heimili í Grefsen, úthverfi Óslóar, í gær. Lögregla hefur mann í haldi grunaðan um verknaðinn, en sá var hand- tekinn á tröppum heimilisins. Að sögn tengdust árásarmað- urinn og fórnarlömbin fjöl- skylduböndum og segjast ná- grannar hafa orðið varir við mikil rifrildi á umræddu heimili að undanförnu. Lög- regla kom að börnunum látn- um, en móðirin lést á leið á sjúkrahús. aí Fjölskylduharmleikur Móðir og börn myrt í Ósló STUTT ● Framboð Austurríski hægri- maðurinn Jörg Haider tilkynnti í gær að hann hygðist verða efsti maður á lista Samtaka um framtíð Austurríkis í komandi þingkosningum. Haider sagðist telja það skyldu sína að fara í framboð á ný. ● Skotárás Bill Gwatney, for- maður Demókrataflokksins í Arkansas-ríki, lést á miðviku- daginn af völdum skotsára sem hann hlaut þegar byssu- maður gekk inn í höf- uðstöðvar flokksins og skaut hann nokkrum sinnum. Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Lítið hefur farið fyrir mótmælum í Peking frá setningu Ólympíuleik- anna, þó að kínversk yfirvöld hafi sérstaklega tiltekið þrjá garða í höf- uðborginni þar sem mönnum yrði frjálst að mótmæla. Umræddir garðar hafa verið nær mannlausir síðustu daga, ef frá eru taldir nokkrir óeinkennisklæddir lögreglumenn, og margir þeirra sem hafa sótt um leyfi til mótmæla hafa verið handteknir. „Frjálst“ að mótmæla Skömmu fyrir Ólympíuleikana heimiluðu yfirvöld að óbreyttum borgurum væri frjálst að sækja um leyfi til að koma skoðunum sínum á framfæri á afmörkuðum svæðum í höfuðborginni. Margir verðandi mótmælendur hafa hins vegar verið handteknir í miðju umsóknarferlinu. Er þetta ein af mörgum aðgerðum Kína- stjórnar til að koma í veg fyrir það sem hún álítur vandræðalegar mótmælasamkomur meðan á leik- unum stendur. Skrípaleikur Sophie Richardson, talsmaður Mannréttindavaktarinnar, gagn- rýnir hegðun Kínastjórnar harð- lega. „Ferlið til að sækja um leyfi til að mótmæla snýst augljóslega ekki um að auka tjáningarfrelsi fólksins, heldur á það að auðvelda lögreglu enn frekar að bæla það niður.“ Nauðungarflutningar Zhang Wei er ein þeirra sem nú eru í haldi lögreglu eftir að hún sótti um leyfi til að mótmæla því að yfirvöld hefðu flutt fjölskyldu hennar nauðungarflutningum af einbýlishúsalóð sinni í Peking. Sonur hennar, Mu Yu, segir móður sína hafa verið handtekna í síðustu viku fyrir að „trufla fé- lagslega reglu“. Zhang átti upphaf- lega að losna úr haldi eftir þrjá daga. Fjölskylda hennar hefur hins vegar ekkert heyrt í henni, en til- kynnt að varðhaldið hafi verið framlengt um 30 daga. Mannlausir garðar Á vef BBC segir að síðustu daga hafi verið lítil umferð í görðunum þremur; Shijie, Ritan og Zizhuyu- an. Starfsmaður Shijie-garðsins segir að ekki ein einustu mótmæli hafi átt sér stað í garðinum frá því að leikarnir voru settir 8. ágúst síð- astliðinn. Svo kann að vera að mótmæl- endum hafi snúist hugur er þeir hafa séð fjölda lögreglubíla við inn- ganga garðsins. Á hverju götuhorni Lögreglumenn og sjálfboðaliðar klæddir rauðum armböndum eru nú á nánast hverju götuhorni í Peking til að koma auga á og stöðva hvers kyns vandræði í fæðingu. Þannig voru átta handteknir í Pek- ing á miðvikudaginn eftir að þeir mættu með borða og hrópuðu slagorð til stuðnings frjálsu Tíbet. Þá hefur fjölda þekktra andófs- manna í borginni einnig verið skipað að láta lítið fyrir sér fara meðan á leikunum stendur. Mótmæli enn óvelkomin í Peking  Garðarnir þrír sem voru ætlaðir fyrir mótmælendur í borginni eru nær mannlausir Mótmæli Ungur drengur stillir sér upp með mót- mælaskilti í leyfisleysi í garði í Peking. ➤ Kínastjórn bannar nánastallar tegundir af mótmælum. ➤ Í síðasta mánuði var ákveðiðað „heimila“ mótmæli í þremur almenningsgörðum í Peking. ➤ Var það gert til að „efna“loforð sem Kínastjórn gaf Al- þjóðaólympíunefndinni á sínum tíma um að reglur um mótmæli yrðu rýmkaðar. MÓTMÆLI Í PEKING Rússneskar hersveitir héldu í gær áfram að koma svæðum í kringum borgina Gori aftur í hendur georgískra öryggissveita. Rússar virðast þó ætla að fara hægt í sakirnar þar sem háttsettur rússneskur hershöfðingi sagði að þeir gætu þurft að vera í nokkra daga í viðbót í Gori til að fjarlægja vopn og koma á röð og reglu. Nokkuð var um að heyrðist í sprengjum í kringum borgina, en auk þess bárust fréttir af því að rúss- neskir hermenn ynnu að því að eyðileggja flugvelli, herstöðvar og önnur mannvirki á leið sinni út úr Georgíu, til að valda Georgíumönn- um sem mestu fjárhagslegu tjóni. Dmitri Medvedev fundaði með leiðtogum aðskilnaðarsinna í Suð- ur-Ossetíu og Abkasíu í Moskvu og hét þeim stuðningi, sama hvaða ákvarðanir yrðu teknar um framtíð héraðanna. aí Rússar fara hægt í sakirnar Koma svæðum aftur í hendur Georgíumanna Bandaríski heimilsfaðirinn Ray- mond Thurmond hefur verið handtekinn fyrir að hafa haldið konu sinni og fjórum börnum föngnum í hjólhýsi við viðbjóðs- legar aðstæður um þriggja ára bil. Lögreglumenn sem fyrst skoðuðu hjól- hýsið í bænum Lavonia í Georgíu- ríki þurftu að klæðast gasgrímu þegar þeir héldu inn, vegna mikils óþefs. Inni í hjólhýsinu fundust þúsundir kakkalakka og annarra skordýra, auk gamalla matarleifa. Börnin, sem eru 14, 13, 12 og 9 ára, voru öll mjög vannærð og eru þau nú í umsjá barnavernd- aryfirvalda. Elsti drengurinn er sá eini sem hefur farið í skóla. aí Bandarísk fjölskylda Haldið föngnum í hjólhýsi í 3 ár Bandaríkjamenn og Líbíumenn hafa skrifað undir samning sem felur í sér að bætur skuli greiddar til ættingja fórnarlamba fjögurra sprengjuárása, þar á meðal árásar á flugvél yfir skoska bænum Loc- kerbie 1988 þar sem 270 manns fórust. Samningurinn var undirritaður í Tripoli, höfuðborg Líbíu, en von- ast er til að hann marki nýtt upp- haf í samskiptum ríkjanna tveggja. aí Árásin yfir Lockerbie Ná samkomulagi um skaðabætur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.