24 stundir - 19.08.2008, Page 8

24 stundir - 19.08.2008, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 VITA er í eigu Icelandair Group og flýgur með Icelandair á vit ævintýranna. VITA er lífið Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur Skráðu þig í netklúbbinn - VITAferðir.is Til Ítalíu á skíði hið ljúfa la dolce líf Madonna di Campiglio og Canazei Verð frá 109.900 kr. og 15.000 Vildarpunktar á mann í þríbýli, 2 fullorðnir og 1 barn, í 7 nætur, með hálfu fæði, á Hotel Splendid, brottför 31. jan. Almennt verð: 119.900 kr. NÝTT! Njóttu lífsins í fegurð ítölsku Alpanna. Fylltu lungun af fersku fjallalofti áður en þú svífur niður brekkurnar með roða í kinnum af mjallhvítu fjöri og sól. Fararstjórar: Anna og Einar Beint morgunflug til Verona: 24. og 31. janúar og 7., 14., 21. og 28. febrúar. Vetur 2009 ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 42 12 6 08 .2 00 8 „Listaverkið er stundum kall- að síðasti sjálfstæðismað- urinn, þetta var upphaflega grín í aðdraganda kosninga,“ segir íbúi í Hafnarfirði. „Þetta er fyndið, maður verð- ur að hafa húmor fyrir sjálf- um sér,“ segir formaður ungra sjálfstæðismanna í Hafn- arfirði og bætir við að grínið hafi átt við fyrir sinn tíma í pólitík. Verkið heitir sínu rétta nafni Vaktin/The Watch og er eftir Timo Solin frá árinu 1991. áb Listaverk í Hafnarfirði Misjafnt hvað hann kallast Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Við gerum okkur vonir um að það komi peningar fyrir þessu inn á næstu fjárlög,“ segir Margrét Frí- mannsdóttir, forstöðumaður Litla- Hrauns, um fjármagn til byggingar nýrrar byggingar við fangelsið. Ver- ið er að teikna bygginguna og Mar- grét telur að hún hljóti að verða sett í forgang. „Fjárlaganefndin er búin að koma hingað í heimsókn og aðrir þingmenn hafa sýnt þessu töluverðan áhuga. Þá höfum við fundið fyrir miklum áhuga hjá dómsmálaráðuneytinu fyrir því að drífa þessar byggingar af stað, enda hefur fangelsið á Litla-Hrauni ver- ið yfirfullt frá áramótum.Við erum í dag með fangaklefa í notkun, fyrir afplánunarfanga og fanga í lausa- gæslu, sem hafa ekki verið í þannig notkun áður. Þetta hlýtur því að vera í forgangi.“ Sjúkra- og meðferðardeild Nýja byggingin mun innihalda bæði sjúkra- og meðferðardeild. Auk þess eiga að vera afplánunar- rými fyrir 48 til 52 fanga sam- kvæmt heimildum 24 stunda. Mar- grét segir að um gjörbreytingu á allri aðstöðu verði því um að ræða. „Við erum mjög ánægð með þetta og finnum auðvitað hvað þörfin er mikil. Við erum að fá menn inn með bæði mjög langa dóma sem eiga líka við mjög alvarlega geð- sjúkdóma að stríða. Það skiptir okkur því mjög miklu máli að fá bæði sjúkradeild og meðferðar- deild. Meðferðardeildin mun gera okkur kleift að vera með mjög öfl- ugt meðferðarstarf og sinna því með mun skipulegri hætti.“ Getur ekki tjáð sig núna Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, segist ekki geta tjáð sig um það hvort fjármagn til framkvæmdanna við Litla-Hraun verði á nýjum fjárlögum á þessu stigi. Hann telur drögin sem verið er að leggja að nýrri byggingu þó vera jákvætt skref í rétta átt. „Ég fagna því að menn séu að skoða stækkun og breytingar á aðbúnaði á Litla-Hrauni. Ég hef verið tals- maður þess í mörg ár að það eigi að stækka fangelsið og hefði viljað sjá aðbúnað fanga þar enn betri held- ur en nú er. Ég held því að þetta sé jákvætt skref.“ 24 stundir sögðu frá því í síðustu viku að fangelsi lands- ins hefðu verið yfirfull það sem af er ári, að þungum dómum hefði fjölgað mjög og að enn ætti eftir að afgreiða alls 208 dóma. Fangelsisbygging verði sett í forgang  Margrét Frímannsdóttir vill fá fjármagn fyrir fangelsisbyggingu á næstu fjárlögum Forstöðumaður Margrét gerir sér vonir um að fjár- magn fáist til fram- kvæmda á næstu fjárlögum. ➤ Alls hafa 136 einstaklingarsetið í fangelsi að meðaltali á hverjum degi það sem af er ári. ➤ Fangelsisrými hérlendis erualls 137, þar af átta einangr- unarrými. ➤ Þá hafa 148 manns verið boð-aðir til afplánunar til viðbótar þessu og um 60 óskilorðs- bundnir dómar til viðbótar borist til fullnustu. YFIRFULL FANGELSI Um 65 mál eru á borði þjón- ustumiðstöðvar vegna jarðskjálft- anna sem urðu á Suðurlandi í lok maí síðastliðins. Ólafur Örn Har- aldsson verkefnisstjóri segist búast við því að þeim muni fjölga eitt- hvað en þó sé farið að fækka mál- um sem koma inn á hans borð. Umtalsvert tjón hefur komið í ljós á Reykjum í Ölfusi hjá starfs- stöð Landbúnaðarháskóla Íslands. Þrýstingur á tveimur borholum sem sjá skólanum fyrir heitu vatni hefur minnkað svo mjög að bor- holurnar eru ónothæfar. Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari á Reykj- um, segir að um mikið tjón sé að ræða. „Við erum með mikið undir í gróðurhúsum hjá okkur en vegna þessa er hætta á að sú ræktun geti farið forgörðum. Við vonum hins vegar að hægt verði að leysa úr þessum málum sem fyrst.“ fr Suðurlandsskjálftar draga enn dilk á eftir sér Hitavatnsborholur á Reykjum ónýtar Starfsmannafélag SPRON hyggst safna fé til kaupa á 5.000 skópör- um handa börnum í Malaví. Átak- ið var kynnt í gær í móttöku fyrir biskupinn í Malaví. Í tilkynningu segir að flest börn í Malaví gangi skólaus, en með skóm fáist ágæt forvörn gegn sýkingum. Biskupinn færði félaginu þakkir fyrir veitta styrki en SPRON og Hjálparstarf kirkjunnar starfa saman að verkefni til þriggja ára þar sem markmiðið er að tryggja aðgang fólks í Malaví að hreinu vatni. aí Söfnunarátak SPRON Skór fyrir mala- vísk skólabörn Veiðitímabil á grágæs og heið- argæs hefst á morgun. Blesgæs er þó áfram alfriðuð. Helsingi er friðaður til 25. september í Skaftafellssýslum til að verja varpstofninn en fuglinn verpir eingöngu þar. bee Gæsir í hættu Skotveiðin hefst Frumkvöðlaverðlaun Guðfinnu S. Bjarnadóttur voru veitt í gær við setningu Háskólans í Reykjavík. Verðlaunin voru veitt fyrir bestu viðskiptaáætlunina sem nefnist Mídas fjármálaskóli ehf., en fyr- irtækinu er ætlað að skipuleggja og halda fjármálanámskeið fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára. Hugmyndin er að fyrirtækið hanni og þrói eigið kennsluefni ásamt netleik sem byggður er á viðfangsefnum sem tengjast efni hvers námskeiðs. Netleikurinn er sýndarheimur og á að kenna ungu fólki að ráðstafa fjár- munum á þann hátt að þeir ávaxtist sem best og heildareignir í lokin verði sem mestar. Á nám- skeiðunum verða kennd helstu atriði persónulegra fjármála, hvað ber að varast og hvernig er best að spara. bee Unglingana í fjármálin Fjármálaskóli fær verðlaun

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.