24 stundir - 19.08.2008, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Björg Eva Erlendsdóttir
Magnús Halldórsson
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Það er áhyggjuefni að hundruð fjölskyldna bíða eftir félagslegu hús-
næði í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Í júlí voru þær 824 sem biðu
eftir að komast að í Reykjavík, nær áttatíu fleiri en á sama tíma í fyrra. Í
Kópavogi bíða 207 fjölskyldur en í Hafnarfirði eru þær 150.
Þessar fjölskyldur treysta sér ekki til að lifa í hinu hefðbundna mark-
aðsumhverfi. Þær treysta sér ekki til að leigja eða kaupa án aðstoðar
sveitarfélaganna. Hvort það breytist nú þegar reikna má með því að
íbúðum á leigumarkaði fjölgi og leiguverð lækki væntanlega í kjölfarið
verður fróðlegt að sjá. Heldur má þó reikna með að róðurinn hjá mörg-
um fjölskyldnanna þyngist enn, því atvinnuleysi eykst og verðbólgan er
sú mesta í tvo áratugi.
Hver króna skiptir þessar fjölskyldur máli. Hvar þær búa skiptir líka
máli, því þjónusta stærstu sveitarfélaganna er mismunandi eins og kom
fram í helgarúttekt 24 stunda. Tökum daggæslu barna sem dæmi, en þar
sést munurinn glögglega.
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri svona gríðarlega mikill
munur á milli þeirra,“ sagði einstæð móðir í viðtali við 24 stundir um
helgina og vísaði til niðurgreiðslna Reykjavíkur, Kópavogs og Hafn-
arfjarðar til einstæðra foreldra vegna daggæslu barna.
Reykjavík greiðir 50.680 krónur fyrir eitt barn hjá dagforeldri miðað
við átta klukkustunda vistun. Í Kópavogi nema greiðslurnar 35 þús-
undum beint til foreldra en vistunin er niðurgreidd um 38.664 krónur í
Hafnarfirði. Séu systkini einnig hjá dagforeldri eru reglurnar ólíkar milli
sveitarfélaganna. Í Reykjavík er greidd viðbótargreiðsla upp á 9.760
krónur. Hafnarfjörður greiðir 25% í viðbót en Kópavogur greiðir 35
þúsund krónur sem fyrr með hverju barni. Ein-
stæðar mæður með tvíbura fengju því meira greitt
með börnum sínum í Kópavogi en Reykjavík.
Reykjavík sker sig úr þegar litið er á gjaldskrá leik-
skólanna vegna níu klukkustunda vistunar með fullu
fæði. Þar kostar vistunin tæpar 13 þúsund krónur en
rétt í kringum 17 þúsund krónur hjá hinum tveimur.
Ekki er óeðlilegt að fjölskyldur sem þurfa að horfa
í hverja krónu skoði hvað sveitarfélögin bjóða. Hins
vegar er ekki nóg að skoða hvað þau segjast bjóða
heldur verður að horfa á hvað þau bjóða í raun.
Kjósi fjölskyldurnar að færa sig milli sveitarfélaga
vegna vonar um meiri aðstoð við framfærsluna er
ekki ólíklegt að þær færist af einum biðlistanum á
annan.
1200 á biðlista
Á vefsíðu Landssambands kúa-
bænda er fjallað um hækkun
álagningar á díselolíu …
… Nú er ekki úr
vegi að íslenskir
bændur hugleiði
hvort ekki sé
hægt að snúa
þessari vanda-
sömu stöðu upp í
styrkleika. Vel er
hugsanlegt að
draga megi um-
talsvert úr notkun kemísks
áburðar við ræktun túna, með
hlýnandi veðurfari hafa eflaust
opnast möguleikar í þeim efnum,
sem ekki lágu eins beint við til
skamms tíma. Þannig geta bænd-
ur hugsanlega slegið tvær flugur í
einu höggi; snúið á olíufélögin og
fært sig yfir í lífræna ræktun.
Kolbrún Halldórsdóttir
althingi.is/kolbrunh
BLOGGARINN
Styrkirnir nýttir
Á þeim breytingatímum sem við
lifum nú skiptir það hins vegar
máli að til staðar sé kjölfesta.
Landbúnaðurinn
er íslensku þjóð-
félagi slík kjöl-
festa. Þess vegna
meðal annars,
viljum við tryggja
hagsmuni hans í
hvívetna. Þær
breytingar sem
fyrirsjáanlegar
eru, til dæmis með nýrri mat-
vælalöggjöf, verða gerðar með
hagsmuni íslensks landbúnaðar
að leiðarljósi. Við munum gera
strangar kröfur um heilbrigði
matvæla og öll vitum við að slíkt
þjónar hagsmunum landbún-
aðarins, enda þótt það sé gert í
þágu neytenda.
Einar Kristinn Guðfinnsson
ekg.is
Kjölfesta Íslands
Umboðsmaður neytenda leggur
til, að felld verði niður opinber
gjöld af litlum pökkum. Það eru
einkum bækur og
geisladiskar, sem
margfaldast í
verði í innflutn-
ingi vegna gjald-
anna. Einkum
leggst umsýslu-
gjald þungt á litla
pakka. Heilmikið
batterí er rekið til
að innheimta þetta rugl á kostnað
fólks. Vitleysa af þessu tagi þekk-
ist ekki í neinu nálægu landi.
Umboðsmaður hefur oft komið
með góðar hugmyndir og engin
er betri en einmitt þessi. Hafa má
til marks um vanhæfni íslenzkra
ráðherra, að þessi gjöld skuli hafa
viðgengizt til þessa....
Jónas Kristjánsson
jonas.is
Góð hugmynd
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@24stundir.is
Skoðanakönnun Fréttablaðsins um borg-
arstjórnarpólitíkina sýnir svo ekki verður
um villst að Reykvíkingar eru óánægðir. Slíkt kemur
ekki á óvart í ljósi þess að hringekjan í Ráðhúsinu hefur
minnt á slakan Survivor-þátt, þar sem menn eru kosnir
inn og út af meirihlutaeyjunni eftirsóttu á forsendum
sem áhorfendum eru oftar en ekki óskiljanlegar. Engin
ástæða er til að draga í efa að þessi könnun gefi raun-
sanna mynd af skoðunum Reykvíkinga daginn sem hún
var tekin. Borgarbúar eru augljóslega þreyttir á meiri-
hlutaskiptum. Hins vegar eru atriði sem huga þarf að í
túlkun á niðurstöðum. Í fyrsta lagi er það hið háa hlut-
fall óákveðinna og svo hins vegar hið háa hlutfall þeirra
sem beinlínis segjast ekki ætla að kjósa. Almenna reglan
í skoðanakönnunum er að gera einfaldlega ráð fyrir að
þeir sem eru óákveðnir dreifist á flokka í sömu hlut-
föllum og þeir sem búnir eru að taka afstöðu. Að um
17,5% þeirra sem taka afstöðu segist ekki ætla að kjósa
eða skila auðu er yfirlýsing um vantrú á stjórnmálin í
Reykjavík almennt. Sérstaklega þó á Sjálfstæðisflokkinn,
sem hefur verið aðalgerandi í atburðarás kjörtímabils-
ins. Þegar við bætist að 44,5% aðspurðra um stuðning
við flokk voru óákveðin er brýnt að hafa varann á við
alla túlkun. Í sjálfu sér skiptir það ekki höfuðmáli þótt
fáir séu eftir í úrtakinu, ef úrtakið er vel tekið í upphafi.
Skekkjumörk aukast vissulega, en það sem huga þarf að
í túlkuninni er spurningin hvort hinir óákveðnu séu
hópur sem hefur svipaða eiginleika og hinir ákveðnu. Í
þessu tilfelli er það mjög ólíklegt. Óánægjan er líklegri
til að vera meiri meðal stuðningsmanna Sjáfstæð-
isflokks en meðal stuðningsmanna minnihlutaflokk-
anna. Óánægðir kjósendur Sjálfstæðisflokks eru tilbúnir
að refsa flokknum í skoðanakönnun
fyrir frammistöðu hans, en óvíst er að
þeir muni gera það þegar til sjálfra
kosninganna kemur. Þá munu óá-
kveðnir horfa til frammistöðu nýrrar
forustu og nýs meirihluta, og svo auð-
vitað líka til frammistöðu stjórnarand-
stöðunnar. En líkur eru á að fyrir mjög
marga úr þessum hópi sé leiðin styttri
heim í Sjálfstæðisflokkinn, en yfir til
Samfylkingar eða jafnvel VG.
Höfundur er stjórnmálafræðingur
Óákveðnir sjálfstæðismenn?
ÁLIT
Birgir Guð-
mundsson
birgirg@unak.is
tækni
SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
Acer Extensa 5620Z
Intel tveggja kjarna örgjörvi,
1.5Ghz, 1.5GB vinnsluminni,
80 GB geymslupláss, 15.4“
CrystalBrite skjár, Windows
Vista, 3 ára ábyrgð.
79.900-
Skólatilboð
Acer Extensa 5220B
Intel Celeron örgjörvi, 1.86Ghz,
1GB vinnsluminni, 80 GB
geymslupláss, 15.4“ CrystalBrite
skjár, Windows Vista, 3 ára
ábyrgð.
69.900-
Skólatilboð
Aðeins Kr. 2.406 á mánuði
m.v. 48 mán. Svar lán
Aðeins Kr. 2.714 á mánuði
m.v. 48 mán. Svar lán