24 stundir - 19.08.2008, Síða 15
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 15
Almar Örn Hilmarsson hefur aft-
ur tekið við starfi forstjóra
danska flugfélagsins Sterling. Al-
mar steig úr forstjórastólnum
fyrr á þessu ári en í millitíðinni
gegndi Bandaríkjamaðurinn Reza
Taleghani starfi forstjóra.
Á vef danska viðskiptablaðsins
Börsen er haft eftir fréttatilkynn-
ingu að endurkoma Almars komi
í kjölfar breytinga á eignarhaldi
Sterling, en fjárfestirinn Pálmi
Haraldsson situr nú einn að baki
eignarhaldsfélaginu Northern
Travel Holding, félaginu sem á
Sterling.
Í tilkynningu frá Sterling segir að
Almar Örn Hilmarsson sé vel
þekktur meðal starfsmanna, sam-
starfsaðila og viðskiptavina Sterl-
ing frá því að hann gegndi stöðu
forstjóra frá sumrinu 2005 til
mars 2008. Breytingin muni
styrkja áframhaldandi starfsemi.
Samhliða þessu muni Pálmi færa
aukið fé inn í Sterling í tengslum
við yfirtökuna. mbl.is
Almar aftur
forstjóri Sterling
Skarpur samdráttur var á vöru-
skiptahalla evrusvæðisins í júní.
Nam hann 101 milljón evra, eða
12,2 milljörðum króna, sam-
anborið við 3,9 milljarða evra
halla í maí síðastliðnum.
Greinendur áttu sumir hverjir
von á jákvæðum vöruskiptajöfn-
uði, en olíuverðhækkanir ýttu
m.a. undir hallann. Þá dróst eft-
irspurn frá Bandaríkjunum sam-
an, en þau eru næststærsti út-
flutningsmarkaður svæðisins.
Evran hefur styrkst mikið að
undanförnu á kostnað dollarans
sem gerir varning á borð við
þýskar bifreiðar töluvert dýrari
fyrir bandaríska neytendur. bó
Vöruskiptahalli
umfram spár
Skuldbindingar bresku versl-
unarkeðjunnar Woolworths
vegna eftirlauna starfsmanna
voru verðlagðar á 48,2 milljónir
punda í ársskýrslu fyrir árið
2007. Það jafngildir um 737 millj-
ónum króna miðað við gengi
krónunnar í gær. Baugur gerði
tilboð í verslanir félagsins að líf-
eyrisskuldbindingum undan-
skildum.
Stjórn Woolworths hafnaði til-
boði Baugs, sem sagt var hlaupa á
tugum milljóna punda, en mark-
aðsverðmæti félagsins á föstudag-
inn var um 100 milljónir punda
eða um 15 milljarðar íslenskra
króna. Þrátt fyrir að stjórnin hafi
hafnað tilboði Baugs er ekki úti-
lokað að samningar takist. hþ
Samningar
ekki útilokaðir
„Eignaverð lækkaði að nafn-
verði um 0,3 % í júlí samkvæmt
eignaverðsvísitölu Kaupþings.
Árslækkun eignaverðs er því 6,2%
og mælist neikvæð aukning þriðja
mánuðinn í röð. Raunbreyting
eignaverðs í júlí var neikvæð sem
nemur 1,2% en breyting raun-
verðs hefur mælst neikvæð í öll-
um mánuðum síðan í júlí á síð-
asta ári.“ Þetta segir í hálf fimm
fréttum, vefriti greiningardeildar
Kaupþings. Eignaverðsvísitalan
samanstendur af breytingum í
verði hlutabréfa, skuldabréfa og
fasteigna sem vegnar eru eftir
hlutdeild í eignasöfnum heimil-
anna. Segir í vefritinu að þróun
eignaverðsvísitölunnar gefi því
vísbendingu um almenna þróun á
virði eigna heimila.
Viðsnúningur að undanförnu
Þá segir greiningardeild Kaup-
þings að á síðustu árum hafi orð-
ið mikil hækkun raunverðs eigna
þar sem árshækkunin hafi numið
allt að 30%. Viðsnúningur hafi
hins vegar orðið á síðustu mán-
uðum og mælist tólf mánaða
raunbreyting eignaverðs nú nei-
kvæð sem nemur 17,4%. Hækk-
andi eignaverð hafi jafnan í för
með sér svokölluð auðsáhrif, en
neytendur telji sig ríkari er eignir
hækki í verði og þeir auki því
neyslu sína af þeim sökum. Þegar
eignaverð lækki séu áhrifin á hinn
veginn og samdráttar gæti í
einkaneyslu almennings. Þróunin
eignaverðsvísitölunnar varpi ljósi
á samdrátt í einkaneyslu. gjg
Eignaverðsvísitala Kaupþings lækkar
Neikvæð breyting
Samdráttur Þegar eigna-
verð lækkar gætir sam-
dráttar í einkaneyslu.
24stundir/Frikki
MITT HLAUP, MINN TAKTUR,
MINN EINKAÞJÁLFARI
ÍMYNDAÐU ÞÉR ÞINN EIGIN EINKAÞJÁLFARA
miCoach er sími með MP3-spilara, en umfram allt er þetta sími með
þitt eigið æfingaprógramm. Er púlsinn of hár? Þá segir miCoach þér
að hægja aðeins á þér. Ef þú slakar á hraðanum þá segir miCoach
þér að auka hann. Hvort sem þú vilt hlaupa 5 eða 10 km, eða bara
komast í gott form, þá mun miCoach hjálpa þér að ná markmiðum
þínum. Það er ekki eftir neinu að bíða, settu þér markmið, hækkaðu
í græjunum og hlauptu af stað! Nú er ekkert sem stoppar þig.
• Mp3 spilari
• Skrefamælir
• Púlsmælir
• Heilsubókhald á netinu
Heildsöludreifing og þjónusta:
Tæknivörur, Skútuvogi 12cFæst hjá Vodafone og Símanum.
EINN
TVEIR OG
BYRJA
73 1,25
KAL KM
ÁFRAM
NÚ
145 2,5
KAL KM
ÞETTA
ER AÐ
HAFAST
218 3,75
KAL KM
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-1
4
6
1