24 stundir - 19.08.2008, Síða 18

24 stundir - 19.08.2008, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8 Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is „Okkar markmið er að kynna nýsköpun til sveita og þá bæi sem taka á móti gestum undir merkjum Opins landbúnaðar sem gengur m.a. út á að kynna íslenskan land- búnað. Einnig munu starfsmenn BÍ dæma í búfjársýningum og leiða gesti í allan sannleik um þokka ís- lenska kúastofnsins og hreysti ís- lensku sauðkindarinnar,“ segir Tjörvi Bjarnason, sviðsstjóri út- gáfu- og kynningarsviðs Bænda- samtakanna. „Við hlökkum til að mæta á svæðið en Búnaðarsamband Suð- urlands hefur unnið gríðarlega gott starf við undirbúning og skipu- lagningu. Ég fullyrði að þetta er einstakur viðburður og sérlega gott tækifæri til að kynna þann fjöl- breytta landbúnað sem er stund- aður í landinu í dag.“ Það býr í eðli íslenskrar sveita- menningar að hafa skoðanir og sýna mönnum og málefnum áhuga. Tjörvi segir að því muni þeir starfsmenn Bændasamtakanna sem standa vaktina á Hellu leggja höfuðáherslu á að hitta gesti augliti til auglitis og ræða við þá um allt milli himins og jarðar. „Það skortir yfirleitt ekki umræðuefnin þegar landbúnaður er annars vegar! En það sem mætti nefna og er nýtt í þjónustu samtakanna er skýrslu- haldskerfið Huppa í nautgriparækt, verkefnið Opinn landbúnaður og sérstök fjármálaráðgjöf. Þá viljum við nýta tækifærið og kynna ým- isleg félagsleg réttindi bænda og ekki síst ræða við almenning um stöðu landbúnaðar og gildi hans fyrir íslenskt þjóðfélag.“ Fjölbreytnin hefur aukist Æ fleiri hafa á síðustu árum hasl- að sér völl í sveitum landsins, með búskap, tvöfaldri búsetu, skógrækt, hestamennsku og öðru. Þetta segir Tjörvi að hafi um margt breytt starfsemi Bændasamtakanna; eðli hennar og inntaki. „Já, því er ekki að neita að fjöl- breytnin í íslenskum sveitum hefur vaxið mikið síðustu ár og hún er af hinu góða. Það er breiður hópur sem býr í dreifbýli og kallar sig bændur þó þeir stundi ekki hinar hefðbundnu búgreinar. Það er nefnilega fleira búskapur en ær og kýr því möguleikar landsins okkar eru nær óendanlegir. Bænda- samtökin og þjónusta þeirra tekur að sjálfsögðu breytingum í takt við breytta tíma. Við leggjum mikla áherslu á að gæta hagsmuna okkar félagsmanna sem endranær og fögnum öllum nýjum íbúum til sveita,“ segir Tjörvi sem telur að orðið landbúnaður hafi í dag víðari merkingu í hugum fólks en áður var. Verðmæti í náttúrunni „Annars eru skilgreiningar sem þessar oft erfiðar og ekki auðvelt að setja ákveðin mörk, menn þrátta t.d. sumir um það hvort ferðaþjón- usta bænda geti talist landbúnaður, en í mínum huga er landbúnaður allt það sem hægt er að nýta landið í til aukinnar velmegunar. Ferða- þjónustubóndinn selur þjónustu heima á býlinu í nálægð við náttúr- una sem mikil verðmæti eru fólgin í. Landbúnaðurinn gegnir mik- ilvægu hlutverki við að sjá okkur fyrir mat og er stór hluti af okkar menningu,“ segir Tjörvi Bjarnason að síðustu. Bændasamtök Íslands kynna fjölbreytta starfsemi sína Fleira er búskapur en ær og kýr ➤ Bændasamtökin eru með ráð-gjafarstarfsemi og halda úti gagnagrunnum. ➤ Aukin fjölbreytni í íslenskumsveitum. ➤ Nýta landið til aukinnar vel-megunar. SAMTÖKINBændasamtök Íslands taka virkan þátt í Land- búnaðarsýningunni á Hellu. Þau verða með stóran bás og er meg- ináherslan sú að hitta bændur og aðra og kynna þá starfsemi sem fram fer hjá samtök- unum. Þar má nefna ráð- gjafarstarfsemi samtak- anna, tölvuforrit og þá gagnagrunna sem nýtast í landbúnaði. Þá verður Bændablaðið að hluta til unnið á staðnum og kem- ur út laugardaginn sem sýningin er haldin. Eflaust munu margir leggja leið sína suður á Landbúnaðarsýn- inguna á Gaddstaðaflötum. Fram- kvæmdaraðilar sýningarinnar sjálfrar munu ekki standa fyrir sölu eða þjónustu á tjaldsvæðum en vísa á ferðaþjónustuaðila á Suður- landi og þar er úr mörgum góðum gistimöguleikum að velja. Aðstaða fyrir hjól- og fellihýsi Í göngufæri frá sýningarsvæðinu er ferðaþjónustan Árhús þar sem finna má gróið og skjólsælt tjald- svæði og afar góða aðstöðu fyrir húsbíla, hjól- og fellihýsi. Aðstaðan fyrir bæði tjaldbúa og aðra er þægileg. Á svæðinu er enda hægt að komast í þvottavél og þurrkara, fá sér kaffi og veitingar og elda í skjóli ef veður er ekki upp á marga fiska. Þar er einnig hægt að leigja smáhýsi og eru 28 slík á svæðinu. Smáhýsin eru margs kon- ar og í þeim er ýmist boðið upp á svefnpokapláss, rúmstæði eða uppbúið rúmstæði. Verð á smáhýsi fyrir tvo með uppbúnu rúmi er 9500 krónur á mann. Þá má líka benda á tjaldsvæði á Laugalandi í holtum og við Hvols- völl, Hótel Rangá og fleiri gisti- möguleikar. Á vefsvæðinu south.is má einnig nálgast upplýsingar um aðra gist- ingu á Suðurlandi. dista@24stundir.is Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi gera klárt fyrir gesti Gistimöguleikar við Gaddstaðaflatir Í göngufæri Árhús býður upp á fjölbreytta gistimöguleika nærri Gaddstaðaflötum. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson stígur á stokk á landbúnaðarsýn- ingunni og flytur svokallaðan annál landbúnaðarins. „Ég ætla að taka fyrir landbúnaðinn fyrr og nú og fjalla um hann í léttum dúr. Ég hef flutt svona annál undanfarin ár á svokölluðu Sel- fossblóti hjá honum Kjartani rakara og það hefur mælst vel fyrir. Ég vona bara að hið sama verði uppi á teningnum núna á landbúnaðarsýningunni,“ segir hann. Sigurgeir verður einn á sviði og segist munu nota blandaða tækni og flytja bundið mál í bland við óbundið ásamt því sem vera megi að hann taki lag- ið. „Aðalatriðið er að sjá spaugi- legu hliðarnar á tilverunni, enda á þetta að vera í lauf-léttum dúr og helst á ekki að vera neitt vit í þessu,“ segir hann glaðlega. Grínþáttur á landbúnaðarsýningunni „Laufléttur annáll og helst ekkert vit í honum“ Lauflétt grín Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. „Eiginlega má segja að við séum græn og vistvæn hljómsveit, enda endurvinnum við tónlist sem aðrir eru hættir að nota,“ segir Hjörleif- ur Hjartarson, annar meðlima dúettsins Hundur í óskilum sem ætlar að spila á Landbúnaðar- sýningunni. „Við spilum aðallega á gítar og bassa en stundum tökum við okkur til og grípum í hljóðfæri sem enginn annar myndi nota. Sem dæmi má nefna að við höfum stundum spilað á hækju, hár- þurrku og ýmis eldhúsáhöld,“ bæt- ir hann við. Hjörleifur segist alltaf eiga í dá- litlu basli með að lýsa tónlist dú- ettsins þegar hann er spurður. „En ætli það megi ekki segja að við spil- um endurunna slagara, þjóðlega sem alþjóðlega.“ Hundur í óskilum spilar Vænn, grænn og vistvænn dúett Hundur í Óskilum Vistvæn hljómsveit. Landbúnaðarsýningin Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.