24 stundir - 19.08.2008, Page 26

24 stundir - 19.08.2008, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir • Vagnar • Haugsugur • Mykjudreifarar • Hestakerrur Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is „Á þessu ári höfum við stigið fyrstu skrefin við ræktun Heklu- skóga og byrjunin lofar góðu. Þetta er stærsta skógræktarverk- efni sem Íslendingar hafa ráðist í en tilgangurinn er að binda jarð- veg og endurheimta vistkerfi. Með þessu má varna virkurfoki og binda kolefni í andrúmsloft- inu en það síðarnefnda er mik- ilvægur mótleikur gagnvart mengun og hlýnandi andrúms- lofti,“ segir Hreinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Hekluskóga. Verkefni til fjörutíu ára Fyrir þremur árum tóku nokkrir aðilar sig saman og skip- uðu samstarfshóp til að vinna málinu framgang. Í hópnum eru fulltrúar landeigenda á svæðinu, Skógræktarfélags Rangæinga, Skógræktarfélags Árnesinga, Landgræðslusjóðs, Suðurlands- skóga, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins og á síðasta ári var skrifað undir samning þar sem ríkið tryggir verkefninu fjár- framlög til tíu ára. Verkefnið er hugsað til fjörutíu ára. Miðað er við að rækta birki- skóg á ofanverðum Rangárvöllum og Landsveit, í Þjórsárdal, vikr- unum við Sultartanga að Hraun- eyjafossi og alla leið að Hófsvaði í Tungnaá. Svæðið er alls um 90 þúsund ha., tæpt 1% af flatarmáli landsins alls. Til stendur að græða um 2/3 hluta þessa svæðis upp. Um þriðjungur þess er ill- ræktanlegur eða á einhvern hátt friðaður og munu skógrækt- armenn því ekki sinna því. Skapa gróðureyjar „Í sumar hafa verktakar á okk- ar vegum, meðal annars bændur á nærliggjandi svæðum, gróð- ursett 300 birkiplöntur á svæðinu á sérvöldum stöðum, svo sem í Þjórsárdal og við Þjófafoss við Búrfell. Birkið er sett niður þar sem fyrir er harðgerður gróður til dæmis melgresi og lúpína. Þannig dafna þær best. Við reyn- um sömuleiðis að skapa gróð- ureyjar, þaðan sem fræið dreifir sér. Með því móti verður skóg- urinn sjálfsprottinn sem er besta og hagkvæmasta aðferðin, segir Hreinn sem telur enga goðgá að rækta skóg á þessum slóðum. Heimildir og menjar séu um víð- feðma skóga á þessum slóðum og leifar þeirra sjáist raunar enn í dag. Reynslan sýni sömuleiðis að birkið sé flestum skógarplöntum harðgerðara og eigi að geta lifað af gjóskufall Heklugosa, sem hafi verið tíð síðustu áratugi. Gróskumikið sumar „Við erum sérstaklega bjart- sýnir eftir þetta sumar sem hefur verið sérstaklega sólríkt, hlýtt og gróskumikið. Á reklum trjánna er mikið af fræi sem mun vænt- anlega dreifa sér vel. En einnig þarf að tína fræ af trjánum og þar væru kraftar sjálfboðaliða okkur mjög mikilvægir,“ segir Hreinn sem bætir við að ýmsir aðilar styðji Hekluskóga. Megi þar nefna Landsvirkjun sem starfræki virkjanir á áhrifasvæði skóganna og bifreiðaumboðið Heklu sem kolefnisjafnar fyr- irtækið og greiðir eins árs kolefn- isbindingu allra nýrra Volkswa- gen-bifreiða með framlagi. Sjá nánar á hekluskogar.is. Horft til Heklu með gróskumikinn birkigróður í forgrunni. Stærsta skógræktarverkefni sem Íslendingar hafa ráðist í Mikilvægur mótleikur ➤ Hekluskógar eru stærstaskógræktarverkefni Íslend- inga. ➤ Græða á upp 1% landsins. ➤ 300 þúsund plöntur gróð-ursettar í sumar. ➤ Birkið er harðgerð planta ogpassar því vel á þessum stað. HEKLUSKÓGARHekluskógar kynna sig á Landbúnaðarsýningunni á Hellu. Hugmyndir um Hekluskóga eru nokkurra ára gamlar, fyrst komnar frá Úlfi Óskarssyni skóg- fræðingi sem rannsakað hefur ræktun birkis á vikrum í nágrenni Heklu. Vátryggingafélag Íslands býður bændum tryggingu sem er sér- sniðin að þörfum hvers og eins en VÍS og Bændasamtökin gerðu með sér samning 1999 um trygg- ingavernd bænda. Þessi samningur verður endurnýjaður í þessari viku. Tryggingaþörf yfirfarin „Við skiptum landinu niður í umdæmi og í hverju þeirra er bændafulltrúi sem sér um að heimsækja bændurna reglulega og yfirfara tryggingaþörf þeirra. Í þessum heimsóknum förum við yfir tryggingaverndina eins og hún er og vandlega er farið yfir hvort einhverra breytinga sé þörf, t.d. stækkunar á búinu, nýbygginga, kvótaaukningar o.fl. Það breytist venjulega ekki mik- ið ári frá en mikilvægast er að tryggingaupphæðir séu réttar,“ segir Guðmundur Ólafsson bændafulltrúi VÍS á Suðurlandi. Sérstakur bændapakki Allir bændur geta fengið trygg- ingapakka sem er sérsniðinn að þeirra þörfum. Bændur sem stunda hefðbundinn búskap, reka kúabú eða sauðfjárbú eru með landbúnaðartryggingu sem inni- heldur vernd á bústofni, vélum og tækjum og frjálsa ábyrgðartrygg- ingu. Einnig eru inni í þessum pakka slysatryggingar, launþega- tryggingar, óveðurstryggingar o.fl. Þeir bændur sem leggja stund á aðrar búgreinar svo sem ylrækt- arbú, svínabú, loðdýrabú, kjúk- lingabú, feðaþjónustu, hestabú o.fl. geta einnig fengið sína sér- hæfða pakka. Einnig má geta þess að nýjung verður kynnt á landbúnaðarsýn- ingunni sem felur í sér sérstaka ör- orkutryggingu fyrir bændur. Einn- ig hefur verið bætt við hálfkaskótryggingu sem felst í því að ef traktor er hálfkaskótryggður, þá eru tækin sem hann dregur einnig hálfkaskótryggð. Landbúnaðartrygging „Landbúnaðartryggingin er reiknuð út samkvæmt forðagæslu- skýrslu sem notuð er til að finna út verðmat á bústofninum. Með þess- ari tryggingu er bústofninn tryggð- ur gegn bruna, óveðri, raflosti og umferðaróhappi. Auk þess eru all- ar vélar og tæki sem tilheyra hefð- bundnum búskap brunatryggðar. Einnig er inni í landbúnaðartrygg- ingunni ábyrgðartrygging ef bú- stofn, vélar eða tæki valda öðrum tjóni,“ segir Guðmundur. Aðrar tryggingar „Í reglubundnum heimsóknum förum við einnig yfir aðrar trygg- ingar sem viðkomandi bóndi er með, svo sem brunatryggingar húseigna, fjölskyldutryggingu, bif- reiðatryggingar, tryggingar á öðr- um tækjum og vélum, líftryggingar og sjúkdómatryggingar,“ segir Guðmundur. maria@24stundir.is Sérsniðnar tryggingar fyrir bændur Vátryggingavernd sniðin að þörfum hvers og eins Trygging Tæki geta ver- ið hálfkaskótryggð.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.