24 stundir - 19.08.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sigbogi@simnet.is
„Að hafa góðar tengingar skiptir
miklu máli í því embætti sem ég
gegni. Það er heldur ekki nýtt að
sóknarprestar komi að mik-
ilvægum framfaramálum sinna
byggðarlaga. Mér finnst því kær-
komið að geta sinna þessu verk-
efni. Góð fjarskipti eru mikilvægur
hluti af samfélagi dagsins í dag,
ekki síst til sveita,“ segir sr. Axel
Árnason, sóknarprestur í Skeiða-
og Gnúpverjahreppi.
Axel hefur mörg undanfarin ár
jafnhliða prestskap starfrækt
tölvu- og fjarskiptafyrirtækið
Ábótann ehf. Fyrsta verkefni þess
var hönnun og þróun á gagna-
grunninum Kapellán, sem er sér-
sniðinn fyrir presta, sem vilja halda
utan um prestsverk sín, helgihald
og sóknartal auk þjóðskrár. Í dag
segir Axel að um þriðjungur presta
landsins, sem þjóna 75 prósent
þjóðarinnar, noti þetta tæki sem
hafi verið í sífelldri notkun og þró-
un undanfarin 15 ár í samræmi við
óskir notenda.
Endurvarp um allt Suðurland
Á Landbúnaðarsýningunni á
Hellu mun séra Axel kynna Wi-
max-örbylgjutengingar, sem hafa
fengið mjög góðar viðtökur að
undanförnu og eru víða notaðar í
heiminum. „Að dómi vísra manna
er þetta næsta kynslóð þráðlausra
hráhraðafjarskipta. Þetta er starf-
rækt á tíðnisviðinu 3,5 Ghz sem er
úthlutuð tíðni frá Póst- og fjar-
skiptastofnun og þar með lokuð
tíðni sem truflast ekki af annarri
starfsemi. Burðargetan er mikil og
stöðugleikinn hár og því ekki
ósvipað ADSL-tengingunum sem
nú eru mikið notaðar, sérstakalega
í þéttbýlinu,“ segir Axel sem í
heimaranni er með móðurstöð fyr-
ir Wimax-kerfið. Þar nær hann
tengingu við ljósleiðara Lands-
virkjunar sem liggur með há-
spennulínum frá Búrfelli.
Úr ljósleiðaranum er umferð í
Wimax-kerfið beint í endurvarps-
stöðvar í uppsveitum Árnessýslu,
Flóa og Landeyjum, á fjórum stöð-
um alls. Þannig er orðið til þétt-
riðið gagnaflutningskerfi sem
skapar íbúum á Suðurlandi mikla
möguleika og í raun allt annars
konar sambönd en hefur verið á
boðstólum áður.
Fjarvinnsla og fjósið
Hvergi sem á Suðurlandi er í
sveitum jafn öflugt gagnaflutnings-
kerfi. Afkastageta bakbeinis þess er
óskert 155 -200 megabitar á sek. og
með því ættu notendur að komast
í samband hvar sem er,“ að sögn
Axels.
„Mörgum er mikilvægt að vera
með trygga og öfluga tölvuteng-
ingu heima og sömuleiðis færist
stöðugt í vöxt að fólk stundi ein-
hvers konar fjarvinnslu í sveit-
unum. Þá er Wimax mjög góður
kostur, enda fjölgar notendum
jafnt og þétt eftir því sem fólk áttar
sig á því hvað er verið að bjóða.
Fyrir bændur sem stunda venjuleg-
an búskap er sömuleiðis mikilvægt
að vera með tölvutengingar, því í
hátæknifjósum er hægt að fylgjast
með öllu utan frá sé góður tölvu-
búnaður til staðar. Satt að segja
gerir tölvutæknin og öflugir
gagnaflutningar sveitirnar margfalt
byggilegri en ella væri,“ segir sr.
Axel.
Sr. Axel Árnason Hann starfrækir tölvufyrirtæki og segir ekki nýtt að prestar komi að ýmsum framfaramálum í
sveitum landsins.
Sóknarprestur hannar hátæknibúnað til notkunar í sveitum
Tæknin gerir sveitir byggilegri
➤ Hannaði Kapellán, gagna-grunn fyrir presta.
➤ Wimax-örbylgjutengingar erunæsta kynslóð þráðlausra
samskipta.
➤ Í hátæknifjósum er fylgstmeð öllu utan frá sé góður
tölvubúnaður til staðar
TÆKNINPrestur í Árnessýslu, Axel
Árnason, starfrækir
tölvu- og fjarskiptafyr-
irtæki. Hann býður ör-
bylgjutengingar sem
tryggja hraða gagna-
flutninga í dreifbýlinu.
Fyrirtækið Sagamedica-
Heilsujurtir ehf. verður með kynn-
ingu á vörum sínum á landbún-
aðarsýningunni á Hellu. Að sögn
Þráins Þorvaldssonar, fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins, er til-
gangur þess að þróa og framleiða
hágæðaheilsuvörur og síðar nátt-
úrulyf úr íslenskum lækn-
ingajurtum. „Upphafsmaðurinn
að fyrirtækinu var dr. Sigmundur
Guðbjarnason prófessor en hann
fór að rannsaka ætihvönnina og ís-
lenskar lækningajurtir og það var
upphafið að fyrirtækinu,“ segir
hann. „Íslenskir bæir voru með
ætihvannargarða fram eftir öldum,
enda hjálpaði hún fólki varðandi
ýmiss konar lungnavandamál og er
því seld í dag til að fyrirbyggja kvef
og auka kraft. Vörurnar sem við
ætlum að kynna eru í fyrsta lagi
Angelica, sem eykur kraft og fyr-
irbyggir kvef, Saga Pro, sem meðal
annars dregur úr tíðum þvaglátum
á nóttunni, og svo Voxis-hálstöfl-
urnar. Allt eru þetta afar vinsælar
vörur hér á landi og við erum að
vinna að því að koma þeim á
markað erlendis.“
Sagamedica-heilsujurtir verða á
kynningarbás með Þorvaldseyri,
sem er samstarfsaðili þeirra. „Við
ætlum að vera með sýnishorn af
vörum okkar og frekari upplýs-
ingar fyrir þá sem hafa áhuga,“
segir Þráinn að lokum.
Sagamedica-Heilsujurtir ehf. kynnir starfsemi sína
Náttúruleg heilsubót
Íslensk ætihvönn Hefur
mikinn lækningamátt.
R. Sigmundsson ehf. er öflugt og
sérhæft fyrirtæki í innflutningi,
sölu og þjónustu á fjölbreyttum
búnaði fyrir sjávarútveg, iðnað og
verktaka og fyrirtækið verður því á
landbúnaðarsýningunni. Enn-
fremur býður R. Sigmundsson
fjölbreytt úrval af frístundarvörum
s.s. skemmtibátum og staðsetning-
artækjum. Með sameiningu R. Sig-
mundssonar, Vélasölunnar og Ra-
diómiðunar árið 2006 undir nafni
R. Sigmundson ehf. varð til eitt
öflugasta fyrirtæki landsins í sölu
og þjónustu á vél- og rafeindabún-
aði fyrir sjávarútveg og iðnað.
Styrkur R. Sigmundssonar ehf.
liggur í rúmlega 68 ára gæfuríkri
og traustri þjónustu við íslenskt at-
vinnulíf. Á síðasta ári var öll starf-
semi fyrirtækisins flutt í nýtt 3400
fermetra húsnæði í Klettagörðum
25, með stórglæsilegum sýning-
arsal, ásamt fullkomnu rafeinda-
og vélaverkstæði.
Fyrir landbúnaðinn getur R.
Sigmundsson ehf. meðal annars
boðið Orlaco-eftirlitsmyndavélar
og kerfi sem henta vel í gripahús,
við mjaltaþjóna og fjárhús,
Cummins- og Lister-rafstöðvar
sem eru þekktar fyrir gæði og
áreiðanleika enda vinsælar til sjáv-
ar og sveita og dráttarvél-
arafstöðvar frá Worms, sem hægt
er að tengja við aflúrtak og beisli
dáttarvélarinnar. Eins má þar finna
mikið úrval af dælum til allra nota.
Gúmmíkefladælur og hakkavélar
frá Vogeslang fyrir lífrænan áburð,
sláturhús, lífmassaframleiðslu og
almenna dælingu fyrir bændur og
verktaka. Dælurnar er hægt að fá
rafdrifnar, með glussamótor eða til
að tengja við aflúrtak og beisli
dráttarvélar. Líklegast er R. Sig-
mundsson þekktast fyrir sölu á
Garmin GPS-staðsetning-
artækjum, ómissandi tæki sem
geta sparað smalamönnum sporin.
Glæsilegur sýningarsalur í Klettagörðum
Traust þjónusta í 68 ár
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við