24 stundir - 19.08.2008, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir
Einingahús Þetta er teikning að húsinu sem Guðmundur og félagar hyggjast setja upp meðan á Landbúnaðarsýningunni stend-
ur. Húsið verður til sölu fyrir áhugasama.
Tölt er fjögurra spora gangteg-
und íslenska hestsins sem lýsir sér
þannig að alltaf er einn fótur sem
nemur við jörðina. Knapinn situr
rólegur í hnakknum og virðist líða
áfram. Töltið getur verið þó nokk-
uð hratt og kallast þá yfirferðartölt.
Afbrigði tölts eru nokkur,
brokktölt er þegar hesturinn
spyrnir vinstra afturfæti, þá hægra
framfæti, þá hægra afturfæti og
síðan vinstra framfæti. Hreinatölt
(fetgangstölt) er sömu spor og við
fetgang, en hraðari („hlaup-
fetgangur), hesturinn spyrnir
vinstra afturfæti, þá vinstra fram-
fæti, þá hægra afturfæti og loks
hægra framfæti. Skeiðtölt er þegar
hesturinn spyrnir vinstra afturfæti,
svífur svo, þá hægra afturfæti, síð-
an hægra framfæti og svífur.
dista@24stundir.is
Brokktölt, hreinatölt, skeiðtölt
Tölt á sér nokkur afbrigði
Tölt Fjögurra spora
gangtegund.
Á landbúnaðarsýningunni
munu Geysisfélagar standa að
glæsilegri tölt- og skeiðkeppni sem
gaman verður að fylgjast með.
Helstu töltmeistarar hvaðanæva af
landinu munu mæta og sýna listir
sínar og peningaverðlaun verða
veitt þeim er fara með sigur af
hólmi. „Ómissandi viðburður á
sýningunni,“ segir Ómar Diðriks-
son, formaður Geysis, og lofar
miklu fjöri. „Á föstudegi og laug-
ardegi verður keppt í tölti, á laug-
ardeginum klukkan fjögur er keppt
í skeiði og á sunnudag er gangteg-
undasýning.“
dista@24stundir.is
Geysisfélagar standa að sýningarhaldi
Töltmeistarar frá landinu
öllu sýna leikni sína
Þorvaldur á Hryðju Þorvaldur
Þorvaldsson skeiðaði á Hryðju
upp á tíu í einkunn á landsmóti.
Geysisfélagar Ísleifur
Jónasson og Guð-
mundur Björgvinsson
Landbúnaðarsýningin að Hellu er
haldin í tilefni af 100 ára afmæli
Búnaðarsambands Suðurlands og
verður hún ein stærsta sýning
sinnar tegundar sem haldin hefur
verið hérlendis um árabil. Sýningin
verður því án vafa fjölbreytt og
viðamikil þar sem sýnd verða tæki,
vélar, búfé, íslenskt handverk auk
ýmissar þjónustu og vöru sem
tengist landbúnaðinum. Sýningin
hefst 22. ágúst klukkan 14:00.
Viðamikil
sýning
Landbúnaðarsýningin verður opin
föstudag, laugardag og sunnudag
en áherslurnar eru mismunandi
eftir dögum. Á föstudeginum verð-
ur lögð áhersla á landbúnaðinn
sem fag og athygli sýnenda mun
beinast að bændum og búaliði. Á
laugardegi og sunnudegi verður
áherslan lögð á að kynna landbún-
aðinn og þau afleiddu störf sem
hann skapar handa öllum neyt-
endum íslenskra landbúnaðarvara.
Bændur
og búalið
Eftir Hauk Harðarson
haukurh@24stundir.is
„Fyrirtækið varð til fyrir tveimur
árum, þá tóku núverandi eigendur
við umboðinu. Þá vantaði ein-
hvern til að stjórna fyrirtækinu og
ég var fenginn í það,“ segir Guð-
mundur Helgason, framkvæmda-
stjóri Modulhus ehf. Fyrirtækið
sérhæfir sig í innflutningi á ein-
ingum í einingahús.
Fljótleg í uppsetningu
„Helstu kostir einingahúsa eru
að þau eru tiltölulega ódýr og
fljótleg í uppsetningu þegar farið
er af stað. Þau hafa það fram yfir
steypuna. Það er nú einstaklings-
bundið hvort fólk vill búa í
steyptu húsi eða timburhúsi en
timburhúsið er miklu hlýlegri og
timbur í sjálfu sér veitir betri ein-
angrun en steypa, en allar einingar
frá okkur koma fulleinangraðar,“
segir Guðmundur og bætir við að
nokkrir hlutir greini Modulhus
frá öðrum einingahúsafyrirtækj-
um.
„Við bjóðum upp á hagstætt
verð á mjög góðri vöru. Þetta eru
einingar sem eru vottaðar hér á
landi. Auk þess bjóðum við ekki
upp á heildarpakka heldur bjóð-
um við fyrst og fremst upp á
skrokkinn af húsinu. Síðan hefur
viðskiptavinurinn alveg frjálsar
hendur um það að velja allt annað
bæði utan- og innanstokks, t.d.
klæðningar, gólfefni og innrétt-
ingar. Auk þess er afgreiðslutím-
inn mjög stuttur.“
Japönsk vara í Svíþjóð
EFyrirtækið sem framleiðir vör-
urnar úti í Svíþjóð er japanskt en
með sænsku starfsfólki. „Framan
af voru þeir aðeins á Japansmark-
aði, en fyrir nokkrum árum f́óru
þeir líka að beina sjónum sínum
að Evrópu.
Íslendingar hafa tekið þessari
vöru vel og viðskiptavinir okkar
eru undantekningarlaust yfir sig
hrifnir af húsunum,“ segir Guð-
mundur. Á Landbúnaðarsýning-
unni á Hellu ætlar Guðmundur að
láta smiði
setja upp
hús frá
fyrirtæk-
inu með-
an á sýn-
ingunni
stendur
sem verð-
ur svo til
sölu.
Teikning-
ar að hús-
inu má
sjá á
myndinni fyrir neðan. „Ég þarf að
reyna að halda aftur af smiðunum
svo að þeir klári ekki of fljótt.
Fólk verður að fá að sjá þá að
verki yfir helgina,“ segir Guð-
mundur í léttum tón.
Modulhus ehf. flytur inn einingahús frá japönsku fyrirtæki í Svíþjóð
Ódýr og frekar fljótleg
í uppsetningu
➤ Modulhus ehf. flytur inn ein-ingar í einingahús og allar
einingar koma fulleinangr-
aðar.
➤ Einingarnar eru fluttar inn fráSvíþjóð en fyrirtækið er jap-
anskt.
➤ Framkvæmdastjóri Modulhuser Guðmundur Helgason.
➤ Fyrirtækið er staðsett áHvammstanga.
MODULHUS EHF. Einingahús hafa um ára-
bil verið vinsæl hér á
landi. Modulhus ehf. er
tiltölulega nýtt í þessum
bransa hér á landi en fyr-
irtækið flytur inn ein-
ingar frá Svíþjóð. Fyr-
irtækið er með aðsetur á
Hvammstanga.
Guðmundur Helgason
Framkvæmdastjóri Modul-
hus ehf.
Hús frá Modulhus ehf. sett upp
Þetta hús stendur á Egilsstöðum og er
byggt úr einingum frá Modulhus. Ein-
ingahús eru tiltöluleg ódýr og fljótleg í
uppsetningu.