24 stundir - 19.08.2008, Síða 33
Sýningin Vatnsberi verður opn-
uð í Ásmundarsafni næstkomandi
föstudag, þann 22. ágúst, klukkan
17. Um er að ræða sýningu á tæp-
lega sjötíu vatnslitamyndum eftir
ellefu íslenska listamenn, og verð-
ur verkunum stillt upp með sýn-
ingu á verkum Ásmundar Sveins-
sonar, Lögun línunnar, sem nú
stendur yfir í safninu. Sýningar-
stjóri er Aðalsteinn Ingólfsson. Í
texta sem fylgir með sýningunni
segir Aðalsteinn meðal annars:
,,Með reglulegu millibili hefur
hópur sérsinna listamanna komið
saman til sýninga á vatnslita-
myndum. Samsetning þessa hóps
er aldrei sú sama frá ári til árs,
enda er markmiðið mikilvægara
en hópeflið, nefnilega að halda á
lofti merki vatnslitanna, sennilega
elstu listgrein mannkyns að und-
anskildu steinhöggi.“
Sýningin Vatnsberi opnuð í Ásmundarsafni á föstudag
Ein elsta listgrein mannsins
Vatnslitamynd
Eftir Önnu Hallin.
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 33
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is menning
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan
frumsýnir dansverkið DJ Hamingja
á sviðslistahátíðinni ArtFart næst-
komandi fimmtudag. Um er að
ræða íburðarmesta verk hópsins til
þessa og er það meðal annars styrkt
af Reykjavíkurborg og Ungu fólki í
Evrópu. Eins og nafnið gefur til
kynna er sögusviðið partí. „Engu að
síður fjallar það um einmanaleik-
ann í öllum sínum myndum. Það
skapast oft svo sérstök stemming í
partíum, þar sem maður er staddur
með öðru fólki en er samt alltaf eitt-
hvað svo einn með sjálfum sér. Þetta
sést oft vel í bænum á kvöldin og
um helgar. Fólk er oft svo meðvitað
um sjálft sig,“ segir Ásgerður Gunn-
arsdóttir, einn fimm meðlima hóps-
ins.
„Við erum líka að varpa fram
ákveðnum spurningum. Til dæmis
varðandi sjálfstæðið. Flestir vilja
vera sjálfstæðir en um leið í sam-
bandi með öðrum. Spurningin er
hvernig hægt er að ná jafnvægi þar á
milli,“ bætir Melkorka Sigríður
Magnúsdóttir við.
Sjálfstætt leikhús
Íslenska Hreyfiþróunarsam-
steypan varð til sumarið 2005 og var
þá einn af skapandi sumarhópum
Hins hússins. Síðan þá hefur hóp-
urinn unnið að margvíslegum verk-
efnum og hlaut nýlega inngöngu
inn í Sjálfstæðu leikhúsin. „Við er-
um fimm stelpur og meðalaldur
hópsins er 22 ár,“ segja Ásgerður og
Melkorka. „Við erum allar útskrif-
aðar úr Listdansskóla Íslands og
tvær úr hópnum eru í dansnámi í
Listaháskóla Íslands. Svo var ein að
útskrifast úr danshöfundanámi í
Hollandi, en ég er líka búin að vera í
slíku námi þar í landi undanfarin
tvö ár. Í haust ætla ég þó að söðla
um og flytja til Belgíu þar sem ég
ætla aftur í dansnám,“ segir Mel-
korka. Ásgerður stundar hins vegar
nám á námsbrautinni Fræði og
framkvæmd við Leiklistardeild LHÍ.
DJ Hamingja Sögusviðið
er partý.
Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan frumsýnir verkið DJ Hamingja
Einmanaleikinn í
öllum myndum
Íburðarmesta sýning Ís-
lensku Hreyfiþróunar-
samsteypunnar fjallar um
einmanaleikann í öllum
sínum myndum. Engu að
síður er sögusviðið gleð-
skapur seint um kvöld.
➤ Meðlimir hópsins eru, aukMelkorku og Ásgerðar, Katrín
Gunnarsdóttir, Vigdís Eva
Guðmundsdóttir og
Ragnheiður S. Bjarnason.
➤ Tónlistina samdi belgískilistamaðurinn Benjamin Do-
usselaere.
➤ Verður sýnt í gamla nem-endaleikhúsinu við Sölvhóls-
götu 21. ágúst klukkan 18 og
22. ágúst klukkan 20 og 23.
ágúst klukkan 17.
DJ HAMINGJA
24stundir/Kristinn
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Þriðjudagur 19. ágúst 2008
Karen Axelsdóttir er í
brjálæðislega góðu formi.
» Meira í Morgunblaðinu
Tapsár
Sigurvegari úr þættinum
So You Think You Can
Dance? í fyrra kennir
Íslendingum að dansa.
» Meira í Morgunblaðinu
Kanntu að dansa?
Fluttir verða rúmlega 500
þúsund rúmmetrar af grjóti
og um 1.100 þúsund rúm-
metrar af fyllingarefni.
Þetta samsvarar því að fjall-
ið Stóri-Dímon verði flutt í
heilu lagi niður í Bakkafjöru.
»Meira í Morgunblaðinu
Landeyjahöfn
Samsýning listmálara á
vatnslitamálverkum.
» Meira í Morgunblaðinu
Eldri og yngri