24 stundir - 19.08.2008, Page 40
annað en að gera samherjana lé-
legri, í stað þess að gera mótherjana
betri.
Fyrir aðdáendur ameríska fót-
boltans þá er þessi leikur einn þétt-
asti pakki sem völ er á. Þeir sem
hafa lítið vit á sportinu gætu hins
vegar lent í erfiðleikum með að
ráða fram úr endalausum val-
myndum og illskiljanlegum leik-
kerfum og því síður notið leiksins.
Það er þó ekki hægt að neita því
að Madden NFL 09 skilar sínu
ótrúlega vel og er leikurinn í algjör-
um sérflokki hvað ameríska fót-
boltann varðar.
Eftir Viggó I. Jónasson
viggo@24stundir.is
Nú fer að styttast í að steraboltarnir
í ameríska NFL-boltanum hefji leik
á ný og líkt og lóan á vorin þá þýðir
það bara eitt: nýjan Madden-leik.
Madden-serían fagnar stór-
afmæli um þessar mundir en tutt-
ugu ár eru liðin síðan fyrsti Mad-
den-leikurinn kom út. Madden
NFL 09 lítur mjög vel út og er ein-
staklega gaman að sjá hversu mikil
vinna hefur verið lögð í hreyfingar
leikmanna, fyrir utan þær róbóta-
hreyfingar sem boðið er upp á þeg-
ar snertimörk eru sýnd aftur. Tækl-
ingar virðast vera til í óteljandi
útgáfum og hrynja tæklaðir leik-
menn til jarðar með sannfærandi
hætti.
Hvað spilunarmöguleika varðar
hefur Madden upp á nóg að bjóða.
Menn geta spilað á móti öðrum
fótboltabullum í gegnum netið auk
þess að geta valið úr fjölmörgum
áhugaverðum spilunarformum
einn síns liðs. Þar stendur upp úr
Superstar-spilunarmöguleikinn
sem gerir manni kleift að búa til
sinn eigin leikmann og halda svo á
braut frægðar og frama í NFL-
deildinni. Helsti kosturinn við það
er, að ef menn hafa leikmann sinn
sóknarmann þá þarf maður ekki að
spila hina gríðarlega leiðinlegu
vörn.
Ein nýjung í Madden NFL 09 er
hin svokallaða Madden IQ sem
gerir leiknum kleift að aðlaga sig að
hæfni leikmannsins og bjóða þann-
ig upp á mun áhugaverðari spilun.
Útfærsla þessa kerfis er þó ekki
fullkomin því það virðist gera lítið
Tæklingar í öllum bragðtegundum Madden veitir aðdáendum sínum góðan
skammt af öllu því sem fyrri leikir hafa verið þekktir fyrir.
Tvítugt gamalmenni tæklar sem aldrei fyrr
Grafík: 94%
Hljóð: 73%
Spilun: 76%
Ending: 80%
NIÐURSTAÐA: 81%
Madden NFL 09
PS3, XBOX 360, Wii | 3+
40 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir
Spjallþáttadrottningin og grín-
istinn Ellen DeGeneres gekk að
eiga sína heittelskuðu, Portiu De
Rossi, á laugardaginn, á heimili
þeirra í Beverly-hæðunum. Aðeins
um 19 gestir voru við athöfnina,
sem þótti að sögn afar látlaus en
einlæg og falleg.
Skötuhjúin klæddust bæði
hönnun Zacs Posen; kjóll De Rossi
var baklaus og ljósbleikur en Ellen
var í hvítum buxum, hvítri skyrtu
og hvítu vesti. Hringarnir voru frá
Neil Lane, að sögn People-
tímaritsins.
Ellen, sem er fimmtug, og De
Rossi, sem er 35 ára, hafa verið
saman síðan árið 2004, en Ellen
hefur greitt götu samkynhneigðra í
Hollywood síðan hún kom út úr
skápnum árið 1997, í þætti Opruh
Winfrey og sínum eigin þætti, Ell-
en, sem þá var fyrsti og eini þátt-
urinn sem skartaði samkyn-
hneigðri aðalpersónu.
Ellen var áður í sambandi með
leikkonunni Anne Heche, frá
1997-2000. Þá tók hún upp sam-
band við Alexöndru Hedison, sem
varði til 2004, er hún kynntist De
Rossi.
24 stundir óska brúðhjónunum
innilega til hamingju. tsk
DeGeneres giftist De Rossi
FÓLK
24@24stundir.is a
Nú fer að styttast í að steraboltarnir í ameríska NFL-bolt-
anum hefji leik á ný og líkt og lóan á vorin þá þýðir það
bara eitt: nýjan Madden-leik.
fréttir
Aðþrengdur Afsakið að ég er til!
ÞÚ HEFÐIR ÁTT AÐ FANGA ÞESSAR TVÆR
MEÐAN ÞÚ HAFÐIR TÆKIFÆRI TI L ÞESSÚTSALA
Bizzaró
Eins og við var að
búast þá breyttist
sætispúði KEITH’S í
svífandi furðuhlut
MYNDASÖGUR
F i r ð i . H a f n a r f i r ð i . 2 . hæð . s ím i 5 5 4 . 1 2 0 0
ÚTSÖLULOK!
20% AUKA AFSLÁTTUR VIÐ KASSA
Miðvikudaginn
20.ágúst frá
kl. 16-18
býður Hreyfiland nýja og
eldri viðskiptavini velkomna
með hvorki meira né minna
en 25% afslætti af öllum 16
vikna námskeiðum –
• Mæðrafimi®
• Salsa
• GÞ-fimi®
• Hreyfifimi®
• FitKid®-sporterobikk !
Leikir og skemmtun í sal
fyrir börnin!
Námskeiðin hefjast laugardaginn
23. ágúst og lýkur laugardaginn
13. desember.