24 stundir - 19.08.2008, Page 48
24stundir
? Jóhanna af Örk var brennd af kirkj-unni fyrir að viðurkenna að hún heyrðiraddir í höfðinu á sér. Röddin í höfðiheimspekingsins Decartes fullvissaðihann um að hans eigin tilvera hlyti aðvera raunveruleg, eins lengi og hannheyrði endlaust röflið í sér. Er hægthugsa í sig vitleysuna?
Frá því að ég byrjaði að muna eftir
mér hefur alltaf einhver rödd inni í
höfðinu á mér heimtað athygli frá
augnablikinu. Þegar ég verð reiður á
þessi rödd til að fara með heilu rökræð-
urnar við þann sem mér finnst hafa gert
á minn hluta, þó að viðkomandi sé víðs
fjarri. Svo þegar ég loksins hitti mann-
eskjuna, þá pirrast röddin alveg svaka-
lega mikið yfir því að viðkomandi aðili
skuli ekki fara eftir handritinu er var svo
listalega spunnið af mínum eigin huga.
Þetta veldur hugarangri og röddin í
höfðinu afgreiðir málið með því að
stimpla viðkomandi sem fífl og fávita.
Eitt hugarangur breiðir svo úr sér og
eykst, eins og krabbamein sem gerir sér
ekki grein fyrir því að með tilvist sinni
einni saman stefnir það hýsli sínum í
hættu og þar með eigin tilveru. Þannig
virkar hugur minn; ef ég fylgist ekki með
honum tekur hann völdin og eitrar allt í
kringum sig.
Hljómar eins og vitfirring? Vissulega,
en erum við ekki öll svona? Heyrum við
ekki öll raddir, stanslaust?
Þið eruð ekki hugur ykkar, hann er
hluti af ykkur. Næst þegar leikritið hefst,
finnið „off“-takkann, lítið í kringum
ykkur og bara verið … í þögn.
Inni í mér syngur vitleysingur
Birgir Örn Steinarsson
hugsar allt of mikið.
YFIR STRIKIÐ
Er rödd
í höfðinu
á þér?
24 LÍFIÐ
Skrapp út, mynd Sólveigar Ans-
pach, fékk Variety Piazza Grande-
verðlaunin á Locarno-
hátíðinni á laugardag.
Skrapp út verðlaun-
uð í Sviss
»42
Guðmundur Ingi Þorvaldsson
leikari hefur klárað barnaplötuna
Sagan af Eyfa (bönnuð
börnum) sem er ljót.
Fremur grimmdarleg
barnaplata
»43
Það er mikið um að vera hjá
Techno.is þessa dagana, sem flytur
inn bæði Sander Klei-
nenberg og Dj Lucca.
Tímamótatörn
hjá Techno.is
»42
● Myndrænt vín
„Mér finnst það
hafa mikið að
segja hvaða mynd-
ir eru á flöskunum
þegar ég vel vín
sem ég þekki ekki.
Það var því spenn-
andi að taka þátt í
þessu verkefni,“ segir myndlist-
arkonan Kristín Gunnlaugsdóttir.
Klukkan 17 í dag verður vín-
smökkun á Vínbarnum þar sem
kynnt verða vín frá Sandhofer, en
myndir Kristínar prýða flöskurnar.
„Ekki spillti fyrir að ég þekki Hu-
bert Sandhofer vel og gat því treyst
á að vel yrði með verkin farið og ég
yrði með í ráðum.“
● Sér ekki eftir
„Nei, það geri ég
ekki, það er alveg
á hreinu,“ segir
Anna Krist-
insdóttir, mann-
réttindastjóri
Reykjavík-
urborgar, sem
sagði sig úr Framsóknarflokknum
síðastliðið haust. „Ég held að mín-
um pólitísku afskiptum hafi lokið
með úrsögn eftir 25 ár í Framsókn
sem er líklega nógu langur tími. Ég
hélt kannski að þetta gæti skilist
sem svolítið vink um að flokkurinn
þyrfti að breyta vinnubrögðum. En
mér sýnist það vink ekki hafa haft
nein áhrif, því miður,“ segir Anna
Kristinsdóttir.
● Ástarvika á
enda „Ástarvikan
heppnaðist alveg
frábærlega í alla
staði og ekki
skemmdi nú
veðrið fyrir,“ seg-
ir Soffía Vagns-
dóttir, ástarviku-
frömuður í Bolungarvík.
Ástarvikan vakti athygli erlendis,
en fjölþjóðlegur hópur á vegum
Veraldarvina var staddur á svæð-
inu og aðstoðaði við fram-
kvæmdina. Aðspurð hvort vikan
hafi borið árangur sagði Soffía:
„Það kemur í ljós í kringum jólin.
Við verðum bara að bíða og sjá.“
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við
www.itr.is sími 411 5000
Sundsumar!
Nánari upplýsingar umafgreiðslutím
a lauganna áwww.itr.is